Innlent

Maður sleginn hnefahöggi í andlitið í Hafnarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Strandgata í Hafnarfirði.
Strandgata í Hafnarfirði. Vísir/GVA
Ráðist var á karlmann á Strandgötu í Hafnarfirði um klukkan hálf tíu í gærkvöldi og hann sleginn hnefahöggi í andlitið.

Auk þess mun árásarmaðurinn hafa sparkað í hann áður en hann forðaði sér af vettvangi.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvað þolandinn meiddist alvarlega, en lögregla hefur hefur upplýsingar um hver árásarmaðurinn er og er hans nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×