Innlent

Björguðu konu úr köldum sjó

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Atvikið átti sér stað stutt frá húsnæði ríkislögreglustjóra.
Atvikið átti sér stað stutt frá húsnæði ríkislögreglustjóra.
Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra björguðu konu úr sjónum við Sæbraut í gær.

Starfsmenn Ríkislögreglustjóra urðu varir við hróp og köll við húsnæði embættisins við Sæbraut í gær.

Sérsveitarmennirnir hlupu út og sáu konu um 50 metra frá landi í köldum sjónum.

Fólk á bakkanum hafði reynt að telja konuna af því að fara í sjóinn en án árangurs.

Sérsveitarmaður synti á eftir konunni sem gerði enga tilraun til að synda til lands. Sérsveitarmaðurinn synti björgunarsund með hana í land og sjúkraliðar voru kallaðir til að hlúa að henni.

Björgunarmenn höfðu ekki tíma til að klæðast þurrbúningi og þykir því mildi að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×