Enski boltinn

Chelsea leitar að eftirmanni Ivanovic

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ivanovic hefur látið á sjá á þessu tímabili.
Ivanovic hefur látið á sjá á þessu tímabili. vísir/getty
Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Chelsea hafið leit að arftaka Branislav Ivanovic.

Serbinn hefur verið einn jafnbesti leikmaður Chelsea á undanförnum árum en hann hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og framtíð hans hjá félaginu er í óvissu.

Samningur Ivanovic við Chelsea rennur út eftir þetta tímabil og hann getur því farið frá félaginu án greiðslu næsta sumar.

Heimildir Daily Mail herma að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafi falið leikmannanjósnurum sínum að finna hægri bakverði sem gætu fyllt skarð Ivanovic sem verður 32 ára á næsta ári.

Serbinn kom ekkert við sögu þegar Chelsea vann 4-0 sigur á Maccabi Tel-Aviv í Meistaradeild Evrópu í gær. Cesar Azpilicueta tók stöðu Ivanovic í hægri bakverðinum á meðan Baba Rahman spilaði vinstra megin, þar sem Azpilicueta leikur vanalega.

Chelsea tekur á móti Arsenal í hádeginu á laugardaginn í næsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×