Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í gær. Mynd/Víkurfréttir „Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“ Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
„Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira