„Munu þurfa að standa aftur og aftur frammi fyrir sömu erfiðu spurningunum“ Heimir már pétursson skrifar 16. desember 2015 20:11 Lengstu umræðu sem fram hefur farið á Alþingi um fjárlagafrumvarp lauk á Alþingi nú síðdegis og hafði þá staðið hátt í áttatíu klukkustundir. Stjórnarandstaðan vildi með umræðunni knýja stjórnarmeirihlutann til breytinga á frumvarpinu en svör Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Aþingi á mánudag við þeirri kröfu voru einföld. „Háttvirtur þingflokksformaður Vinstri grænna var að biðja um einhvers konar fund þar sem stjórnarliðar áttu að tilkynna stjórnarandstöðunni hvað við ætlum að bjóða henni. Ég get svarað þessari spurningu straxvirðulegur forseti. Við ætlum ekki að bjóða neitt. Ekkert,“ sagði Sigmundur Davíð. Stjórnarandstaðan hefur barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. „Við erum auðvitað ekki í aðstöðu til að semja við ríkisstjórnina. Hún er með þingmeirihluta og hún ræður ferðinni hvað útgjöldin varðar. Verkefni okkar hefur verið að knýja á um breytingar og knýja á um umræðu um forgangsröðunina; á að skilja lífeyrisþega eftir, á að mæta eðlilegum óskum Landspítalans. Nú munu stjórnarþingmenn þurfa að svara því,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi í kvöld að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Árni Páll segir stjórnarandstöðuna þó eiga eftir að koma sínum skoðunum á framfæri. „Við munum nýta atkvæðagreiðsluna þannig að við munum leggja aftur og aftur fram breytingartillögur um þessi lykilmál; kjör lífeyrisþega, framlög til spítalans og eðlileg framlög til RÚV og munum gera það aftur og aftur. Stjórnarmeirihlutinn mun þurfa að standa aftur og aftur frammi fyrir sömu erfiðu spurningunum,“ sagði Árni Páll og tók Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í svipaðan streng, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Treysta ekki stjórninni til að einkavæða banka Háskólamenntaðir og höfuðborgarbúar treysta ríkisstjórnarflokkunum síst. 16. desember 2015 07:00 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Lengstu umræðu sem fram hefur farið á Alþingi um fjárlagafrumvarp lauk á Alþingi nú síðdegis og hafði þá staðið hátt í áttatíu klukkustundir. Stjórnarandstaðan vildi með umræðunni knýja stjórnarmeirihlutann til breytinga á frumvarpinu en svör Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Aþingi á mánudag við þeirri kröfu voru einföld. „Háttvirtur þingflokksformaður Vinstri grænna var að biðja um einhvers konar fund þar sem stjórnarliðar áttu að tilkynna stjórnarandstöðunni hvað við ætlum að bjóða henni. Ég get svarað þessari spurningu straxvirðulegur forseti. Við ætlum ekki að bjóða neitt. Ekkert,“ sagði Sigmundur Davíð. Stjórnarandstaðan hefur barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. „Við erum auðvitað ekki í aðstöðu til að semja við ríkisstjórnina. Hún er með þingmeirihluta og hún ræður ferðinni hvað útgjöldin varðar. Verkefni okkar hefur verið að knýja á um breytingar og knýja á um umræðu um forgangsröðunina; á að skilja lífeyrisþega eftir, á að mæta eðlilegum óskum Landspítalans. Nú munu stjórnarþingmenn þurfa að svara því,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi í kvöld að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Árni Páll segir stjórnarandstöðuna þó eiga eftir að koma sínum skoðunum á framfæri. „Við munum nýta atkvæðagreiðsluna þannig að við munum leggja aftur og aftur fram breytingartillögur um þessi lykilmál; kjör lífeyrisþega, framlög til spítalans og eðlileg framlög til RÚV og munum gera það aftur og aftur. Stjórnarmeirihlutinn mun þurfa að standa aftur og aftur frammi fyrir sömu erfiðu spurningunum,“ sagði Árni Páll og tók Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í svipaðan streng, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Treysta ekki stjórninni til að einkavæða banka Háskólamenntaðir og höfuðborgarbúar treysta ríkisstjórnarflokkunum síst. 16. desember 2015 07:00 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Treysta ekki stjórninni til að einkavæða banka Háskólamenntaðir og höfuðborgarbúar treysta ríkisstjórnarflokkunum síst. 16. desember 2015 07:00
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51
Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent