Super Bowl leikmannakynning: Russell Wilson Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 22:30 Russell Wilson hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma. vísir/getty Super Bowl, stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, fer fram á sunnudagskvöldið. Þar mætast að þessu sinni ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og þrefaldir meistarar New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála. Í aðdraganda leiksins um Vísir hita vel upp fyrir leikinn, meðal annars með leikmannakynningum sem hefjast í dag. Fyrstir á dagskrá eru leikstjórnendurnir og nú er komið að Russell Wilson, leikstjórnanda Seattle Seahawks.Sjá einnig:Tom Brady Vertu með í veislunni á sunnudaginn og taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassmerkinu #NFLÍsland. Þeir sem verða með Super Bowl-veislur eru hvattir til að senda inn myndir sem verða birtar í útsendingunni. Hver verður með bestu veisluna?Wilson ræðir við fjölmiðla í gær.vísir/gettyNafn: Russell WilsonAldur: 26 áraFrá: Cincinatti í OhioHáskóli: NC State og WisconsinNýliðaval: Valinn nr. 75 í 3. umferðHelstu afrek: Super Bowl-meistari (2013), NFC-meistari (2013 og 2014), nýliði ársins (2012), tvisvar sinnum valinn í stjörnuliðið. Russell Wilson hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma í NFL-deildinni. Eins og með Tom Brady bjóst enginn við því að hann myndi gera svona mikill usla í NFL - það er að segja enginn nema hann. Eins og Brady hefur Wilson óbilandi trú á sjálfum sér og Guð sínum, sem hann virðist stundum vera í beinu sambandi við. Wilson spilaði ekki menntaskólabolta í Cincinatti heldur fór hann í einkaskóla í Richmond í Virginíuríki. Faðir hans, lögfræðingur sem lést árið 2010, vildi bara það besta fyrir son sinn og sendi hann í skóla sem gerði hann tilbúnari fyrir háskóla. Í menntaskóla fór Wilson á kostum og var valinn í öll All American-lið sem til eru.Russell Wilson lyfti þeim stóra í fyrra.vísir/gettyAuk þess að vera öflugur í amerískum fótbolta var, og er, Wilson góður hafnaboltamaður. Hann var valinn tvisvar í nýliðavalinu í MLB-deildinni en spilaði aldrei leik. Hann ákvað þó, í janúar 2011, að fara með MLB-liðinu Colorado Rockies í æfingabúðir. Hann hafði spilað í fjögur ár með North Carolina State-háskólanum en átti eitt ár eftir þar sem hann sat á bekknum allt fyrsta árið sitt. Þjálfarinn hans var aldrei fyllilega sáttur við hvað Wilson var að spila mikinn hafnabolta og eftir mikið jappl, jaml og fuður fyrir lokaárið hans var Wilson leystur undan skólastyrk. Wilson spilaði síðasta árið sitt í háskóla með Wisconsin Badgers þar sem hann var valinn besti leikstjórnandi Big 10-deildarinnar bæði af þjálfurum hennar og fjölmiðlum. Hann setti met yfir flestar stoðsendingar á einu tímabili hjá Wisconsin og átti næst flestar í sögu Big 10.Pete Carroll hefur ekki séð eftir því að veðja á Wilson.vísir/gettyÞrátt fyrir að spila aðeins eitt ár með Wisconsin á móti fjórum með NC State kennir Wilson sig við Wisconsin-háskólann. Þegar sjónvarpsstöðin NBC kynnir byrjunarliðin í hverjum leik sem hún sýnir á sunnudagskvöldum koma leikmennirnir á skjáinn og segja hvað þeir heita og fyrir hvaða háskóla þeir spiluðu. "Russell Wilson, stoltur greifingi," segir Wilson og vitnar til Badgers, Wisconsins-liðsins. NBC sýnir einmitt Superbowl í ár þannig hægt verður að sjá þetta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wilson var valinn númer 75 í þriðju umferð nýliðavalsins af Seattle Seahawks sem var nýbúið að gera 20 milljóna dala samning við leikstjórnandann Matt Flynn. Það kom mörgum á óvart að Pete Carroll, þjálfari Seattle, skyldi nota valrétt sinn í þriðju umferð í annan leikstjórnanda. En Pete Carroll hefur aldrei farið hefðbundnar leiðir á sínum ferli. Og hann hélt áfram að koma á óvart þegar hann gerði nýliðann að aðalmanninum. Það heldur betur borgaði sig því Wilson fór með liðið í úrslitakeppnina á fyrsta ári, vann Super Bowl í fyrra og er kominn aftur í Superbowl núna.Wilson valdi rétt með að sleppa hafnaboltanum.vísir/gettyRétt eins og Tom Brady hefur Wilson fengið tækifæri til að blómstra í byrjun síns ferils í liði með frábæra vörn. En rétt eins og með Tom Brady skal enginn taka neitt af Wilson þó Seattle-liðið sé aðallega kennt við sína ótrúlegu vörn. Wilson er sigurvegari. Hann sendi nokkrum NFL-liðum handskrifað bréf fyrir nýliðavalið þar sem hann tjáði þeim að ef þau myndu velja hann myndu þau vinna Super Bowl. Og hann var ekkert að grínast. Wilson er sérstakur strákur sem ímyndar sér gjarnan hluti sem hann vill að gerist í framtíðinni og hingað til hefur það allt gengið upp. Nú þarf hann bara að komast í gegnum Tom Brady til að gera það aftur það sem alla dreymir um að gera einu sinni: Vinna Super Bowl.Ekki missa af Super Bowl og öllu hinu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 - allt í leiftrandi háskerpu. Kynntu þér nýja sportpakka á 365.is. NFL Tengdar fréttir Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Super Bowl 2015 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Vísir hitar upp fyrir stóru stundina. 28. janúar 2015 13:10 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Super Bowl, stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, fer fram á sunnudagskvöldið. Þar mætast að þessu sinni ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og þrefaldir meistarar New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála. Í aðdraganda leiksins um Vísir hita vel upp fyrir leikinn, meðal annars með leikmannakynningum sem hefjast í dag. Fyrstir á dagskrá eru leikstjórnendurnir og nú er komið að Russell Wilson, leikstjórnanda Seattle Seahawks.Sjá einnig:Tom Brady Vertu með í veislunni á sunnudaginn og taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassmerkinu #NFLÍsland. Þeir sem verða með Super Bowl-veislur eru hvattir til að senda inn myndir sem verða birtar í útsendingunni. Hver verður með bestu veisluna?Wilson ræðir við fjölmiðla í gær.vísir/gettyNafn: Russell WilsonAldur: 26 áraFrá: Cincinatti í OhioHáskóli: NC State og WisconsinNýliðaval: Valinn nr. 75 í 3. umferðHelstu afrek: Super Bowl-meistari (2013), NFC-meistari (2013 og 2014), nýliði ársins (2012), tvisvar sinnum valinn í stjörnuliðið. Russell Wilson hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma í NFL-deildinni. Eins og með Tom Brady bjóst enginn við því að hann myndi gera svona mikill usla í NFL - það er að segja enginn nema hann. Eins og Brady hefur Wilson óbilandi trú á sjálfum sér og Guð sínum, sem hann virðist stundum vera í beinu sambandi við. Wilson spilaði ekki menntaskólabolta í Cincinatti heldur fór hann í einkaskóla í Richmond í Virginíuríki. Faðir hans, lögfræðingur sem lést árið 2010, vildi bara það besta fyrir son sinn og sendi hann í skóla sem gerði hann tilbúnari fyrir háskóla. Í menntaskóla fór Wilson á kostum og var valinn í öll All American-lið sem til eru.Russell Wilson lyfti þeim stóra í fyrra.vísir/gettyAuk þess að vera öflugur í amerískum fótbolta var, og er, Wilson góður hafnaboltamaður. Hann var valinn tvisvar í nýliðavalinu í MLB-deildinni en spilaði aldrei leik. Hann ákvað þó, í janúar 2011, að fara með MLB-liðinu Colorado Rockies í æfingabúðir. Hann hafði spilað í fjögur ár með North Carolina State-háskólanum en átti eitt ár eftir þar sem hann sat á bekknum allt fyrsta árið sitt. Þjálfarinn hans var aldrei fyllilega sáttur við hvað Wilson var að spila mikinn hafnabolta og eftir mikið jappl, jaml og fuður fyrir lokaárið hans var Wilson leystur undan skólastyrk. Wilson spilaði síðasta árið sitt í háskóla með Wisconsin Badgers þar sem hann var valinn besti leikstjórnandi Big 10-deildarinnar bæði af þjálfurum hennar og fjölmiðlum. Hann setti met yfir flestar stoðsendingar á einu tímabili hjá Wisconsin og átti næst flestar í sögu Big 10.Pete Carroll hefur ekki séð eftir því að veðja á Wilson.vísir/gettyÞrátt fyrir að spila aðeins eitt ár með Wisconsin á móti fjórum með NC State kennir Wilson sig við Wisconsin-háskólann. Þegar sjónvarpsstöðin NBC kynnir byrjunarliðin í hverjum leik sem hún sýnir á sunnudagskvöldum koma leikmennirnir á skjáinn og segja hvað þeir heita og fyrir hvaða háskóla þeir spiluðu. "Russell Wilson, stoltur greifingi," segir Wilson og vitnar til Badgers, Wisconsins-liðsins. NBC sýnir einmitt Superbowl í ár þannig hægt verður að sjá þetta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wilson var valinn númer 75 í þriðju umferð nýliðavalsins af Seattle Seahawks sem var nýbúið að gera 20 milljóna dala samning við leikstjórnandann Matt Flynn. Það kom mörgum á óvart að Pete Carroll, þjálfari Seattle, skyldi nota valrétt sinn í þriðju umferð í annan leikstjórnanda. En Pete Carroll hefur aldrei farið hefðbundnar leiðir á sínum ferli. Og hann hélt áfram að koma á óvart þegar hann gerði nýliðann að aðalmanninum. Það heldur betur borgaði sig því Wilson fór með liðið í úrslitakeppnina á fyrsta ári, vann Super Bowl í fyrra og er kominn aftur í Superbowl núna.Wilson valdi rétt með að sleppa hafnaboltanum.vísir/gettyRétt eins og Tom Brady hefur Wilson fengið tækifæri til að blómstra í byrjun síns ferils í liði með frábæra vörn. En rétt eins og með Tom Brady skal enginn taka neitt af Wilson þó Seattle-liðið sé aðallega kennt við sína ótrúlegu vörn. Wilson er sigurvegari. Hann sendi nokkrum NFL-liðum handskrifað bréf fyrir nýliðavalið þar sem hann tjáði þeim að ef þau myndu velja hann myndu þau vinna Super Bowl. Og hann var ekkert að grínast. Wilson er sérstakur strákur sem ímyndar sér gjarnan hluti sem hann vill að gerist í framtíðinni og hingað til hefur það allt gengið upp. Nú þarf hann bara að komast í gegnum Tom Brady til að gera það aftur það sem alla dreymir um að gera einu sinni: Vinna Super Bowl.Ekki missa af Super Bowl og öllu hinu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 - allt í leiftrandi háskerpu. Kynntu þér nýja sportpakka á 365.is.
NFL Tengdar fréttir Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Super Bowl 2015 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Vísir hitar upp fyrir stóru stundina. 28. janúar 2015 13:10 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Super Bowl 2015 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Vísir hitar upp fyrir stóru stundina. 28. janúar 2015 13:10