Töluverð hætta af völdum grýlukerta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2015 15:00 vísir/gva Mikið hefur verið hringt inn til lögreglu í dag og kvartað undan hættu af völdum grýlukerta. Lögreglan beinir því þeim tilmælum til húseigenda að hreinsa grýlukerti af húsum sínum þannig að þau detti ekki og valdi skaða á mönnum og/eða dýrum. Þá er fólk jafnframt varað við snjóhengjum fram af húsþökum sem geta hrunið niður þegar minnst varir, en þær geta orðið talsvert þungar og því varasamar. Hættan er óvenju mikil við þessar aðstæður sem nú eru og að ýmsu að hyggja, að sögn Ólafs Inga Grettissonar hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er á ábyrgð húseigenda að passa upp á að tryggja öryggi vegfarenda í kringum eignir sínar. Grýlukertin eru mikil núna og það þarf að passa að hreinsa þau í burtu,“ segir Ólafur. Hafi fólk ekki tök á að hreinsa þau burtu sjálf sé best að hafa samband við þar til bæra aðila. „Hér áður fyrr vorum við hjá slökkviliðinu aðeins að aðstoða við þetta en það er liðin tíð. Þannig að þeir sem ekki ná þessu ekki með prikum eða einhverjum stikum þá verða menn bara að hafa samband við verktaka. Það eru aðilar með körfubíla og slíkt sem geta komið og aðstoðað.“ Þá hvetur hann fólk til að fylgjast vel með. „Fólk ætti að líta aðens upp fyrir sig á gangi á gangstéttum. Ef það eru stór og mikil grýlukerti fyrir ofan þá ætti það ekki að vera mikið undir þeim heldur frekar fara á gangstéttina hinum megin. Það væri svo sem ekkert verra að banka á hurðina hjá húseigendum og láta vita hvað er í gangi,“ segir Ólafur. Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Mikið hefur verið hringt inn til lögreglu í dag og kvartað undan hættu af völdum grýlukerta. Lögreglan beinir því þeim tilmælum til húseigenda að hreinsa grýlukerti af húsum sínum þannig að þau detti ekki og valdi skaða á mönnum og/eða dýrum. Þá er fólk jafnframt varað við snjóhengjum fram af húsþökum sem geta hrunið niður þegar minnst varir, en þær geta orðið talsvert þungar og því varasamar. Hættan er óvenju mikil við þessar aðstæður sem nú eru og að ýmsu að hyggja, að sögn Ólafs Inga Grettissonar hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er á ábyrgð húseigenda að passa upp á að tryggja öryggi vegfarenda í kringum eignir sínar. Grýlukertin eru mikil núna og það þarf að passa að hreinsa þau í burtu,“ segir Ólafur. Hafi fólk ekki tök á að hreinsa þau burtu sjálf sé best að hafa samband við þar til bæra aðila. „Hér áður fyrr vorum við hjá slökkviliðinu aðeins að aðstoða við þetta en það er liðin tíð. Þannig að þeir sem ekki ná þessu ekki með prikum eða einhverjum stikum þá verða menn bara að hafa samband við verktaka. Það eru aðilar með körfubíla og slíkt sem geta komið og aðstoðað.“ Þá hvetur hann fólk til að fylgjast vel með. „Fólk ætti að líta aðens upp fyrir sig á gangi á gangstéttum. Ef það eru stór og mikil grýlukerti fyrir ofan þá ætti það ekki að vera mikið undir þeim heldur frekar fara á gangstéttina hinum megin. Það væri svo sem ekkert verra að banka á hurðina hjá húseigendum og láta vita hvað er í gangi,“ segir Ólafur.
Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira