Innlent

Nauðsynlegt að vakta mengun

Útreikningar á gildi brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti fara nærri viðmiðunarmörkum.
Útreikningar á gildi brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti fara nærri viðmiðunarmörkum. Fréttablaðið/GVA
Vakta þarf magn brennisteins í andrúmslofti nærri íbúabyggð í Reykjanesbæ ef áform Thorsil um byggingu kísilmálmverksmiðju á svæðinu verða að veruleika. Þetta er mat Sigurðar Magnúsar Garðarssonar, prófessors í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands.

Skipulagsstofnun fékk Sigurð Magnús til að leggja óháð mat á útreikninga á dreifingu mengunar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem bárust Skipulagsstofnun um frummatsskýrslu um kísilver Thorsil í Helguvík sem Mannvit annaðist.

Óvissa er í útreikningum að mati Sigurðar Magnúsar og mun brennisteinsmengun líklega fara nálægt reglugerðarmörkum innan þynningarsvæðis.

Í niðurstöðu Sigurðar segir að miðað við þau gögn sem hafi verið lögð fram sé ekki ástæða til að ætla að samlegðaráhrif styrks brennisteinsdíoxíðs fari yfir reglugerðarmörk utan þynningarsvæðis. „Með hliðsjón af óvissu í útreikningum og reynslunni frá Grundartanga er rétt að íhuga hvort ekki eigi að sannreyna spárnar með vöktun eftir að rekstur hefst.“

Skipulagsstofnun á eftir að leggja mat á þau gögn sem fram eru komin vegna umhverfisþátta í Helguvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd Reykjanesbæjar frestaði í síðustu viku deiliskipulagsbreytingu í Helguvík og vill bíða niðurstöðu Skipulagsstofnunar. 


Tengdar fréttir

Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ binda vonir við að kísilmálmverksmiðjurnar sem eiga að rísa í Helguvík geti snúið rekstri Reykjaneshafnar við. Fyrirtækið skuldar 7,3 milljarða. United Silicon fær 50% afslátt af fasteignaskatti.

Gerir umhverfismat um eigin verkefni

Mannvit vann mat á umhverfisáhrifum kísilvers Thorsil. Gerði samning um hönnun verksmiðjunnar upp á hálfan milljarð í janúar. "Þarf að breyta lögum til að umhverfismat sé hafið yfir vafa,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×