Vilja nafn liðinnar ástar í burt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Erlendar rannsóknir sýna að allt að fjórðungur fólks sé með húðflúr. Því er ekki að undra að húðflúrsýningar og ráðstefnur séu vinsælar. Hér er mynd frá sýningu í Sidney árið 2013. Nordicphotos/AFP „Hingað kemur fólk með húðflúr sem það er orðið þreytt á eða verður að reyna að eyða, til dæmis með nafni liðinnar ástar,“ segir Bolli Bjarnason húðlæknir hjá Útlitslækningu sem fjarlægir húðflúr með sérstökum húðflúrslæknalaserum. Bolli segir erlendar kannanir sýna að allt að fjórðungur fólks hafi eitt eða fleiri húðflúr og þess sé að vænta að Ísland sé engin undantekning. Húðflúr sé í tísku. „Að sama skapi koma sífellt fleiri til mín og vilja láta fjarlægja húðflúrið. Fólk virðist hafa áttað sig á að unnt er með nútímalæknalaserum að fjarlægja húðflúr með algjörri lágmarksáhættu á öramyndun sem var vandamál hér áður fyrr.“ Ekki tekst alltaf að fjarlægja allt húðflúrið heldur eingöngu draga úr lit þess. Sumir vilja eingöngu draga úr lit til að flúra yfir með nýju húðflúri. Bolli Bjarnason, húðlæknirAðrir þurfa að deyfa húðflúr því staðsetning á því vegna atvinnu er ekki samþykkt af vinnuveitanda. Best er að fjarlægja svartan lit en erfiðast er að fjarlægja gulan, appelsínugulan og grænan lit. Í öllum tilfellum þarf nokkrar meðferðir til að árangur náist. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um húðflúrara sem flúra án starfsleyfis frá heilbrigðiseftirlitinu. Bolli segir húðflúrun ekki hættulausa og að sumar aukaverkanir geti komið fram hvernig sem staðið sé að flúrinu. „Húðflúr getur leitt til örmyndana, sýkinga og myndunar húðsjúkdóma hafi fólk húðsjúkdóma fyrir. Það getur truflað segulómanir og ætti því aldrei að setja það á höfuð. Einnig geta húðflúr leitt til bólgu, eymsla og kláða sem getur verið viðvarandi. Ég hef þurft að fjarlægja húðflúr vegna ofnæmiseinkenna,“ segir Bolli. Hann bætir við að rannsókn í Danmörku hafi sýnt 62 prósent vera vegna rauðs litar og 20 prósent vegna svarts. Blá, græn og svört húðflúr valda síður ofnæmi. Húðflúrsblek geta líka innihaldið mögulega krabbameinsvaldandi efni. Bolli segir vandamál að stundum sé uppruni bleksins hvorki þekktur af húðflúrara né þeim sem fær flúrið. Í gær kom fram að íslenskir húðflúrarar með starfsleyfi fái liti sem samþykktir eru í Bandaríkjunum. En hver sem er getur pantað ódýra liti af netinu. „Mér skilst að framkvæmdastjórn ESB sé að koma með drög að reglum til að taka heildstætt á litum sem notast í Evrópu, sem er gott mál.“ Húðflúr Tengdar fréttir Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Hingað kemur fólk með húðflúr sem það er orðið þreytt á eða verður að reyna að eyða, til dæmis með nafni liðinnar ástar,“ segir Bolli Bjarnason húðlæknir hjá Útlitslækningu sem fjarlægir húðflúr með sérstökum húðflúrslæknalaserum. Bolli segir erlendar kannanir sýna að allt að fjórðungur fólks hafi eitt eða fleiri húðflúr og þess sé að vænta að Ísland sé engin undantekning. Húðflúr sé í tísku. „Að sama skapi koma sífellt fleiri til mín og vilja láta fjarlægja húðflúrið. Fólk virðist hafa áttað sig á að unnt er með nútímalæknalaserum að fjarlægja húðflúr með algjörri lágmarksáhættu á öramyndun sem var vandamál hér áður fyrr.“ Ekki tekst alltaf að fjarlægja allt húðflúrið heldur eingöngu draga úr lit þess. Sumir vilja eingöngu draga úr lit til að flúra yfir með nýju húðflúri. Bolli Bjarnason, húðlæknirAðrir þurfa að deyfa húðflúr því staðsetning á því vegna atvinnu er ekki samþykkt af vinnuveitanda. Best er að fjarlægja svartan lit en erfiðast er að fjarlægja gulan, appelsínugulan og grænan lit. Í öllum tilfellum þarf nokkrar meðferðir til að árangur náist. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um húðflúrara sem flúra án starfsleyfis frá heilbrigðiseftirlitinu. Bolli segir húðflúrun ekki hættulausa og að sumar aukaverkanir geti komið fram hvernig sem staðið sé að flúrinu. „Húðflúr getur leitt til örmyndana, sýkinga og myndunar húðsjúkdóma hafi fólk húðsjúkdóma fyrir. Það getur truflað segulómanir og ætti því aldrei að setja það á höfuð. Einnig geta húðflúr leitt til bólgu, eymsla og kláða sem getur verið viðvarandi. Ég hef þurft að fjarlægja húðflúr vegna ofnæmiseinkenna,“ segir Bolli. Hann bætir við að rannsókn í Danmörku hafi sýnt 62 prósent vera vegna rauðs litar og 20 prósent vegna svarts. Blá, græn og svört húðflúr valda síður ofnæmi. Húðflúrsblek geta líka innihaldið mögulega krabbameinsvaldandi efni. Bolli segir vandamál að stundum sé uppruni bleksins hvorki þekktur af húðflúrara né þeim sem fær flúrið. Í gær kom fram að íslenskir húðflúrarar með starfsleyfi fái liti sem samþykktir eru í Bandaríkjunum. En hver sem er getur pantað ódýra liti af netinu. „Mér skilst að framkvæmdastjórn ESB sé að koma með drög að reglum til að taka heildstætt á litum sem notast í Evrópu, sem er gott mál.“
Húðflúr Tengdar fréttir Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00