Innlent

Yngri börn í leikskóla í Hafnarfirði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs.
Átján mánaða gömul börn í Hafnarfirði geta átt von á því að fá leikskólapláss í bænum áður en kjörtímabili lýkur. Áður var miðað við tveggja ára aldur við innritun en bæjarráð samþykkti að lækka innritunaraldurinn í gær.

Þá var þar að auki samþykkt að hækka mótframlag frá bænum til foreldra með börn hjá dagforeldrum, úr 40 í 50 þúsund krónur.

„Með þessu er verið að taka fyrsta formlega skrefið í átt að lækkun innritunaraldurs barna á leikskóla bæjarins. Einnig er verið að minnka útgjöld barnafjölskyldna og gera þannig sveitarfélagið samanburðarhæfara í þeim efnum við önnur sveitarfélög, eins og meirihlutinn vill leggja áherslu á,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×