Samkomulag um jarðvarma undirritað: „Gríðarlega stórt skref“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2015 12:59 Skrifað var undir samninginn í Bláa lóninu í dag. Samkomulag um samstarf milli jarðhitaklasa á Íslandi og í Frakklandi var undirritað í Bláa lóninu í dag. Samningurinn er gerður á milli franska jarðvarmaklasans og hins íslenska og fjallar meðal annars um samninga um jarðhitavirkjanir og fleira. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, var viðstödd undirritunina. Hún segir að um stórt skref í samstarfi landanna tveggja sé að ræða og væntir mikils af samstarfinu. „Þessi samningur getur verið mjög mikilvægur vettvangur til að koma að frekara samstarfi milli okkar, þá sérstaklega fyrirtækja í jarðvarmageiranum í þessum málaflokki. Við höfum á undanförnum árum og áratugum aflað okkur mikillar þekkingar og okkar fyrirtæki eru algjörlega á heimsmælikvarða,“ segir hún og bætir við að á alþjóðlegri jarðvarmaráðstefnu í Ástralíu fyrr á þessu ári hafi varla verið haldinn fyrirlestur án þess að Ísland bæri á góma. Íslensk stjórnvöld koma þó ekki við sögu í samningagerðinni né undirrituninni, en höfðu þó einhverja aðkomu að samningnum, að sögn Ragnheiðar. „Það sem stjórnvöld geta gert og ég hef lagt upp með í minni ráðherratíð er að opna dyr og fara fyrir þar sem þarf að hafa aðkomu stjórnvalda. Nú er orku- og umhverfismálaráðherra Frakklands hér á landi og við höfum átt þrjá fundi þar sem farið var yfir þessi mál. Þessi heimsókn hennar núna og þessi skref sem verið er að taka eru má segja afrakstur þess samtals og þeirrar vinnu sem innt hefur verið af hendi.“ Formenn franska og íslenska jarðvarðmaklasans, og Ségolene Royal orku- og umhverfismálaráðherra Frakklands undirrituðu samninginn við hátíðlega athöfn í Bláa lóninu í hádeginu í dag. Viðar Helgason, formaður íslenska jarðvarmaklasans, segir samninginn sögulegan. „Þetta er stórt viðfangsefni sem mun taka mörg ár að vinna að, en getur haft í för með sér gríðarlegar breytingar á því hvernig menn nálgast ný jarðvarmaverkefni,“ segir hann. „Það eru vel þekkt vandamál í jarðvarma við fjármögnun og undirbúning, bæði lagaleg vandamál, leyfisveitingatengt, í umhverismati, orkukaupssamningum og fleira sem hefur hrjáð og haldið aftur af jarðvarma í heiminum almennt. Klasarnir tveir komust að samkomulagi að taka á þessu sameiginlega og samingurinn snýst raunverulega um það. Þannig að þetta er gríðarlega stórt skref fyrir klasana og fyrirtækin,“ bætir hann við. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Samkomulag um samstarf milli jarðhitaklasa á Íslandi og í Frakklandi var undirritað í Bláa lóninu í dag. Samningurinn er gerður á milli franska jarðvarmaklasans og hins íslenska og fjallar meðal annars um samninga um jarðhitavirkjanir og fleira. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, var viðstödd undirritunina. Hún segir að um stórt skref í samstarfi landanna tveggja sé að ræða og væntir mikils af samstarfinu. „Þessi samningur getur verið mjög mikilvægur vettvangur til að koma að frekara samstarfi milli okkar, þá sérstaklega fyrirtækja í jarðvarmageiranum í þessum málaflokki. Við höfum á undanförnum árum og áratugum aflað okkur mikillar þekkingar og okkar fyrirtæki eru algjörlega á heimsmælikvarða,“ segir hún og bætir við að á alþjóðlegri jarðvarmaráðstefnu í Ástralíu fyrr á þessu ári hafi varla verið haldinn fyrirlestur án þess að Ísland bæri á góma. Íslensk stjórnvöld koma þó ekki við sögu í samningagerðinni né undirrituninni, en höfðu þó einhverja aðkomu að samningnum, að sögn Ragnheiðar. „Það sem stjórnvöld geta gert og ég hef lagt upp með í minni ráðherratíð er að opna dyr og fara fyrir þar sem þarf að hafa aðkomu stjórnvalda. Nú er orku- og umhverfismálaráðherra Frakklands hér á landi og við höfum átt þrjá fundi þar sem farið var yfir þessi mál. Þessi heimsókn hennar núna og þessi skref sem verið er að taka eru má segja afrakstur þess samtals og þeirrar vinnu sem innt hefur verið af hendi.“ Formenn franska og íslenska jarðvarðmaklasans, og Ségolene Royal orku- og umhverfismálaráðherra Frakklands undirrituðu samninginn við hátíðlega athöfn í Bláa lóninu í hádeginu í dag. Viðar Helgason, formaður íslenska jarðvarmaklasans, segir samninginn sögulegan. „Þetta er stórt viðfangsefni sem mun taka mörg ár að vinna að, en getur haft í för með sér gríðarlegar breytingar á því hvernig menn nálgast ný jarðvarmaverkefni,“ segir hann. „Það eru vel þekkt vandamál í jarðvarma við fjármögnun og undirbúning, bæði lagaleg vandamál, leyfisveitingatengt, í umhverismati, orkukaupssamningum og fleira sem hefur hrjáð og haldið aftur af jarðvarma í heiminum almennt. Klasarnir tveir komust að samkomulagi að taka á þessu sameiginlega og samingurinn snýst raunverulega um það. Þannig að þetta er gríðarlega stórt skref fyrir klasana og fyrirtækin,“ bætir hann við.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira