Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2015 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. Fyrrverandi varaformaður flokksins hefur áhyggjur af því að flokkurinn ætli sér að útiloka aðra valkosti en krónuna. Í samþykktri landsfundarályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi flokksins segir orðrétt: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. (...) Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Í drögum að ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna landsfundar flokksins Í Laugardalshöll um næstu helgi er ekki minnst einu orði á alþjóðlega mynt og í textanum er lögð áhersla á peningastefnu með krónuna sem gjaldmiðil. Ljóst er að um skýra stefnubreytingu er að ræða verði ályktunin samþykkt á landsfundi í núverandi mynd. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins tók undir í hádegisfréttum Bylgjunnar að um stefnubreytingu væri að ræða en tók fram að það væru aðrir einstaklingar í nefndinni núna en árið 2013 og að landsfundur ætti alltaf síðasta orðið.Þorsteinn PálssonÝmsir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem hafa lagt áherslu á aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum hafa talið ályktun síðustu landsfundar skynsamlega. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins vitnaði til dæmis til hennar í nýlegum pistli en þar fór hann í hnotskurn yfir þann innbyggða ójöfnuð sem felst í krónunni þegar borin er saman staða atvinnurekenda í útflutningi annars vegar og hins vegar staða launafólks og staða lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þorsteinn sagði m.a: „Tökum dæmi af sjávarútvegsfyrirtækinu Granda. Það færir reikninga sína í erlendri mynt. Þegar fjárfesta þarf í nýju skipi hefur það aðgang að erlendum lánum á helmingi lægri vöxtum en greiða þarf af krónunni. Að þessu leyti er samkeppnisstaða Granda góð. Hin hliðin er þessi: Hjá Granda starfar fiskverkakona. Laun hennar eru greidd af erlendum tekjum fyrirtækisins. Hún fær þó ekki greidd laun í sömu mynt. Þegar hún ætlar að fjárfesta í lítilli tveggja herbergja íbúð þarf hún að greiða vexti af krónunni sem eru tvöfalt hærri en fyrirtækið greiðir. Samkeppnisstaða hennar er því helmingi lakari en fyrirtækisins.“Þorgerður Katrín GunnarsdóttirVonar að það verði ekki lenska að fækka valkostum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur líka verið þeirrar skoðunar að skoða þurfi aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum en krónuna. „Það er almennt ekki farsælt að þrengja eða fækka valkostum. Bæði í ljósi stöðu flokksins en líka í ljósi þess að við erum að leita að lausnum til að ná efnahagslegum stöðugleika til framtíðar,“ segir Þorgerður um þessi drög. Þorgerður Katrín segir að ályktun síðasta landsfundar samræmist betur markmiði um efnahagslegan og peningalegan stöðugleika til frambúðar. „Það er ljóst að ályktun síðasta landsfundar var mjög opin og hún heldur valkostunum uppi á borðum. Þess vegna vona ég að það verði ekki lenska hjá flokknum mínum að fækka valkostum þjóðarinnar bæði í gjaldmiðilsmálum sem og öðrum málum.” Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. Fyrrverandi varaformaður flokksins hefur áhyggjur af því að flokkurinn ætli sér að útiloka aðra valkosti en krónuna. Í samþykktri landsfundarályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi flokksins segir orðrétt: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. (...) Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Í drögum að ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna landsfundar flokksins Í Laugardalshöll um næstu helgi er ekki minnst einu orði á alþjóðlega mynt og í textanum er lögð áhersla á peningastefnu með krónuna sem gjaldmiðil. Ljóst er að um skýra stefnubreytingu er að ræða verði ályktunin samþykkt á landsfundi í núverandi mynd. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins tók undir í hádegisfréttum Bylgjunnar að um stefnubreytingu væri að ræða en tók fram að það væru aðrir einstaklingar í nefndinni núna en árið 2013 og að landsfundur ætti alltaf síðasta orðið.Þorsteinn PálssonÝmsir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem hafa lagt áherslu á aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum hafa talið ályktun síðustu landsfundar skynsamlega. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins vitnaði til dæmis til hennar í nýlegum pistli en þar fór hann í hnotskurn yfir þann innbyggða ójöfnuð sem felst í krónunni þegar borin er saman staða atvinnurekenda í útflutningi annars vegar og hins vegar staða launafólks og staða lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þorsteinn sagði m.a: „Tökum dæmi af sjávarútvegsfyrirtækinu Granda. Það færir reikninga sína í erlendri mynt. Þegar fjárfesta þarf í nýju skipi hefur það aðgang að erlendum lánum á helmingi lægri vöxtum en greiða þarf af krónunni. Að þessu leyti er samkeppnisstaða Granda góð. Hin hliðin er þessi: Hjá Granda starfar fiskverkakona. Laun hennar eru greidd af erlendum tekjum fyrirtækisins. Hún fær þó ekki greidd laun í sömu mynt. Þegar hún ætlar að fjárfesta í lítilli tveggja herbergja íbúð þarf hún að greiða vexti af krónunni sem eru tvöfalt hærri en fyrirtækið greiðir. Samkeppnisstaða hennar er því helmingi lakari en fyrirtækisins.“Þorgerður Katrín GunnarsdóttirVonar að það verði ekki lenska að fækka valkostum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur líka verið þeirrar skoðunar að skoða þurfi aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum en krónuna. „Það er almennt ekki farsælt að þrengja eða fækka valkostum. Bæði í ljósi stöðu flokksins en líka í ljósi þess að við erum að leita að lausnum til að ná efnahagslegum stöðugleika til framtíðar,“ segir Þorgerður um þessi drög. Þorgerður Katrín segir að ályktun síðasta landsfundar samræmist betur markmiði um efnahagslegan og peningalegan stöðugleika til frambúðar. „Það er ljóst að ályktun síðasta landsfundar var mjög opin og hún heldur valkostunum uppi á borðum. Þess vegna vona ég að það verði ekki lenska hjá flokknum mínum að fækka valkostum þjóðarinnar bæði í gjaldmiðilsmálum sem og öðrum málum.”
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira