Innlent

Fundu stuttermabol og síma Benjamíns við lestarteina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Benjamín Ólafsson.
Benjamín Ólafsson.
Greint er frá því í ítölskum fjölmiðlum í dag að teymi lögreglumanna sem leitaði að Íslendingnum Benjamín Ólafssyni í Cataniu á Sikiley hafi fyrst fundið stuttermabol hans og síma við lestarteina neðanjarðarlestarkerfis borgarinnar. Fundust munirnir á leiðinni milli hafnarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Etna.

Ekkert hafði spurst til Benjamíns frá því á aðfaranótt mánudags þar til hann fannst í gærkvöldi, heill á húfi. Hann mun halda heim á leið með fjölskyldu sinni á næstu dögum. Benjamín er búsettur í Noregi og er skipverji á skiptinu Siem Pilot. Það var statt í Miðjarðarhafi á vegum Fortex, landamæraeftirlitsstofnunar Evrópusambandsins.

Fulltrúar norsku lögreglunnar fóru til Ítalíu til að aðstoða við leitina. Þá fór fjölskylda Benjamíns einnig til Ítalíu vegna leitarinnar og áhöfn Siem Pilot hjálpaði einnig til.

Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna Benjamín hvarf og þá hefur ekki fengist staðfest hvar nákvæmlega hann fannst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×