Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar Haraldur Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í gær. Mynd/Víkurfréttir „Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“ Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
„Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vandamálum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæjarfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að skuldir Reykjaneshafnar nema um 7,3 milljörðum króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðaruppbyggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjármálum hafnarinnar og sveitarfélagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái fullum afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjárfestingarsamninga við bæði fyrirtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 prósenta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjárfestingarsamningar milli sveitarfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varðandi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæðinu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja væntingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“
Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira