„Smiley“ sjóðandi heitt: Íslenskar stelpur gata húðflipann milli efri varar og tannholds Guðrún Ansnes skrifar 19. maí 2015 09:00 Írena Ösp Daníelsdóttir er ein þeirra sem hefur stokkið á trendið og segist sjá sífellt fleiri stelpur með smiley og er stöðugt spurð út í hennar. Hún segir Facebook loga af spurningum um þessar mundir, þar sem stelpurnar velta einkum fyrir sér hvort þetta sé sárt. Hún segir svo ekki vera. „Mig eiginlega bara að langaði að gera eitthvað klikkað,“ segir Marólína Fanney Friðfinnsdóttir sem hefur verið með „smiley“, eða bros bling, síðan í lok síðasta árs. „Mikið af vinkonum mínum er með þetta og margar í viðbót sem ég veit að langar,“ segir hún og bætir við að hún telji þetta vaxandi trend meðal stelpna. „Ég hef ekki séð neinn strák með svona,“ skýtur hún að.Marólína sér ekki eftir neinu og er afar sátt með sitt smiley. Hún hefur ekki stórar áhyggjur af glerungnum.fréttablaðið/ernirMarólína segir einn helsta kost þess að fá sér „smiley“ vera hve auðvelt er að stjórna sýnileika skartsins. „Ég nota stálpinna, sem er byrjunarpinninn, en mun svo skipta yfir í plastpinna síðar,“ svarar hún aðspurð um ótta við áhrif á tannheilsuna. Marólína segist ekki finna fyrir lokknum þannig séð, hvorki þegar hún borðar eða burstar tennnur. „Mér finnst þetta bara töff, og langaði í einhverja breytingu. Það er auðvelt að fela þetta ef maður kærir sig um það, “ segir hún en undirtrikar að ætli stelpur sér að fá sér smiley skulu þær fara á stofu. „alls ekki vera að baksa við þe þetta sjálfar, það gæti stútað á ykkur vörinni.“Vont að bursta„Mér fannst ekkert vont að fá mér gatið, myndi segja svona tíu sinnum minna vont en að bíta fast í tunguna,“ segir Elín Ásta Finnsdóttir.Elín Ásta varð að losa sig við pinnann, og leið ekki á löng uns gróið var fyrir gatið.Hún hefur þó þurft að taka sinn pinna úr. „Ég var alltaf svo aum þegar ég tók pinnann úr, og vont að bursta tennurnar og svoleiðis,“ útskýrir Elín, sem þykir þó „smiley“ verulega smart og því svekkjandi að geta ekki nýtt gatið. Elín tekur undir með Marólínu og segist geta ímyndað sér að smiley sé vaxandi trend vegna þess hve auðvelt er að stjórna hversu áberandi það er. „Mér finnst satt að segja sjálfri töluverðir fordómar fyrir svona götunum, fullorðið fólk og foreldrar eru oft með athugasemndir,“ segir hún og bætir við að þó sé greinilegt að fólk sé að verða opnara fyrir svona götunum.Sérfræðingur segir: „Við mælum alls ekki með þessu. Lokkur sem nuddast við tennurnar hefur eyðileggjandi áhrif á glerunginn til lengri tíma litið,“ segir Hallfríður Gunnsteinsdóttir tannlæknir. Hún segir stálpinnana hættulega glerungnum, og það sé mýta að tala um að plastpinnarnir séu hættulausir, þó þeir séu skárri. Hallfríður segist ekki hafa fengið mörg tilfelli inn á borð til sín þar sem „smiley“ sé farið að hafa slæm áhrif, enda um nokkuð nýtt trend að ræða. Hinsvegar hafi hún mikla reynslu af pinnum í tungum sem hafi haft afar slæmar afleiðingar, svo sem tannbrot og fleira. „Svona aðskotahlutir hafa alltaf afleiðingar á tennurnar okkar, þó svo þær komi ekki endilega í ljós strax.“ Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Mig eiginlega bara að langaði að gera eitthvað klikkað,“ segir Marólína Fanney Friðfinnsdóttir sem hefur verið með „smiley“, eða bros bling, síðan í lok síðasta árs. „Mikið af vinkonum mínum er með þetta og margar í viðbót sem ég veit að langar,“ segir hún og bætir við að hún telji þetta vaxandi trend meðal stelpna. „Ég hef ekki séð neinn strák með svona,“ skýtur hún að.Marólína sér ekki eftir neinu og er afar sátt með sitt smiley. Hún hefur ekki stórar áhyggjur af glerungnum.fréttablaðið/ernirMarólína segir einn helsta kost þess að fá sér „smiley“ vera hve auðvelt er að stjórna sýnileika skartsins. „Ég nota stálpinna, sem er byrjunarpinninn, en mun svo skipta yfir í plastpinna síðar,“ svarar hún aðspurð um ótta við áhrif á tannheilsuna. Marólína segist ekki finna fyrir lokknum þannig séð, hvorki þegar hún borðar eða burstar tennnur. „Mér finnst þetta bara töff, og langaði í einhverja breytingu. Það er auðvelt að fela þetta ef maður kærir sig um það, “ segir hún en undirtrikar að ætli stelpur sér að fá sér smiley skulu þær fara á stofu. „alls ekki vera að baksa við þe þetta sjálfar, það gæti stútað á ykkur vörinni.“Vont að bursta„Mér fannst ekkert vont að fá mér gatið, myndi segja svona tíu sinnum minna vont en að bíta fast í tunguna,“ segir Elín Ásta Finnsdóttir.Elín Ásta varð að losa sig við pinnann, og leið ekki á löng uns gróið var fyrir gatið.Hún hefur þó þurft að taka sinn pinna úr. „Ég var alltaf svo aum þegar ég tók pinnann úr, og vont að bursta tennurnar og svoleiðis,“ útskýrir Elín, sem þykir þó „smiley“ verulega smart og því svekkjandi að geta ekki nýtt gatið. Elín tekur undir með Marólínu og segist geta ímyndað sér að smiley sé vaxandi trend vegna þess hve auðvelt er að stjórna hversu áberandi það er. „Mér finnst satt að segja sjálfri töluverðir fordómar fyrir svona götunum, fullorðið fólk og foreldrar eru oft með athugasemndir,“ segir hún og bætir við að þó sé greinilegt að fólk sé að verða opnara fyrir svona götunum.Sérfræðingur segir: „Við mælum alls ekki með þessu. Lokkur sem nuddast við tennurnar hefur eyðileggjandi áhrif á glerunginn til lengri tíma litið,“ segir Hallfríður Gunnsteinsdóttir tannlæknir. Hún segir stálpinnana hættulega glerungnum, og það sé mýta að tala um að plastpinnarnir séu hættulausir, þó þeir séu skárri. Hallfríður segist ekki hafa fengið mörg tilfelli inn á borð til sín þar sem „smiley“ sé farið að hafa slæm áhrif, enda um nokkuð nýtt trend að ræða. Hinsvegar hafi hún mikla reynslu af pinnum í tungum sem hafi haft afar slæmar afleiðingar, svo sem tannbrot og fleira. „Svona aðskotahlutir hafa alltaf afleiðingar á tennurnar okkar, þó svo þær komi ekki endilega í ljós strax.“
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira