Erlendir aðdáendur spreyta sig á Ásgeiri Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2015 09:30 Ásgeir Trausti er þessa dagana að semja nýtt efni. „Okkur fannst skemmtilegra að gera þetta á íslensku, það er líka enn skemmtilegt fyrir erlendu aðdáendurna að fá að spreyta sig á íslenskunni,“ segir María Rut Hallgrímsdóttir, umboðsmaður Ásgeir Trausta, en um þessar mundir eru textamyndbönd við öll lögin á plötunni Dýrð í dauðaþögn að fara á netið. Eitt til tvö textamyndbönd fara inn á viku. „Þetta eru svona bakgrunnsmyndbönd sem Ásgeir notaði á tónleikaferðalaginu sínu. Það má alveg segja að við séum að endurnýta myndböndin,“ bætir María Rut við og hlær. Tvö myndbönd eru þegar komin á netið og er fólk byrjað að kommentera og greinilega byrjað að spreyta sig á íslenskunni. Framleiðslufyrirtækið Sitrus býr til myndböndin og sér Máni Sigfússon um að leikstýra.Ásgeir lauk nýverið við tónleikaferð um Ástralíu. Hér er hann að gefa kengúru að borða í sama landi.Það er nóg að gera hjá Ásgeiri um þessar mundir, hann vinnur nú hörðum höndum að því að semja nýtt efni og þá ætlar hann að spila á Esjunni ásamt hljómsveit sinni á morgun. Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini, frítt er inn og allir velkomnir. Herlegheitin byrja undir berum himni klukkan 18, en þá þeytir Dj Yamaho skífum en klukkan 20, stígur Ásgeir á svið og gefur forsmekkinn af tónleikum sínum sem verða í Hörpu þann 16. júní. Þyrluþjónustan Helo verður með þyrlur á staðnum og geta tónleikagestir flogið upp að tónleikasvæðinu frá Esjurótum, gegn gjaldi. Þetta er í annað skipti sem Nova og Helo halda tónleika á Esjunni. Ásgeir Trausti og hljómsveit hafa undanfarin rúm tvö ár verið á flakki um heiminn til að fylgja eftir útgáfu plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Þau eru nýkomin heim af tónleikaferðalagi um Ástralíu með bresku hljómsveitinni Alt-J. Tengdar fréttir Svona er tónleikaferð Ásgeirs um heiminn 9. maí 2015 12:00 Ásgeir Trausti í Ástralíu Tónlistarmaðurinn vinsæli Ásgeir Trausti er staddur í Ástralíu ásamt hljómsveit sinni en félagarnir eru á tónleikaferðalagi og munu á næstu dögum spila fyrir um 40.000 manns í fimm borgum þar í landi. 8. maí 2015 16:27 Ásgeir Trausti heldur tónleika á Esjunni Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini á föstudaginn, frítt er inn og allir velkomnir. 27. maí 2015 18:17 Útlendingar keppast um miða Ásgeir Trausti heldur tónleika í Hörpu 16. júní og keppast útlendingar um miða. 30. apríl 2015 09:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
„Okkur fannst skemmtilegra að gera þetta á íslensku, það er líka enn skemmtilegt fyrir erlendu aðdáendurna að fá að spreyta sig á íslenskunni,“ segir María Rut Hallgrímsdóttir, umboðsmaður Ásgeir Trausta, en um þessar mundir eru textamyndbönd við öll lögin á plötunni Dýrð í dauðaþögn að fara á netið. Eitt til tvö textamyndbönd fara inn á viku. „Þetta eru svona bakgrunnsmyndbönd sem Ásgeir notaði á tónleikaferðalaginu sínu. Það má alveg segja að við séum að endurnýta myndböndin,“ bætir María Rut við og hlær. Tvö myndbönd eru þegar komin á netið og er fólk byrjað að kommentera og greinilega byrjað að spreyta sig á íslenskunni. Framleiðslufyrirtækið Sitrus býr til myndböndin og sér Máni Sigfússon um að leikstýra.Ásgeir lauk nýverið við tónleikaferð um Ástralíu. Hér er hann að gefa kengúru að borða í sama landi.Það er nóg að gera hjá Ásgeiri um þessar mundir, hann vinnur nú hörðum höndum að því að semja nýtt efni og þá ætlar hann að spila á Esjunni ásamt hljómsveit sinni á morgun. Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini, frítt er inn og allir velkomnir. Herlegheitin byrja undir berum himni klukkan 18, en þá þeytir Dj Yamaho skífum en klukkan 20, stígur Ásgeir á svið og gefur forsmekkinn af tónleikum sínum sem verða í Hörpu þann 16. júní. Þyrluþjónustan Helo verður með þyrlur á staðnum og geta tónleikagestir flogið upp að tónleikasvæðinu frá Esjurótum, gegn gjaldi. Þetta er í annað skipti sem Nova og Helo halda tónleika á Esjunni. Ásgeir Trausti og hljómsveit hafa undanfarin rúm tvö ár verið á flakki um heiminn til að fylgja eftir útgáfu plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Þau eru nýkomin heim af tónleikaferðalagi um Ástralíu með bresku hljómsveitinni Alt-J.
Tengdar fréttir Svona er tónleikaferð Ásgeirs um heiminn 9. maí 2015 12:00 Ásgeir Trausti í Ástralíu Tónlistarmaðurinn vinsæli Ásgeir Trausti er staddur í Ástralíu ásamt hljómsveit sinni en félagarnir eru á tónleikaferðalagi og munu á næstu dögum spila fyrir um 40.000 manns í fimm borgum þar í landi. 8. maí 2015 16:27 Ásgeir Trausti heldur tónleika á Esjunni Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini á föstudaginn, frítt er inn og allir velkomnir. 27. maí 2015 18:17 Útlendingar keppast um miða Ásgeir Trausti heldur tónleika í Hörpu 16. júní og keppast útlendingar um miða. 30. apríl 2015 09:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Ásgeir Trausti í Ástralíu Tónlistarmaðurinn vinsæli Ásgeir Trausti er staddur í Ástralíu ásamt hljómsveit sinni en félagarnir eru á tónleikaferðalagi og munu á næstu dögum spila fyrir um 40.000 manns í fimm borgum þar í landi. 8. maí 2015 16:27
Ásgeir Trausti heldur tónleika á Esjunni Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini á föstudaginn, frítt er inn og allir velkomnir. 27. maí 2015 18:17
Útlendingar keppast um miða Ásgeir Trausti heldur tónleika í Hörpu 16. júní og keppast útlendingar um miða. 30. apríl 2015 09:00