Karlmennskan fest á filmu Guðrún Ansnes skrifar 7. apríl 2015 00:01 Sæbjörg segir karla nú til dags mun vanari ljósmyndun og það sjáist greinilega. Vísir/Sæbjörg Á fyrstu tugum seinustu aldar þótti karlmannlegt að vera þráðbeinn í baki,þenja brjóstkassann dulítið og ekki verra ef menn voru útskeifir.Vísir/Skjalasafn Sæbjörg Freyja Gísladóttir, meistaranemi í þjóðfræði, eyddi síðasta sumri í að grandskoða líkamsstöðu karla yfir heillar aldar tímabil. „Mig langaði til að skoða karlmennskuna út frá því hvernig menn stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar frá þarsíðustu aldamótum.“ Sæbjörg fór yfir myndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjalasafninu á Ísafirði og bar saman við myndir sem hún tók sjálf það sumarið af samtímamönnum.Kaninn skapaði afslappaða stemningu með komu sinni til landsins. Bíómyndir og kvikmyndastjörnur á borð James Dean og Marlon Brando voru erkitýpurnar sem mörkuðu karlmennskuna á þeim tíma. Þetta sést bersýnilega í hvernig menn höguðu sér fyrir framan myndavélarnar. Silkislakir og dálítið svalir.Vísir/SkjalasafnNiðurstöðurnar voru gríðarlega skemmtilegar. „Í byrjun tuttugustu aldar voru karlarnir teinréttir, beinir í baki, jafnvel með brjóstkassann þaninn og svolítið útskeifir,“ segir Sæbjörg og bendir á að á þetta tímabil hafi stundum verið merkt hinni nýju gullöld Íslendinga og það sjáist bersýnilega í uppstillingunum. Þegar leið á öldina og amerískir hermenn komu til landsins urðu miklar breytingar á menningu Íslendinga. Sæbjörg segir þá breytingu sjást vel í uppstillingum. „Kaninn hafði þau áhrif að það hætti að vera töff að vera beinn. Menn hölluðu sér og voru svolítið eins og James Dean. Baddi í Djöflaeyjunni nær þessu afar vel,“ segir hún og hlær.Nútímamennirnir sem Sæbjörg myndaði síðasta sumar voru eins og kamelljón, hoknir sumir en aðrir spenntu vöðvana áður en smellt var af. Hún segir þá augljóslega vanari ljósmyndun en forverar þeirra.Vísir/SkjalasafnHún skoðaði svo karlmenn í dag, sem eru öllu myndavélarvanari en kynbræður þeirra fyrr á árum. „Mér fannst samtímamaðurinn misjafn eftir stað og stund. Algengast var að þeir hefðu hendur í vösum og væru hoknir. Horfðu kannski til hliðar á meðan smellt var af,“ útskýrir Sæbjörg. Sæbjörg segir nokkuð hafa borið á að menn færu úr peysunum og spenntu vöðvana, og gerðu sig mikla. Sé kannski um ágætis þjóðarspegil að ræða en dæmi auðvitað hver fyrir sig. Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Á fyrstu tugum seinustu aldar þótti karlmannlegt að vera þráðbeinn í baki,þenja brjóstkassann dulítið og ekki verra ef menn voru útskeifir.Vísir/Skjalasafn Sæbjörg Freyja Gísladóttir, meistaranemi í þjóðfræði, eyddi síðasta sumri í að grandskoða líkamsstöðu karla yfir heillar aldar tímabil. „Mig langaði til að skoða karlmennskuna út frá því hvernig menn stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar frá þarsíðustu aldamótum.“ Sæbjörg fór yfir myndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjalasafninu á Ísafirði og bar saman við myndir sem hún tók sjálf það sumarið af samtímamönnum.Kaninn skapaði afslappaða stemningu með komu sinni til landsins. Bíómyndir og kvikmyndastjörnur á borð James Dean og Marlon Brando voru erkitýpurnar sem mörkuðu karlmennskuna á þeim tíma. Þetta sést bersýnilega í hvernig menn höguðu sér fyrir framan myndavélarnar. Silkislakir og dálítið svalir.Vísir/SkjalasafnNiðurstöðurnar voru gríðarlega skemmtilegar. „Í byrjun tuttugustu aldar voru karlarnir teinréttir, beinir í baki, jafnvel með brjóstkassann þaninn og svolítið útskeifir,“ segir Sæbjörg og bendir á að á þetta tímabil hafi stundum verið merkt hinni nýju gullöld Íslendinga og það sjáist bersýnilega í uppstillingunum. Þegar leið á öldina og amerískir hermenn komu til landsins urðu miklar breytingar á menningu Íslendinga. Sæbjörg segir þá breytingu sjást vel í uppstillingum. „Kaninn hafði þau áhrif að það hætti að vera töff að vera beinn. Menn hölluðu sér og voru svolítið eins og James Dean. Baddi í Djöflaeyjunni nær þessu afar vel,“ segir hún og hlær.Nútímamennirnir sem Sæbjörg myndaði síðasta sumar voru eins og kamelljón, hoknir sumir en aðrir spenntu vöðvana áður en smellt var af. Hún segir þá augljóslega vanari ljósmyndun en forverar þeirra.Vísir/SkjalasafnHún skoðaði svo karlmenn í dag, sem eru öllu myndavélarvanari en kynbræður þeirra fyrr á árum. „Mér fannst samtímamaðurinn misjafn eftir stað og stund. Algengast var að þeir hefðu hendur í vösum og væru hoknir. Horfðu kannski til hliðar á meðan smellt var af,“ útskýrir Sæbjörg. Sæbjörg segir nokkuð hafa borið á að menn færu úr peysunum og spenntu vöðvana, og gerðu sig mikla. Sé kannski um ágætis þjóðarspegil að ræða en dæmi auðvitað hver fyrir sig.
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“