Innlent

Albert og Alda María bjóða sig fram til formennsku í Heimdalli

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalfundur félagsins fer fram þann 22. september næstkomandi.
Aðalfundur félagsins fer fram þann 22. september næstkomandi.
Albert Guðmundsson, 24 ára nemi við lagadeild HÍ, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, 25 ára nemi við sálfræðideild HÍ, hafa boðið sig fram til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Albert býður sig fram í embætti formanns og Alda María í embætti varaformanns.

Aðalfundur félagsins fer fram þann 22. september næstkomandi. Hörður Guðmundsson, frumkvöðull og stúdent, og Bryndís Bjarnadóttir stjórnmálafræðinemi hafa áður tilkynnt um framboð sitt.

Auk Alberts og Öldu Maríu bjóða tíu aðrir sig fram til stjórnarsetu, en listakynning framboðsins fer fram í kosningamiðstöð þess, að Ármúla 4 í Reykjavík í kvöld klukkan átta, þar sem boðið verður upp á veitingar.

„Framboðið sér fjölda tækifæra til að opna og efla starf félagsins og telur mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang að ungliðastarfi stjórnmálaflokka hvort sem það er til að læra, deila skoðunum eða kynnast öðru fólki sem vill leggja sitt af mörkum til að efla samfélagið. Ennfremur telur framboðið nauðsynlegt að Heimdallur leggi áherslu á að taka afstöðu til þeirra málefna sem brenna á ungu fólki í dag.

Ungt fólk á meira erindi upp á pallborðið en raunin er í dag, sama hvar á litrófi stjórnmálanna það stendur,“ segir í tilkynningu frá þeim Alberti og Öldu Maríu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×