Svona var atburðarrásin þegar strokufangarnir voru handteknir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. júlí 2015 17:15 Lögreglan á Selfossi handtók mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi um hádegisbil í dag. Mennirnir fundust á Þingvöllum en það var tilkynning vegfaranda sem leiddi til þess að þeir fundust. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, lýsti atburðarrásinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Tilkynning barst frá vegfaranda sem hafði króað af mann í annarlegu ástandi við Þingvallavatn um klukkan hálf eitt.Lögregla var snör í snúninum og náði mönnunum við Valhallarstíg.Tvímenningarnir voru fluttir í fangaklefa á Selfossi og færðir í beinu framhaldi af því á Litla-Hraun.Mennirnir höfðu brotist inn í að minnsta kosti einn sumarbústað og á þeim fundust ýmsir munir sem lögregla hefur nú lagt hald á. Oddur segir það ekki liggja fyrir hvernig mennirnir komu sér á Þingvelli. Hvort einhver hafi verið með í ráðum sé óljóst en það sé í rannsókn. Aðspurður hvort þeir hafi sýnt mótspyrnu við handtökuna sagði hann svo ekki vera. Þvert á móti því þeir hafi verið afar prúðir. „Það er náttúrulega vont að láta ná sér svona. Þegar menn eru komnir í sinni afplánun á Kvíabryggju þá er svona talið almennt að þeir séu komnir á beinni braut og þetta er stórt fall fyrir unga menn að vera komnir aftur í þessa stöðu, inn á lokaðri vistun.“ Upp komst um flótta mannanna seint í gærkvöld þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Lögreglu var gert viðvart en engin formleg leit var sett af stað. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir málið litið alvarlegum augum. Verst sé þetta þó fyrir piltana sjálfa því þeir hafi haft mikilla hagsmuna að gæta. Nú verði þeir færðir í eingangrun og þurfi að ljúka afplánun á Litla-Hrauni.Viðtalið við Odd og Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað Höfðu vakið grun vegfarandans. 14. júlí 2015 13:50 Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Lögreglan á Selfossi handtók mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi um hádegisbil í dag. Mennirnir fundust á Þingvöllum en það var tilkynning vegfaranda sem leiddi til þess að þeir fundust. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, lýsti atburðarrásinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Tilkynning barst frá vegfaranda sem hafði króað af mann í annarlegu ástandi við Þingvallavatn um klukkan hálf eitt.Lögregla var snör í snúninum og náði mönnunum við Valhallarstíg.Tvímenningarnir voru fluttir í fangaklefa á Selfossi og færðir í beinu framhaldi af því á Litla-Hraun.Mennirnir höfðu brotist inn í að minnsta kosti einn sumarbústað og á þeim fundust ýmsir munir sem lögregla hefur nú lagt hald á. Oddur segir það ekki liggja fyrir hvernig mennirnir komu sér á Þingvelli. Hvort einhver hafi verið með í ráðum sé óljóst en það sé í rannsókn. Aðspurður hvort þeir hafi sýnt mótspyrnu við handtökuna sagði hann svo ekki vera. Þvert á móti því þeir hafi verið afar prúðir. „Það er náttúrulega vont að láta ná sér svona. Þegar menn eru komnir í sinni afplánun á Kvíabryggju þá er svona talið almennt að þeir séu komnir á beinni braut og þetta er stórt fall fyrir unga menn að vera komnir aftur í þessa stöðu, inn á lokaðri vistun.“ Upp komst um flótta mannanna seint í gærkvöld þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Lögreglu var gert viðvart en engin formleg leit var sett af stað. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir málið litið alvarlegum augum. Verst sé þetta þó fyrir piltana sjálfa því þeir hafi haft mikilla hagsmuna að gæta. Nú verði þeir færðir í eingangrun og þurfi að ljúka afplánun á Litla-Hrauni.Viðtalið við Odd og Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað Höfðu vakið grun vegfarandans. 14. júlí 2015 13:50 Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Tilkynning vegfaranda leiddi til handtöku strokufanga sem höfðu brotist inn í bústað Höfðu vakið grun vegfarandans. 14. júlí 2015 13:50
Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36
Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29