Innlent

Lækna-Tómas í nýju myndbandi LSH: "Ég bjargaði þessum manni“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tómas Guðbjartsson slær á létta strengi í nýju myndbandi Landspítalans um mikilvægi handhreinsunar.
Tómas Guðbjartsson slær á létta strengi í nýju myndbandi Landspítalans um mikilvægi handhreinsunar. vísir/pjetur
Tómas Guðbjartsson læknir slær á létta strengi í nýju myndbandi Landspítalans sem fjallar um mikilvægi handhreinsunar. Sýkingavarnadeild lét gera myndskeiðið en markmið þess er að fækka örverum á höndum starfsmanna sjúkrahúsa og draga úr líkum á því að þeir beri örverur á milli sjúklinga og í umhverfi.

Sjá einnig: Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu

„Ég bjargaði þessum manni,“ segir Tómas í myndskeiðinu og vísar þannig í eigin orð sem gerðu hann landsfrægan, eftir umfjöllun Kastljóss um aðgerð sem Tómas framkvæmdi á Sebastian Andrzej Golab, sem stunginn var í hjartað á síðasta ári. Skjót handtök lækna urðu til þess að hann komst lífs af.

Í myndbandinu er fjallað um fimm ábendingar fyrir handhreinsun, en algengustu smitleiðir sýkinga tengdum heilbrigðisþjónustu eru með höndunum.  

Sjá einnig: Tómas maður ársins

Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan, en leikarar eru Gunnar Hansson, nemendur Kvikmyndaskóla Íslands ásamt starfsfólki Landspítalans.

Handhreinsun from Landspítali on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×