Innlent

Mikið fjölmenni á Reykjavík Bacon Festival

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Reykjavík Bacon festival var haldin á Skólavörðustígnum í fimmta sinn í dag. Talið er að 40-50  þúsund manns hafi mætt á hátíðina.

Það var mikið fjör á Skólavörðustígnum í dag þegar aðdáendur beikons komu saman og gæddu sér á hinum ýmsu beikoninnblásnum réttum.

Af hverju beikonhátíð? „Það er bara vegna þess að beikon gerir lífið betra. Beikon er svo skemmtilegt,“ segir Árni Georgsson, talsmaður hátíðarinnar.

Hátíðin er haldin að erlendri fyrirmynd og hefur umfang hennar vaxið mikið hérlendis en á fyrstu hátíðinni hér mættu um 200 manns. 

Veitingastaðir buðu til sölu hina ýmsu beikonrétti í veitingatjöldum en ágóðinn rennur til góðs málefnis. Hugmyndafluginu var gefinn laus taumurinn og meðal annars mátti smakka beikon sushi, súkkulaðiköku með beikoni og beikondrykk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×