Bakkaði rútan Þingholtsstrætið frá Bankastræti og alla leið að Laufásvegi því hvergi náði hún beygjunni í þröngum götum Þingholtsins.
Sjá einnig:Skiljanlegt að íbúum sé misboðið
„Munaði engu að ég fengi rútuna inn um stofugluggann og tók ég því myndband af atvikinu til að eiga fyrir tryggingafélagið ef rútan myndi rekast í heimili mitt,“ segir Halldór í Fésbókarfærslu. RÚV greindi fyrst frá.
Greinilegt er að Halldóri blöskrar viðbrögð lögreglumanns sem mætti á svæðið og bað hann um að slökkva á upptökunni.
Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram. Í kvöld þurfti risastór rúta að bakka í Þingholtsstræti frá Bankastræti alla leið...
Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015
Halldór segist hafa fylgt fyrirmælum lögreglumannsins í hvívetna. Hann hafi verið staddur inn á sinni eignarlóð, ekki verið fyrir neinum og alls ekki truflað lögreglu eða nokkurn annan við störf.
Í myndbandinu að neðan rökræðir Halldór við lögreglumanninn sem bannar honum að birta myndband af sér. Aðspurður hvaða lög meini honum að taka myndband á sinni einkalóð er fátt um svör hjá lögreglumanninum.
Posted by Halldor Bragason on Saturday, May 16, 2015
Sama rútan mætt aftur
Posted by Halldor Bragason on Sunday, May 17, 2015