Fatlaðir komist líka á klósett á hátíðum Ingvar Haraldsson skrifar 1. ágúst 2015 12:00 Ellen bendir á að kamrar fyrir hreyfihamlaða þurfi að vera rúmgóðir, með armstuðning og lítinn hæðarmun frá gólfi. fréttablaðið/amdri marínó „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilinn og spyrja – eru svona hátíðir fyrir alla eða fyrir suma?“ segir Bergur Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, um þá salernisaðstöðu sem hreyfihömluðum er oftar en ekki boðið upp á á bæjarátíðum á Íslandi. Bergur segir allt of algengt að ekki sé hugsað út í að fatlaðir hátíðargestir þurfi líka að fara á salernið. „Menn einhvern veginn búast ekki við að fatlað fólk sé að sækja slíkar hátíðir,“ segir Bergur.Bergur BenjamínssonÍ hans huga ætti að vera einfalt mál að leysa vandann. „Ef þú þarft að bóka Stuðmenn þarft þú líka að bóka stóran kamar. Þetta á bara að vera á listanum yfir það sem þarf að gera,“ segir Bergur. Fötluðum líði oftar en ekki eins og þeir séu skildir út undan þegar engin salernisaðstaða sé til staðar fyrir þá. „Það er þessi tilfinning sem enginn vill upplifa – að vera óvelkominn sem maður upplifir því miður – þegar maður lendir í einhverju svona. Það er rosalega leiðinlegt, það verður bara að segjast alveg eins og er,“ segir Bergur.Ellen CalmonEllen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að málið snúist um mannréttindi. „Þetta er spurning um að allir séu við sama borð settir,“ segir hún. Ellen segir allt of algengt að fatlaðir þurfi að fara inn á nærliggjandi veitingastaði og biðja um leyfi til að fara á salernið. „Þetta er partur af því að fatlað fólk sæki sína þjónustu á sama stað og allir aðrir. Ef það eru almenningssalerni eiga það að vera salerni fyrir alla, ekki suma,“ segir Ellen. Ellen bendir á að hreyfihamlaðir geti ekki notað hvaða salerni sem er. Þeir þurfi að hafa nægt gólfrými fyrir hjólastól, armstuðning og lítinn hæðarmun frá gólfi. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent bréf á öll sveitarfélög landsins þar sem brýnt er fyrir skipuleggjendum hátíða að tekið sé tillit til þarfa fatlaðs fólks þegar færanlegum salernum sé komið fyrir. „Sú hefur því miður ekki alltaf verið raunin,“ segir í bréfinu. Engin svör hafa enn borist við bréfinu að sögn Ellenar en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hafi tekið jákvætt í beiðni hennar og sagt að málið yrði tekið til skoðunar. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilinn og spyrja – eru svona hátíðir fyrir alla eða fyrir suma?“ segir Bergur Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, um þá salernisaðstöðu sem hreyfihömluðum er oftar en ekki boðið upp á á bæjarátíðum á Íslandi. Bergur segir allt of algengt að ekki sé hugsað út í að fatlaðir hátíðargestir þurfi líka að fara á salernið. „Menn einhvern veginn búast ekki við að fatlað fólk sé að sækja slíkar hátíðir,“ segir Bergur.Bergur BenjamínssonÍ hans huga ætti að vera einfalt mál að leysa vandann. „Ef þú þarft að bóka Stuðmenn þarft þú líka að bóka stóran kamar. Þetta á bara að vera á listanum yfir það sem þarf að gera,“ segir Bergur. Fötluðum líði oftar en ekki eins og þeir séu skildir út undan þegar engin salernisaðstaða sé til staðar fyrir þá. „Það er þessi tilfinning sem enginn vill upplifa – að vera óvelkominn sem maður upplifir því miður – þegar maður lendir í einhverju svona. Það er rosalega leiðinlegt, það verður bara að segjast alveg eins og er,“ segir Bergur.Ellen CalmonEllen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að málið snúist um mannréttindi. „Þetta er spurning um að allir séu við sama borð settir,“ segir hún. Ellen segir allt of algengt að fatlaðir þurfi að fara inn á nærliggjandi veitingastaði og biðja um leyfi til að fara á salernið. „Þetta er partur af því að fatlað fólk sæki sína þjónustu á sama stað og allir aðrir. Ef það eru almenningssalerni eiga það að vera salerni fyrir alla, ekki suma,“ segir Ellen. Ellen bendir á að hreyfihamlaðir geti ekki notað hvaða salerni sem er. Þeir þurfi að hafa nægt gólfrými fyrir hjólastól, armstuðning og lítinn hæðarmun frá gólfi. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent bréf á öll sveitarfélög landsins þar sem brýnt er fyrir skipuleggjendum hátíða að tekið sé tillit til þarfa fatlaðs fólks þegar færanlegum salernum sé komið fyrir. „Sú hefur því miður ekki alltaf verið raunin,“ segir í bréfinu. Engin svör hafa enn borist við bréfinu að sögn Ellenar en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hafi tekið jákvætt í beiðni hennar og sagt að málið yrði tekið til skoðunar.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira