Sport

Lyfti hálfu tonni á bikarmeistaramóti: „Á Íslandi þykir þetta frekar gott"

Anton Ingi Leifsson skrifar

Arnhildur Anna Árnadóttir, kraftlyftingarkona úr Gróttu, varð fyrsta konan til að lyfta yfir hálfu tonni, en þetta gerði hún á Bikarmóti Kraftlyftingarsambandi Íslands á Akureyri um síðustu helgi.

Arnhildur sem er aðeins 23 ára og 72 kíló lyfti samtals 513 kílóum á bikarmóti á Akureyri. Hún snaraði 200 kílóum í hnébeygju, 122.5 kílóum í bekkpressu og 190.5 kílóum í réttstöðulyftu.

„Það eru margar úti í heimi með þessar tölur, en hér á Íslandi þykir þetta frekar gott. Ég æfi sex sinnum í viku og hver æfing ekki minna en tveir klukkutímar," sagði Arnhildur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Arnhildur segir að mamma hennar hafi tekið hana með sér á sínar fyrstu æfingar. Arnhildur langaði að vera eins og mamma:

„Mér fannst hún mjög flott og langaði að verða sterk eins og hún. Ég vissi að ég gæti það."

Arnhildur stefnir á Evrópumeistaramótið í Tékklandi á næsta ári og einnig á heimsmeistaramótið í Orlando í Bandaríkjunum.

„Maður keppir til vinna. Það er bara þannig. Svo er hitt bara plús. Maður fer með því hugarfari í þetta að vinna."

Allt innslag Guðjóns má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×