Innlent

Þrír með allar tölur réttar

Birgir Olgeirsson skrifar
Miðarnir voru keyptir í N1, Gagnvegi 2, Reykjavík, Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a, Kópavogi og  einn á lotto.is.
Miðarnir voru keyptir í N1, Gagnvegi 2, Reykjavík, Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a, Kópavogi og einn á lotto.is. Vísir/Vilhelm
Þrír heppnir miðaeigendur voru með allar fimm tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og fær hver þeirra 14.759.040 krónur í sinn hlut.  Miðarnir voru keyptir í N1, Gagnvegi 2, Reykjavík, Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a, Kópavogi og  einn á lotto.is.

Tveir voru með bónusvinninginn og hljóta þeir 276.680 krónur í vinning, miðarnir voru keyptir í 10-11, Kleppsvegi, Reykjavík og Olís Dalvík.

Einn stálheppinn spilari sem keypti sér miða í Firði Hafnarfirði var með allar fimm tölurnar réttar í réttri röð í Jókernum og fær fyrir það tvær skattfrjálsar milljónir beint í vasann. Sex voru með 4 réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100.000 kr. í vinning. Einn miðinn var keyptur í Krónunni Lindum, Kópavogi, þrír eru í áskrift og tveir keyptu á lotto.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×