Lífið

Jóhann Sigurðarson í Sjálfstæðu fólki

Samúel Karl Ólason skrifar
Jóhann Sigurðsson.
Jóhann Sigurðsson.
Næsti viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólk er einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar.  Maður bæði kvikmynda, leiksviðs og söngva.

Við erum að tala um engan annan en Jóa Sig, Jóhann Sigurðarson sem leikur eitt af aðalhlutverkum í frumsýningu helgarinnar í verkinu Billy Elliot í Borgarleikhúsinu.  Kolaverkamaður frá Norður Englandi sem á son sem þráir að dansa.

Við ræðum einnig í þættinum við konu Jóhanns, Guðrúnu Sesseliu Arnardóttur hæstaréttarlögmann dóttur Evrópumeistarans og lögmannsins Arnar Clausen.

Fyrri kona Jóhanns, Anna Jóna Jónsdóttir, lést á sínum tíma við hlið hans í hræðilegu bílslysi á Skúlagötunni í Reykjavík þegar drukkinn maður ók framan á bíl þeirra ljóslaus að næturlagi á öfugum vegarhelmingi.  Við rifjum upp þá dimmu daga.

Við fylgjum Jóhanni og núverandi konu hans í vinnuna bæði í leikhúsið og hæstarétt, í hesthúsið og um þann heim sem þau lifa og hrærast í. Sveitadrengurinn sem kom í bæinn og sigraði heiminn.

Þáttur sem enginn má missa af og hefst klukkan 19:10 í kvöld á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×