Starfsskilyrði íþróttakennara óþolandi Sveinn Arnarsson skrifar 16. september 2015 07:00 Jóhannes hefur kennt íþróttir á Akureyri í næstum þrjá áratugi við góðan orðstír. Vinnuskilyrði hafa nú tekið sinn toll. vísir/auðunn Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri í næstum þrjátíu ár, hefur þurft að hætta störfum sökum álags á raddbönd. Ekki er langt síðan annar íþróttakennari á Akureyri, Jóhanna Einarsdóttir, þurfti að hætta kennslu sökum raddleysis. Orsakir raddleysis eru raktar beint til vinnuaðstæðna íþróttakennara og vinnuaðstæður þeirra ólíðandi að mati Valdísar I. Jónsdóttur, doktors í talmeinafræðum. „Íþróttakennurum er gert að kenna undir óþolandi aðstæðum í allt of stórum rýmum með of mörg börn,“ segir Valdís.Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeinafræðingur„Fyrir mig er þetta eiginlega bara áfall,“ segir Jóhannes. „Ég hef minn metnað sem kennari og löngun til að standa mig í vinnu. Þegar mitt atvinnutæki bilar svona hressilega með því að vera settur í ótímabundið leyfi þá er það skellur fyrir mig. Mér líður hreint út sagt illa yfir því að vera heima eða mæla göturnar.“ Hann bætir við að þær vinnuaðstæður sem honum er boðið upp á séu óboðlegar. „Það er ekki hægt að vera lengi með um 50 nemendur í Íþróttahöllinni og á sama tíma með 20 fullorðna einstaklinga úr Verkmenntaskólanum. Ég hef nefnt þetta við bæjaryfirvöld en þar hafa menn lokað eyrunum fyrir þessu vandamáli.“ Meðalstarfsaldur íþróttakennara á Íslandi í dag er tæp fimm ár. Margir hverjir hrökklist úr starfi og finni sér aðra vinnu þar sem álag á heyrn og raddbönd eru eðlilegri. Jóhannes hefur kennt í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem menntaskólanemar stunda leikfimi sína á sama tíma og grunnskólabörnin. Akureyrarkaupstaður hefur þannig fengið leigutekjur frá ríkinu á sama tíma og grunnskólanemendum er kennt.Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarkaupstaðar, segir það áfall ef kennarar séu að detta út vegna starfsskilyrða þeirra. „Þetta er engu lagi líkt og við þurfum að skoða það hvernig við dælum inn allt að sjötíu börnum inn í Íþróttahöllina á sama tíma. Þetta skapar mikil vandræði. Við verðum að taka höndum saman, öll sem eitt, og skoða hvernig við getum gert þetta með hvað bestum hætti. Það verður verðugt verkefni á næstunni,“ segir Soffía. „Vinnuaðstæður langflestra íþróttakennara eru ólíðandi og óþolandi. Við erum að sjá ár eftir ár stórslys hvað varðar rödd og heyrn kennara. Við Íslendingar fljótum sofandi að feigðarósi hvað varðar hljóðvist og mannsæmandi skilyrði við kennslu. Við erum illa að okkur þegar kemur að hávaða og hljóði og gerum okkur enga grein fyrir mikilvægi þess að hafa þessa hluti í lagi,“ segir Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur. „ Það sem skiptir meira máli er að það er samband á milli streitu og hávaða í vinnu sem veldur andlegri vanlíðan kennara.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri í næstum þrjátíu ár, hefur þurft að hætta störfum sökum álags á raddbönd. Ekki er langt síðan annar íþróttakennari á Akureyri, Jóhanna Einarsdóttir, þurfti að hætta kennslu sökum raddleysis. Orsakir raddleysis eru raktar beint til vinnuaðstæðna íþróttakennara og vinnuaðstæður þeirra ólíðandi að mati Valdísar I. Jónsdóttur, doktors í talmeinafræðum. „Íþróttakennurum er gert að kenna undir óþolandi aðstæðum í allt of stórum rýmum með of mörg börn,“ segir Valdís.Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeinafræðingur„Fyrir mig er þetta eiginlega bara áfall,“ segir Jóhannes. „Ég hef minn metnað sem kennari og löngun til að standa mig í vinnu. Þegar mitt atvinnutæki bilar svona hressilega með því að vera settur í ótímabundið leyfi þá er það skellur fyrir mig. Mér líður hreint út sagt illa yfir því að vera heima eða mæla göturnar.“ Hann bætir við að þær vinnuaðstæður sem honum er boðið upp á séu óboðlegar. „Það er ekki hægt að vera lengi með um 50 nemendur í Íþróttahöllinni og á sama tíma með 20 fullorðna einstaklinga úr Verkmenntaskólanum. Ég hef nefnt þetta við bæjaryfirvöld en þar hafa menn lokað eyrunum fyrir þessu vandamáli.“ Meðalstarfsaldur íþróttakennara á Íslandi í dag er tæp fimm ár. Margir hverjir hrökklist úr starfi og finni sér aðra vinnu þar sem álag á heyrn og raddbönd eru eðlilegri. Jóhannes hefur kennt í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem menntaskólanemar stunda leikfimi sína á sama tíma og grunnskólabörnin. Akureyrarkaupstaður hefur þannig fengið leigutekjur frá ríkinu á sama tíma og grunnskólanemendum er kennt.Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarkaupstaðar, segir það áfall ef kennarar séu að detta út vegna starfsskilyrða þeirra. „Þetta er engu lagi líkt og við þurfum að skoða það hvernig við dælum inn allt að sjötíu börnum inn í Íþróttahöllina á sama tíma. Þetta skapar mikil vandræði. Við verðum að taka höndum saman, öll sem eitt, og skoða hvernig við getum gert þetta með hvað bestum hætti. Það verður verðugt verkefni á næstunni,“ segir Soffía. „Vinnuaðstæður langflestra íþróttakennara eru ólíðandi og óþolandi. Við erum að sjá ár eftir ár stórslys hvað varðar rödd og heyrn kennara. Við Íslendingar fljótum sofandi að feigðarósi hvað varðar hljóðvist og mannsæmandi skilyrði við kennslu. Við erum illa að okkur þegar kemur að hávaða og hljóði og gerum okkur enga grein fyrir mikilvægi þess að hafa þessa hluti í lagi,“ segir Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur. „ Það sem skiptir meira máli er að það er samband á milli streitu og hávaða í vinnu sem veldur andlegri vanlíðan kennara.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira