Tannlæknir segir sítrónuvatn verra fyrir tennurnar en gosdrykkir Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. desember 2015 10:20 „Á rannsóknarstofum hefur það alltaf komið þannig út að ávaxtasafar eru verri en gosdrykkir, en síðan í raunveruleikanum voru gosdrykkir að koma verr út. En það var áður en menn fóru að drekka sítrónusafa að staðaldri,“ segir Hrönn. Vísir/Getty Tannlæknirinn Hrönn Róbertsdóttir segir sítrónuvatn verra en gosdrykki fyrir tennurnar. Heilsugúrúar og hinir ýmsu kúrar hafa mælt með neyslu sítrónuvatns um árabil. Hrönn var gestur útvarpsþáttarins í Bítið í morgun. „Já, nú eru hlutirnir að breytast og fólk þarf að passa betur upp á tennurnar sínar. Hlutirnir eru að breytast þannig að fólk er að halda tönnunum út ævina. Þá fer slit og eyðing á tönnum að skipta miklu meira máli. Og nú, eins og með þessa drykkju á sítrónuvatni, þá erum við tannlæknar að fá inn nýjan hóp – það er heilbrigða fólkið. Frá 35 til 55 ára með mikla glerungseyðingu. Sítróna er með sýrustig frá 2-3 en munnurinn er um 7 í pH gildi. Hættustig munnsins er 5,5 sýrustig þannig að allir drykkir sem eru undir því eru glerungseyðandi. Til dæmis í samanburði við sítrónu eru gosdrykkir, 3 til 4 í sýrustigi. Sítróna er mun súrari en það. Þannig að í raun og veru er sítrónuvatnið verra en gosdrykkir fyrir tennurnar? „Já, í raun og veru. Á rannsóknarstofum hefur það alltaf komið þannig út að ávaxtasafar eru verri en gosdrykkir, en síðan í raunveruleikanum voru gosdrykkir að koma verr út. En það var áður en menn fóru að drekka sítrónusafa að staðaldri. Það eru neysluvenjur sem skipta máli í þessu samhengi.“ Hrönn segir ekki gott að drekka gos og láta aldrei líða meira en 10 eða fimmtán mínútur á milli þess sem þú færð þér sopa. „Þá nær líkaminn aldrei að lagfæra sýrustigið upp yfir 5,5. Þannig að áhrifin sem að lágt sýrustig hefur, vara miklu lengur en akkúrat þegar maður er að drekka það.“ Er galdurinn að vera nægilega snöggur að drekka gosið? Eða sítrónuvatnið? „Já, það er það. Svo er annað. Ef þú ert að drekka heitt sítrónuvatn, þá hefur það meiri áhrif. Fólk finnur það alveg, tennurnar verða mattar. Sem tannlæknir set ég inn fyllingar og þegar ég undirbý það, til að fá bindingu, þá nota ég sýru. Ég nota hana í 5-15 sekúndur og það er alveg nóg. Þannig að áhrifin eru mikil. Sérstaklega þegar um er að ræða svona langtímaneyslu.“ Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Tannlæknirinn Hrönn Róbertsdóttir segir sítrónuvatn verra en gosdrykki fyrir tennurnar. Heilsugúrúar og hinir ýmsu kúrar hafa mælt með neyslu sítrónuvatns um árabil. Hrönn var gestur útvarpsþáttarins í Bítið í morgun. „Já, nú eru hlutirnir að breytast og fólk þarf að passa betur upp á tennurnar sínar. Hlutirnir eru að breytast þannig að fólk er að halda tönnunum út ævina. Þá fer slit og eyðing á tönnum að skipta miklu meira máli. Og nú, eins og með þessa drykkju á sítrónuvatni, þá erum við tannlæknar að fá inn nýjan hóp – það er heilbrigða fólkið. Frá 35 til 55 ára með mikla glerungseyðingu. Sítróna er með sýrustig frá 2-3 en munnurinn er um 7 í pH gildi. Hættustig munnsins er 5,5 sýrustig þannig að allir drykkir sem eru undir því eru glerungseyðandi. Til dæmis í samanburði við sítrónu eru gosdrykkir, 3 til 4 í sýrustigi. Sítróna er mun súrari en það. Þannig að í raun og veru er sítrónuvatnið verra en gosdrykkir fyrir tennurnar? „Já, í raun og veru. Á rannsóknarstofum hefur það alltaf komið þannig út að ávaxtasafar eru verri en gosdrykkir, en síðan í raunveruleikanum voru gosdrykkir að koma verr út. En það var áður en menn fóru að drekka sítrónusafa að staðaldri. Það eru neysluvenjur sem skipta máli í þessu samhengi.“ Hrönn segir ekki gott að drekka gos og láta aldrei líða meira en 10 eða fimmtán mínútur á milli þess sem þú færð þér sopa. „Þá nær líkaminn aldrei að lagfæra sýrustigið upp yfir 5,5. Þannig að áhrifin sem að lágt sýrustig hefur, vara miklu lengur en akkúrat þegar maður er að drekka það.“ Er galdurinn að vera nægilega snöggur að drekka gosið? Eða sítrónuvatnið? „Já, það er það. Svo er annað. Ef þú ert að drekka heitt sítrónuvatn, þá hefur það meiri áhrif. Fólk finnur það alveg, tennurnar verða mattar. Sem tannlæknir set ég inn fyllingar og þegar ég undirbý það, til að fá bindingu, þá nota ég sýru. Ég nota hana í 5-15 sekúndur og það er alveg nóg. Þannig að áhrifin eru mikil. Sérstaklega þegar um er að ræða svona langtímaneyslu.“
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira