Innlent

IKEA-geitin endurborin

Jakob Bjarnar skrifar
Nú er verið að smíða nýja geit á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu.
Nú er verið að smíða nýja geit á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu.
Nú er verið að endurbyggja IKEA-geitina á ónefndum stað undir strangri öryggisgæslu. Tíðindamaður Vísis náði þessari einstæðu mynd af geitinni og fylgir sögunni að honum hafi verið gefið illt auga þegar hann sást sveifla símanum. Viðkomandi vildi alls ekki láta nafns síns getið, svo ströng sýndist honum öryggisgæslan að hann var ekki viss um nema hann væri að ljóstra upp hernaðarleyndarmáli.

Eins og mörgum er í fersku minni þá fuðraði IKEA-geitin, boðberi jólanna, upp fyrir rúmri viku, var talað um að hún hefði tortímt sjálfri sér en talið er að kviknað hafi í út frá einhvers konar skammhlaupi í seríum.

Fyrir rúmri viku fuðraði geitin upp, aðdáendum hennar og IKEA-mönnum til mikillar skelfingar.BYLGJA GUÐJÓNSDÓTTIR
Þeir hjá IKEA meta það sem svo að enginn séu jólin nema IKEA-geitin standi keik við helstu umferðaræð þá sem liggur til IKEA. Geitin hefur þó verið skotmark óvandaðra brennuvarga, geitin virðist freista slíkra. Víst er að eftir sem áður verður ströng öryggisgæsla, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingar til að vernda geitina. Og nú er að sjá hvernig til tekst, en aðdáendur IKEA-geitarinnar geta bundið vonir við að hún verði komin upp fyrr en síðar, keikur boðberi jólanna.


Tengdar fréttir

Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×