Undanúrslitaleikirnir í NFL-deildinni eru framundan og þar verður öllu tjaldað.
Green Bay Packers er á leið til Seattle þar sem liðið mætir meistaraliði Seahawks.
Liðin mættust einnig í Seattle í opnunarleik tímabilsins og þá vann Seattle öruggan sigur, 36-16. Packers hefur lært af þeim leik.
Liðið mun fljúga til Seattle á föstudag eða degi fyrr en venjulega. Þjálfarinn Mike McCarthy segir að liðið muni ekki spila eins og í fyrsta leik tímabilsins.
Það er hausverkur fyrir Green Bay að leikstjórnandi liðsins er meiddur í kálfa og þar af leiðandi haltur. Þrátt fyrir það átti hann stórleik um síðustu helgi er Packers skellti Dallas Cowboys.
Rodgers verður betri með hverjum deginum og óttast ekki að þurfa að yfirgefa völlinn um helgina.
Leikmenn Packers fara snemma til Seattle

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn