Hagar sýknaðir vegna meintra kynþáttafordóma starfsmanna Bónuss Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:47 Fjölskylda fór fram á milljónir króna í bætur frá Högum eftir að starfsmenn Bónuss höfðu sakað hana um þjófnað úr verslun í Lóuhólum í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Haga af fimm milljóna króna skaðabótakröfu fjölskyldu eftir að starfsmenn Bónuss í Lóuhólum í Reykjavík stöðvuðu för fjölskyldunnar úr versluninni og sökuðu hana um þjófnað á hárlit í febrúar í fyrra. Um var að ræða konu, dóttur hennar, börn systur hennar og bróður konunnar. Þegar þau höfðu greitt fyrir vörurnar við afgreiðslukassann og voru á leið úr versluninni gengu þrír starfsmenn Bónuss á móti þeim með útréttar hendur og meinuðu þeim för úr versluninni.Flutti úr hverfinu eftir atvikið Þau voru í kjölfarið öll sökuð um að hafa stolið varningi og neydd til að tæma vasa sína. Var það gert við eitt afgreiðsluborðið fyrir framan fjölda viðskiptavina. Fór fjölskyldan úr yfirhöfnum sínum og tæmdi vasa sína og stóðu starfsmennirnir yfir þeim á meðan. Atburðarásin tók um það bil hálftíma og átti sér stað á álagstíma fyrir framan aðra viðskiptavini verslunarinnar. Konan sagði fyrir dómi að þessi atburður hefði ýtt undir að hún flutti úr hverfinu. Fjölskyldan vildi meina að starfsmennirnir hefðu hótað þeim ofbeldi og sakaði þá um frelsissviptingu og sagðist hafa upplifað þessi viðbrögð starfsmanna Bónuss sem kynþáttamismunun. Hafði hegðun fjölskyldunnar við snyrtivörurekka í versluninni vakið grunsemdir hjá starfsmönnum Bónuss og talið að hún hefði stolið hárlit. Síðar kom í ljós að umrædd vara fannst ekki í fórum þeirra og þeim frjálst að fara. Héraðsdómur Reykjavíkur mat það svo að háttsemi starfsmanna verslunarinnar að stöðva fjölskylduna og biðja hana um að víkja til hliðar og tæma vasa sína geti ekki talist til ofbeldis, hótunar né frelsissviptingar í skilningi almennra hegningarlaga. Þá vildi fjölskyldan meina að starfsmennirnir hefðu sært æru þeirra með því að hafa þjófkennt hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á það og segir í dómnum að ekki verði annað séð en að starfsmönnunum hafi borið skylda til að gera stefnendum grein fyrir því að hún lægi undir grun um þjófnað og með hvaða rökum.Töldu sig hafa orðið fyrir kynþáttafordómum Þá töldu konan og bróðirinn að afskipti starfsmannanna hafi meðal annars átt rót að rekja til kynþáttafordóma því engir aðrir voru stöðvaðir í versluninni vegna gruns um þjófnað. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði engin skjöl eða framburðir styðja frásögn konunnar og bróðurins. Var því fyrirtækið Hagar, sem rekur Bónus, sýknað af skaðabótakröfum fjölskyldunnar. Konan hafði farið fram á eina milljón króna í bætur frá fyrirtækinu. Þá fór hún einnig fram á eina milljón króna í bætur fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar. Systir konunnar gerði tveggja milljóna króna kröfu fyrir hönd ólögráða barna sinna og þá gerði bróðir konunnar milljón króna kröfu vegna málsins.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira