Nýtt og stórkostlegt líf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. janúar 2015 10:00 Nýr þankagangur "Hún bræðir mig alveg,“ segir Siv og veltir því fyrir sér hvað það er sem gerist þegar ömmubörnin breyta þankaganginum og þroskanum. "Ég held að maður skynji betur hvað það er magnað þegar nýtt, stórkostlegt líf verður til og hvað maður er sjálfur lítill hluti af þessari stóru, löngu kynslóðakeðju.“ visir/ernir Siv er með skrifstofu í velferðarráðuneytinu við Tryggvagötu þaðan sem hún stýrir velferðarvaktinni. Hlutverk hennar er að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Sérstaklega á hún að beina sjónum að efnalitlum barnafjölskyldum og þeim sem búa við sára fátækt. Velferðarvaktin er ráðgefandi fyrir stjórnvöld og skilar reglulega skýrslum til ráðherra. „Þetta er mjög mikilvægt og vandmeðfarið verkefni. Sem alþingismaður og ráðherra kynntist ég vissulega fólki sem átti við mikinn vanda að stríða og var alltaf að kryfja og greina hvað var að gerast í samfélaginu en velferðarvaktin er öðruvísi því ég er í meiri nánd við fólk sem hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm og upptekin af jöfnuði og réttlæti, að það eigi að ríkja jöfnuður í samfélagi. Ég vil ekki búa í samfélagi misskiptingar,“ segir Siv og spyr hvort flestir séu ekki uppteknir af félagslegri velferð fólks. Hún hefur kynnst sjálfboðastarfi Mæðrastyrksnefndar og prófað að taka þátt í úthlutun nefndarinnar á mat og öðrum nauðþurftum fyrir jól. Hún segir talsverða reynslu felast í því að mæta fólki sem á í vanda. „Svo hef ég í gegnum störf mín að heilbrigðis- og félagsmálum farið mjög víða um samfélagið og kynnst fólki í ýmiss konar vanda. Ég er mjög ánægð með að fá að nýta kraftana í þetta mikilvæga verkefni. Mér finnst það heiður og er auðmjúk gagnvart því. Þarna eru viðkvæmir hópar sem við erum að fjalla um og reyna að aðstoða. Við reynum að vanda okkur.“Með vöndinn á flokksfélögum Fyrir utan að vinna skýrslur og koma með tillögur, þá er hlutverk vaktarinnar að fylgjast með því hvað stjórnvöld gera við tillögurnar. Siv verður því ef til vill í þeirri stöðu að vera með vöndinn á flokksfélögum sínum. „Það á eftir að reyna á það, við sjáum hvernig það gengur þegar tillögurnar eru komnar fram. Ég ber þá von í brjósti að þegar tillögurnar liggja fyrir, sem verður nú bráðlega, þá fari þær sem flestar í framkvæmd. En miðað við hve umfangsmiklar þær eru þá mun það taka tíma,“ bendir Siv á og segir tillögur hópsins ekki munu verða niðurnjörvaðar í smáatriðum. Hún nefnir dæmi um störf hópsins er snúa að afkomu fólks. „Hvernig á að ákveða hvað bætur eru háar yfirleitt? Út frá hverju á að miða?“ spyr Siv. „Það eru auðvitað mjög margir sem hafa rætt það opinberlega hvort það sé ekki eðlilegt að komast að niðurstöðu um hvað þarf til að lifa sómasamlegu lífi. Getum við sameinast um hvaða grunn þarf til að lifa sómasamlegu lífi þannig að enginn búi við hreina fátækt? Hver er sú upphæð fyrir einstakling? Hver er sú upphæð fyrir fólk með börn, eitt og fleiri?“ spyr Siv og bendir á að þetta sé þörf og áhugaverð umræða og verkefni. Siv nefnir að fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sé misjöfn milli sveitarfélaga. „Það er ekki sama upphæðin og því má spyrja hvort unnt sé að sameinast í sátt um einhvern grunn sem menn skilja á hverju er byggður. Þetta er dæmi um eitt sem við höfum verið að ræða í velferðarvaktinni.“ Með puttann á púlsinum Reynsla Sivjar af þingstörfum nýtist henni vel í að leiða velferðarvaktina. „Maður hefur góða innsýn í hvernig hlutirnir eru skrúfaðir saman eftir öll árin í sveitarstjórn, á þingi og á ráðherrastóli og það nýtist við að halda utan um velferðarvaktina. En ein manneskja hefur ekki úrslitaáhrif, þetta er samstarfsverkefni. Í vaktinni er öflugt, reynslumikið fólk sem er í návígi dagsdaglega við fólk í miklum vanda. Ég nefni til dæmis félagsráðgjafa og fólkið úr sjálfboðaliðasamtökunum sem koma beint að málum fjölmargra fátækra.“ Siv segist telja velferðarvaktina hafa gegnt mikilvægu hlutverki í kjölfar efnahagshrunsins og stuðlað að úrbótum í þágu hópa sem þurftu á stuðningi að halda. Hún sé ein af þeim lausnum síðustu ríkisstjórnar sem hafi lýst nýrri hugsun og góð samstaða náðist um. „Stórsnjöll hugmynd og gott frumkvæði sem hefur skilað úrbótum. Velferðarvaktin var stofnuð árið 2009 í þeim tilgangi að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir heimilin í landinu og gera tillögur til stjórnvalda um aðgerðir og úrbætur. Í velferðarvaktinni hafa síðan þá átt sæti fulltrúar stofnana og hagsmunasamtaka sem tengjast á einhvern hátt velferðarþjónustu og vinnu að velferðarmálum, allt fólk sem er með puttann á púlsinum í þessum málum, en með tímanum hefur fjölgað nokkuð í hópnum og nú eru þeir orðnir 35 talsins,“ segir Siv. „Velferðarvaktin kom á fót félagsvísum til að fylgjast með þróun mála, sem er gríðarlega mikilvægt. Hún er líka öflug vegna þess að hún er sterkur samstarfsflötur ólíkra stofnana og samtaka. Á fundunum skiptumst við á skoðunum og miðlum upplýsingum sem gerir okkur kleift að nálgast málefni fátækra betur. Við erum alltaf að fá meiri og skýrari upplýsingar með auknum rannsóknum. Þeir hópar sem eru í vanda núna eru sömu hóparnir að meginuppistöðu og voru í vanda fyrir hrun. Tölurnar gefa það til kynna. Vaktin gegnir sama hlutverki og áður en nú er sérstök áhersla lögð á velferð og afkomu fátækra barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt. Einn fátækur er einum of mikið,“ segir Siv og vísar í lágar tölur um fátækt á Íslandi.Siv nýtur sín í nýju hlutverki í lífinu.vísir/ernirAð grípa þá sem falla„9,3% Íslendinga eru með tekjur undir lágtekjumörkum sem er með því lægsta sem þekkist. Við skort búa 6,7% og 2% við verulegan skort, sem við köllum sára fátækt. Báðar þessar tölur eru lægri en árin fyrir hrunárið 2008, en samt viljum við auðvitað ná þeim enn neðar. Þegar við skoðum börn sérstaklega má til dæmis sjá að þar eru hlutföllin hærri. 8,3% barna búa við skort á efnislegum gæðum og 2,9% við verulegan skort. Á bak við þessar tölur er fólk með sínar þrár og væntingar, áhyggjur, gleði og sorg.“ Siv hefur sjálf ekki liðið skort en segist reyna að setja sig í fótspor þeirra sem það gera. „Ég þekki fólk sem hefur lifað við talsverðan skort og þurft að leggja mikið á sig til að komast af. Sjálf er ég alin upp við að fara vel með, pabbi er Siglfirðingur af alþýðuættum og móðir mín er norsk, alin upp í stríðinu. Þeirra uppeldi hafði áhrif á mitt,“ segir Siv kankvís og segist til dæmis aldrei henda mat. „Í kringum stríðið hentu mamma og fjölskyldan hennar ekki mat. Aldrei. En það eru ekki bara eiginleikar okkar sem hafa áhrif á það hvort við verðum fátæk eða ekki, það er svo margt sem getur leitt til þess,“ segir Siv og bendir á að sumu ráðum við en öðru ekki. Það sé samfélagsins að grípa þá sem falli í fátæktargildruna. Breytt manneskjaSiv nýtur sín í því starfi sem hún gegnir og mælir auðæfi sín ekki í efnislegum gæðum. Hún er í sambúð með Gylfa Hammer Gylfasyni, á tvo uppkomna syni, Húnboga og Hákon, er orðin amma og segir hlutverkið hafa breytt sér talsvert. „Það er alveg frábært að vera amma. Það er eitt skemmtilegasta hlutverkið. Sonardóttir mín, Ingibjörg Siv, verður bráðlega eins og hálfs árs gömul og er sólargeislinn minn. Hún bræðir mig alveg,“ segir hún og veltir því fyrir sér hvað það sé sem gerist þegar ömmubörnin breyta þankaganginum og þroskanum. „Ég held að maður skynji betur hvað það er magnað þegar nýtt stórkostlegt líf verður til og hvað maður er sjálfur lítill hluti af þessari stóru, löngu kynslóðakeðju.“ Og hvað ætlar hún að kenna henni sem hún sjálf hefur lært? „Vonandi get ég kennt henni að líta björtum augum á lífið. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að þekkja mátt hugans. Ég óska þess að hún verði heilsteypt, bjartsýn og sjái frekar jákvæðu hlutina en hina. Að vera réttlát og sanngjörn, góður borgari sem skynjar sig sem hluta af heild.“ Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Siv er með skrifstofu í velferðarráðuneytinu við Tryggvagötu þaðan sem hún stýrir velferðarvaktinni. Hlutverk hennar er að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Sérstaklega á hún að beina sjónum að efnalitlum barnafjölskyldum og þeim sem búa við sára fátækt. Velferðarvaktin er ráðgefandi fyrir stjórnvöld og skilar reglulega skýrslum til ráðherra. „Þetta er mjög mikilvægt og vandmeðfarið verkefni. Sem alþingismaður og ráðherra kynntist ég vissulega fólki sem átti við mikinn vanda að stríða og var alltaf að kryfja og greina hvað var að gerast í samfélaginu en velferðarvaktin er öðruvísi því ég er í meiri nánd við fólk sem hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm og upptekin af jöfnuði og réttlæti, að það eigi að ríkja jöfnuður í samfélagi. Ég vil ekki búa í samfélagi misskiptingar,“ segir Siv og spyr hvort flestir séu ekki uppteknir af félagslegri velferð fólks. Hún hefur kynnst sjálfboðastarfi Mæðrastyrksnefndar og prófað að taka þátt í úthlutun nefndarinnar á mat og öðrum nauðþurftum fyrir jól. Hún segir talsverða reynslu felast í því að mæta fólki sem á í vanda. „Svo hef ég í gegnum störf mín að heilbrigðis- og félagsmálum farið mjög víða um samfélagið og kynnst fólki í ýmiss konar vanda. Ég er mjög ánægð með að fá að nýta kraftana í þetta mikilvæga verkefni. Mér finnst það heiður og er auðmjúk gagnvart því. Þarna eru viðkvæmir hópar sem við erum að fjalla um og reyna að aðstoða. Við reynum að vanda okkur.“Með vöndinn á flokksfélögum Fyrir utan að vinna skýrslur og koma með tillögur, þá er hlutverk vaktarinnar að fylgjast með því hvað stjórnvöld gera við tillögurnar. Siv verður því ef til vill í þeirri stöðu að vera með vöndinn á flokksfélögum sínum. „Það á eftir að reyna á það, við sjáum hvernig það gengur þegar tillögurnar eru komnar fram. Ég ber þá von í brjósti að þegar tillögurnar liggja fyrir, sem verður nú bráðlega, þá fari þær sem flestar í framkvæmd. En miðað við hve umfangsmiklar þær eru þá mun það taka tíma,“ bendir Siv á og segir tillögur hópsins ekki munu verða niðurnjörvaðar í smáatriðum. Hún nefnir dæmi um störf hópsins er snúa að afkomu fólks. „Hvernig á að ákveða hvað bætur eru háar yfirleitt? Út frá hverju á að miða?“ spyr Siv. „Það eru auðvitað mjög margir sem hafa rætt það opinberlega hvort það sé ekki eðlilegt að komast að niðurstöðu um hvað þarf til að lifa sómasamlegu lífi. Getum við sameinast um hvaða grunn þarf til að lifa sómasamlegu lífi þannig að enginn búi við hreina fátækt? Hver er sú upphæð fyrir einstakling? Hver er sú upphæð fyrir fólk með börn, eitt og fleiri?“ spyr Siv og bendir á að þetta sé þörf og áhugaverð umræða og verkefni. Siv nefnir að fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sé misjöfn milli sveitarfélaga. „Það er ekki sama upphæðin og því má spyrja hvort unnt sé að sameinast í sátt um einhvern grunn sem menn skilja á hverju er byggður. Þetta er dæmi um eitt sem við höfum verið að ræða í velferðarvaktinni.“ Með puttann á púlsinum Reynsla Sivjar af þingstörfum nýtist henni vel í að leiða velferðarvaktina. „Maður hefur góða innsýn í hvernig hlutirnir eru skrúfaðir saman eftir öll árin í sveitarstjórn, á þingi og á ráðherrastóli og það nýtist við að halda utan um velferðarvaktina. En ein manneskja hefur ekki úrslitaáhrif, þetta er samstarfsverkefni. Í vaktinni er öflugt, reynslumikið fólk sem er í návígi dagsdaglega við fólk í miklum vanda. Ég nefni til dæmis félagsráðgjafa og fólkið úr sjálfboðaliðasamtökunum sem koma beint að málum fjölmargra fátækra.“ Siv segist telja velferðarvaktina hafa gegnt mikilvægu hlutverki í kjölfar efnahagshrunsins og stuðlað að úrbótum í þágu hópa sem þurftu á stuðningi að halda. Hún sé ein af þeim lausnum síðustu ríkisstjórnar sem hafi lýst nýrri hugsun og góð samstaða náðist um. „Stórsnjöll hugmynd og gott frumkvæði sem hefur skilað úrbótum. Velferðarvaktin var stofnuð árið 2009 í þeim tilgangi að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagshrunsins fyrir heimilin í landinu og gera tillögur til stjórnvalda um aðgerðir og úrbætur. Í velferðarvaktinni hafa síðan þá átt sæti fulltrúar stofnana og hagsmunasamtaka sem tengjast á einhvern hátt velferðarþjónustu og vinnu að velferðarmálum, allt fólk sem er með puttann á púlsinum í þessum málum, en með tímanum hefur fjölgað nokkuð í hópnum og nú eru þeir orðnir 35 talsins,“ segir Siv. „Velferðarvaktin kom á fót félagsvísum til að fylgjast með þróun mála, sem er gríðarlega mikilvægt. Hún er líka öflug vegna þess að hún er sterkur samstarfsflötur ólíkra stofnana og samtaka. Á fundunum skiptumst við á skoðunum og miðlum upplýsingum sem gerir okkur kleift að nálgast málefni fátækra betur. Við erum alltaf að fá meiri og skýrari upplýsingar með auknum rannsóknum. Þeir hópar sem eru í vanda núna eru sömu hóparnir að meginuppistöðu og voru í vanda fyrir hrun. Tölurnar gefa það til kynna. Vaktin gegnir sama hlutverki og áður en nú er sérstök áhersla lögð á velferð og afkomu fátækra barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt. Einn fátækur er einum of mikið,“ segir Siv og vísar í lágar tölur um fátækt á Íslandi.Siv nýtur sín í nýju hlutverki í lífinu.vísir/ernirAð grípa þá sem falla„9,3% Íslendinga eru með tekjur undir lágtekjumörkum sem er með því lægsta sem þekkist. Við skort búa 6,7% og 2% við verulegan skort, sem við köllum sára fátækt. Báðar þessar tölur eru lægri en árin fyrir hrunárið 2008, en samt viljum við auðvitað ná þeim enn neðar. Þegar við skoðum börn sérstaklega má til dæmis sjá að þar eru hlutföllin hærri. 8,3% barna búa við skort á efnislegum gæðum og 2,9% við verulegan skort. Á bak við þessar tölur er fólk með sínar þrár og væntingar, áhyggjur, gleði og sorg.“ Siv hefur sjálf ekki liðið skort en segist reyna að setja sig í fótspor þeirra sem það gera. „Ég þekki fólk sem hefur lifað við talsverðan skort og þurft að leggja mikið á sig til að komast af. Sjálf er ég alin upp við að fara vel með, pabbi er Siglfirðingur af alþýðuættum og móðir mín er norsk, alin upp í stríðinu. Þeirra uppeldi hafði áhrif á mitt,“ segir Siv kankvís og segist til dæmis aldrei henda mat. „Í kringum stríðið hentu mamma og fjölskyldan hennar ekki mat. Aldrei. En það eru ekki bara eiginleikar okkar sem hafa áhrif á það hvort við verðum fátæk eða ekki, það er svo margt sem getur leitt til þess,“ segir Siv og bendir á að sumu ráðum við en öðru ekki. Það sé samfélagsins að grípa þá sem falli í fátæktargildruna. Breytt manneskjaSiv nýtur sín í því starfi sem hún gegnir og mælir auðæfi sín ekki í efnislegum gæðum. Hún er í sambúð með Gylfa Hammer Gylfasyni, á tvo uppkomna syni, Húnboga og Hákon, er orðin amma og segir hlutverkið hafa breytt sér talsvert. „Það er alveg frábært að vera amma. Það er eitt skemmtilegasta hlutverkið. Sonardóttir mín, Ingibjörg Siv, verður bráðlega eins og hálfs árs gömul og er sólargeislinn minn. Hún bræðir mig alveg,“ segir hún og veltir því fyrir sér hvað það sé sem gerist þegar ömmubörnin breyta þankaganginum og þroskanum. „Ég held að maður skynji betur hvað það er magnað þegar nýtt stórkostlegt líf verður til og hvað maður er sjálfur lítill hluti af þessari stóru, löngu kynslóðakeðju.“ Og hvað ætlar hún að kenna henni sem hún sjálf hefur lært? „Vonandi get ég kennt henni að líta björtum augum á lífið. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að þekkja mátt hugans. Ég óska þess að hún verði heilsteypt, bjartsýn og sjái frekar jákvæðu hlutina en hina. Að vera réttlát og sanngjörn, góður borgari sem skynjar sig sem hluta af heild.“
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent