Innlent

Amber Ferreira vann Laugavegshlaupið í kvennaflokki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Amber Ferreira í Þórsmörk í dag eftir að hún vann Laugavegshlaupið í kvennaflokki.
Amber Ferreira í Þórsmörk í dag eftir að hún vann Laugavegshlaupið í kvennaflokki. mynd/laugavegshlaupið
Amber Ferreira frá Bandaríkjunum vann í kvennaflokki í Laugavegshlaupinu í dag. Hún hljóp kílómetrana 55 á fimm klukkustundum, 48 mínútum og 47 sekúndum.

Í öðru sæti varð Þóra Björg Magnúsdóttir sem kom sex mínútum á eftir Ferreira í mark. Í þriðja sæti varð svo Pia Mountford, einnig frá Bandaríkjunum á tímanum 6:01:49.

Eins og áður hefur verið greint frá vann Þorbergur Ingi Jónsson hlaupið á nýju meti, þremur klukkutímum, 59 mínútum og 13 sekúndum.

Í öðru sæti í karlaflokki varð Vajin Armstrong frá Nýja-Sjálandi á fjórum klukkutímum, 31 mínútu og 19 sekúndu. Þá kom Ryan Kelly í þriðja sæti á tímanum 4:40:52.

Hlauparar streyma nú í mark í glampandi sól og logni í Þórsmörk. Heildarúrslit í hlaupinu ættu svo að liggja fyrir um klukkan sjö í kvöld.


Tengdar fréttir

Hlaupurum á Laugaveginum gengur vel

'Mjög kalt og vindur í morgun þegar hlaupið hófst í Landmannalaugum. Þá er óvenju mikill snjór á leiðinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×