Enski boltinn

Ighalo sendi Watford upp í 7. sætið | Úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ighalo skorar sigurmark Watford.
Ighalo skorar sigurmark Watford. Vísir/Getty
Fimm leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Odion Ighalo heldur áfram að fara á kostum með Watford en Nígeríumaðurinn tryggði nýliðunum góðan útisigur á Sunderland með sínu 10. marki á tímabilinu.

Ighalo kom Watford yfir strax á 4. mínútu og þar við sat. Með sigrinum komst Watford upp í 7. sæti deildarinnar en liðið hefur komið flestum á óvart með spilamennsku sinni í vetur.

Það var aðeins eitt mark skorað þegar Crystal Palace og Southampton mættust á Selhurst Park.

Það gerði Yohan Cabaye á 38. mínútu en þetta var fimmta mark Frakkans í úrvalsdeildinni í vetur.

Lærisveinar Alans Pardew lyftu sér upp í 6. sætið með sigrinum en það gengur ekki jafn vel hjá Southampton sem hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.

Þá skildu West Ham og Stoke City jöfn á Boleyn Ground. Ekkert mark var skorað í leiknum en þetta var fjórða jafntefli West Ham í síðustu fimm leikjum.

Hamrarnir eru í 8. sæti með 24 stig en Stoke er þremur mætum neðar með 23 stig.

Úrslitin í dag:

Norwich 1-1 Everton

0-1 Romelu Lukaku (15.), 1-1 Wes Hoolahan (47.).

Man City 2-1 Swansea

1-0 Wilfried Bony (26.), 1-1 Bafetimbi Gomis (90.), 2-1 Yaya Touré (90+2).

Crystal Palace 1-0 Southampton

1-0 Yohan Cabaye (38.).

Sunderland 0-1 Watford

0-1 Odion Ighalo (4.).

West Ham 0-0 Stoke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×