Innlent

HB Grandi búinn með veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Gissur Sigurðsson skrifar
Vertíðin var óvenju stutt og snörp, enda var heildarkvótinn mun minni í ár en í fyrra. Mynd tengist frétt ekki beint.
Vertíðin var óvenju stutt og snörp, enda var heildarkvótinn mun minni í ár en í fyrra. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Óskar
Fjölveiðiskipið Lundey er komið til Vopnafjarðar  með  síld úr norsk-íslenska síldarstofninum og  þar með  er loki veiðum skipa  HB  Granda úr stofninum í ár.

Vertíðin var óvenju stutt og snörp, enda var heildarkvótinn mun minni í ár en 
í  fyrra. Þá var hann 60 þúsund tonn en var 40 þúsund tonn núna.

Fleiri skip annarra útgerða eru líka búin með kvóta sína og tekur nú við dauður tími 
þar til  skipin hefja veiðar á íslensku sumargotssíldinni í næsta mánuði.

Tíminn er gjarnan 
notaður  til að taka skipin í  slipp  og dytta að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×