„Svona lítil börn eiga ekkert að fá popp eða hnetur" Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2015 23:00 Hinn fjórtán mánaða gamli Böðvar Goði eftir aðgerðina á mánudag. Mynd/dagný Pétursdóttir „Hann er mjög fljótur að verða blár og stendur bara algjörlega á öndinni. Verður alveg skjannahvítur og fær bláar varir,“ segir Dagný Pétursdóttir, móðir hins 14 mánaða gamla Böðvars Goða sem var milli heims og helju á mánudag þegar poppbaun hrökk ofan í hann og sat sem tappi í hægra lunga hans. Var það til þess að bruna þurfti með drenginn á Landsspítalann í Reykjavík og aksturinn frá Borgarnesi hefði vart mátt vera lengri. Að sögn Dagnýjar brugðust þau foreldrar hans strax við um leið og grunur lék á að eitthvað hafi hrokkið ofan í hann og börðu á milli herðablaða hans. Hann hafi skömmu síðar tekið eðlilegan lit á ný og lagst til hvílu. „En eftir um klukkutíma vaknar hann, alveg friðlaus og byrjar fljótlega að hvítna aftur.“ Talið er að Böðvar hafi dregið andann að sér um leið og baunin er að fara niður hálsinn á honum með þeim afleiðingum að hún fer „vitlausa leið“ og þá sest hún ofan í hægri lungnapípuna að sögn Dagnýjar. Það hafi takmarkað gríðarlega súrefnisflæðið til lungans og segir hún að súrefnismettun Böðvars hafi verið komin niður í 20 prósent þegar á Barnaspítala Hringsins var komið. Dagný segir að erfiðlega hafi gengið að ná súrefnismettuninni upp, þrátt fyrir að Böðvari hafi verið gefið súrefni. Að lokum hafi þurft að sjúga baunina upp í gegnum kok drengsins.Ef að hluturinn kemst í kokhólk þá er hann hættulegur börnum.Mynd/neytendstofaDagný segist ekki hafa haft hugmynd um að baunir sem þessar gætu haft slík áhrif. Því vilji hún endilega miðla reynslu sinni til annarra. „Ég hef komist að því að þetta getur víst komið fyrir með svona baunir, sem og hnetur, en þetta er blessunarlega sjaldgæft,“ segir Dagný. Þó svo að baunirnar séu litlar og hafi takmörkuð áhrif á súrefnisflæðið einar og sér séu líka bólgurnar sem myndast í kringum aðskotahluti sem spili stóra rullu. Þó svo að Dagný hafi passað vel upp á poppið sem Böðvar hafi fengið, hafi til að mynda alltaf tekið það í tvennt svo að það væri nú örugglega ekki of stórt fyrir litla munninn, geta slysin alltaf gerst. Hún hafi rétt tekið augun af poppskálinni þegar Böðvar nældi sér í baunina. Ungum börnum gefið popp á öskudaginn Dagný segist vona að saga sín geti orðið öðrum víti til varnaðar. „Þegar börnin eru svona lítil þá eiga þau helst ekkert að vera að fá popp eða hnetur. Maður hefur reitt sig á kokhólk til að mæla stærð hluta sem börnin setja upp í sig og baun flýgur þar í gegn þannig að maður hafði bara alltaf trúað því að hún myndi skila sér eðlilega niður. Pínkulítið dót getur greinilega fests svona rækilega.“ Hún viti til þess að víða sé popp bannað á leikskólum en bendir á að ýmis fyrirtæki hafi boðið litlum börnum poppkorn á Öskudaginn í skiptum fyrir söng. Dagný vonar að það verði tekið til endurskoðunar. „Maður er líka fastur í því að þegar hrekkur ofan í börn eða þau kafna eins og í þessu tilviki að það sé allt í lagi með þau þegar öndunin er komin. Hann var byrjaður að anda og hjala og við héldum að hann myndi bara jafna sig á smá tíma. Því getur verið gott að ganga alveg úr skugga um að það sé ekkert ennþá fast þegar svona kemur fyrir,“ segir Dagný Pétursdóttir. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Hann er mjög fljótur að verða blár og stendur bara algjörlega á öndinni. Verður alveg skjannahvítur og fær bláar varir,“ segir Dagný Pétursdóttir, móðir hins 14 mánaða gamla Böðvars Goða sem var milli heims og helju á mánudag þegar poppbaun hrökk ofan í hann og sat sem tappi í hægra lunga hans. Var það til þess að bruna þurfti með drenginn á Landsspítalann í Reykjavík og aksturinn frá Borgarnesi hefði vart mátt vera lengri. Að sögn Dagnýjar brugðust þau foreldrar hans strax við um leið og grunur lék á að eitthvað hafi hrokkið ofan í hann og börðu á milli herðablaða hans. Hann hafi skömmu síðar tekið eðlilegan lit á ný og lagst til hvílu. „En eftir um klukkutíma vaknar hann, alveg friðlaus og byrjar fljótlega að hvítna aftur.“ Talið er að Böðvar hafi dregið andann að sér um leið og baunin er að fara niður hálsinn á honum með þeim afleiðingum að hún fer „vitlausa leið“ og þá sest hún ofan í hægri lungnapípuna að sögn Dagnýjar. Það hafi takmarkað gríðarlega súrefnisflæðið til lungans og segir hún að súrefnismettun Böðvars hafi verið komin niður í 20 prósent þegar á Barnaspítala Hringsins var komið. Dagný segir að erfiðlega hafi gengið að ná súrefnismettuninni upp, þrátt fyrir að Böðvari hafi verið gefið súrefni. Að lokum hafi þurft að sjúga baunina upp í gegnum kok drengsins.Ef að hluturinn kemst í kokhólk þá er hann hættulegur börnum.Mynd/neytendstofaDagný segist ekki hafa haft hugmynd um að baunir sem þessar gætu haft slík áhrif. Því vilji hún endilega miðla reynslu sinni til annarra. „Ég hef komist að því að þetta getur víst komið fyrir með svona baunir, sem og hnetur, en þetta er blessunarlega sjaldgæft,“ segir Dagný. Þó svo að baunirnar séu litlar og hafi takmörkuð áhrif á súrefnisflæðið einar og sér séu líka bólgurnar sem myndast í kringum aðskotahluti sem spili stóra rullu. Þó svo að Dagný hafi passað vel upp á poppið sem Böðvar hafi fengið, hafi til að mynda alltaf tekið það í tvennt svo að það væri nú örugglega ekki of stórt fyrir litla munninn, geta slysin alltaf gerst. Hún hafi rétt tekið augun af poppskálinni þegar Böðvar nældi sér í baunina. Ungum börnum gefið popp á öskudaginn Dagný segist vona að saga sín geti orðið öðrum víti til varnaðar. „Þegar börnin eru svona lítil þá eiga þau helst ekkert að vera að fá popp eða hnetur. Maður hefur reitt sig á kokhólk til að mæla stærð hluta sem börnin setja upp í sig og baun flýgur þar í gegn þannig að maður hafði bara alltaf trúað því að hún myndi skila sér eðlilega niður. Pínkulítið dót getur greinilega fests svona rækilega.“ Hún viti til þess að víða sé popp bannað á leikskólum en bendir á að ýmis fyrirtæki hafi boðið litlum börnum poppkorn á Öskudaginn í skiptum fyrir söng. Dagný vonar að það verði tekið til endurskoðunar. „Maður er líka fastur í því að þegar hrekkur ofan í börn eða þau kafna eins og í þessu tilviki að það sé allt í lagi með þau þegar öndunin er komin. Hann var byrjaður að anda og hjala og við héldum að hann myndi bara jafna sig á smá tíma. Því getur verið gott að ganga alveg úr skugga um að það sé ekkert ennþá fast þegar svona kemur fyrir,“ segir Dagný Pétursdóttir.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira