Óskarsverðlaunahafi heldur fyrirlestur um gervigreind í kvikmyndum 19. mars 2015 13:00 Paul Debevec og Hannes Högni Vilhjálmsson. Vísir/Pjetur Í dag heldur Paul Debevec, tölvunarfræðingur, tæknibrellumeistari og Óskarsverðlaunahafi fyrirlestur á alþjólegu málþingi, ANIREY, í Háskólanum í Reykjavík. Þar verður rætt um framtíð teiknimyndagerðar og sýndarveruleika. „Paul hefur þróað tækni sem gerir kvikmyndaframleiðendum kleift að búa til sýndarveruleika þar sem hægt er að setja leikara í aðstæður sem eru ekki til og hann hefur aldrei verið í. Þetta er það raunverulegt að við sjáum ekki muninn á þessu og raunveruleikanum,“ segir Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði og forstöðumaður gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Tæknin virkar þannig að leikarinn er skannaður og þannig búið til nokkurs konar sýndarveruleikaklón. Leikstjórinn getur þannig sett „klónið“ í aðstæður sem eru ekki til, en leikarinn ljær honum bara rödd sína og hreyfingar. „Þróunin er síðan, og það er það sem við hjá gervigreindarsetrinu erum að skoða, að gera klónin greind þannig að þau geti fylgt leikstjórn líka,“ segir Hannes. Hann segir það einstaklega merkilegt að fá hann hingað heim og að það sé augljóst merki þess að mikið sé að gerast á Íslandi í þessum geira. „Það er fólk hér heima sem er að vinna að tæknibrellum fyrir stórmyndir og ég held að fólk sé yfirleitt ekki að gera sér grein fyrir hversu langt þetta er komið og hvað sé búið að gerast.“ Paul Debevec hefur unnið að þessari tækni í fimmtán ár, en hún var fyrst notuð í kvikmyndinni Matrix. „Þá var hún notuð á umhverfið, en nú höfum við þróað þetta þannig að skanninn les hvernig ljósið fellur á andlitið og þannig hefur okkur tekist að gera andlitið enn nákvæmara,“ segir Debevec. Vonast hann til þess að hægt verði að þróa þessa tækni þannig að hún nýtist í ódýrari kvikmyndagerð, í kennslu og á söfn. Í fyrra skönnuðu þeir inn Bandaríkjaforseta, Barack Obama, og prentuðu svo út nákvæma brjóstmynd af honum í þrívíddarprentara. „Hvíta húsið samþykkti að leyfa okkur að skanna hann, þar sem það vill styðja við þessa tækni og þrívíddarprentun. Það var mjög gaman að fá að vinna með forsetanum,“ segir hann að lokum. adda@frettabladid.is Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Í dag heldur Paul Debevec, tölvunarfræðingur, tæknibrellumeistari og Óskarsverðlaunahafi fyrirlestur á alþjólegu málþingi, ANIREY, í Háskólanum í Reykjavík. Þar verður rætt um framtíð teiknimyndagerðar og sýndarveruleika. „Paul hefur þróað tækni sem gerir kvikmyndaframleiðendum kleift að búa til sýndarveruleika þar sem hægt er að setja leikara í aðstæður sem eru ekki til og hann hefur aldrei verið í. Þetta er það raunverulegt að við sjáum ekki muninn á þessu og raunveruleikanum,“ segir Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði og forstöðumaður gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Tæknin virkar þannig að leikarinn er skannaður og þannig búið til nokkurs konar sýndarveruleikaklón. Leikstjórinn getur þannig sett „klónið“ í aðstæður sem eru ekki til, en leikarinn ljær honum bara rödd sína og hreyfingar. „Þróunin er síðan, og það er það sem við hjá gervigreindarsetrinu erum að skoða, að gera klónin greind þannig að þau geti fylgt leikstjórn líka,“ segir Hannes. Hann segir það einstaklega merkilegt að fá hann hingað heim og að það sé augljóst merki þess að mikið sé að gerast á Íslandi í þessum geira. „Það er fólk hér heima sem er að vinna að tæknibrellum fyrir stórmyndir og ég held að fólk sé yfirleitt ekki að gera sér grein fyrir hversu langt þetta er komið og hvað sé búið að gerast.“ Paul Debevec hefur unnið að þessari tækni í fimmtán ár, en hún var fyrst notuð í kvikmyndinni Matrix. „Þá var hún notuð á umhverfið, en nú höfum við þróað þetta þannig að skanninn les hvernig ljósið fellur á andlitið og þannig hefur okkur tekist að gera andlitið enn nákvæmara,“ segir Debevec. Vonast hann til þess að hægt verði að þróa þessa tækni þannig að hún nýtist í ódýrari kvikmyndagerð, í kennslu og á söfn. Í fyrra skönnuðu þeir inn Bandaríkjaforseta, Barack Obama, og prentuðu svo út nákvæma brjóstmynd af honum í þrívíddarprentara. „Hvíta húsið samþykkti að leyfa okkur að skanna hann, þar sem það vill styðja við þessa tækni og þrívíddarprentun. Það var mjög gaman að fá að vinna með forsetanum,“ segir hann að lokum. adda@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira