Ungar stúlkur „skelfingu lostnar“ þegar þær koma í heimsókn á Litla-Hraun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:46 Fangelsið Litla-Hraun. vísir/anton brink Fangelsismálastofnun hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, um fullnustu refsinga. Meðal þess sem fjallað er um í frumvarpinu eru heimsóknir til fanga en lagt er til að þeir sem sitja inni í lokuðum fangelsum geti fengið heimsóknir frá vinum tvisvar í mánuði, nema í sérstökum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að Fangelsismálastofnun setji nánari reglur um heimsóknir en nú gilda, til dæmis varðandi undanþágur fyrir fleiri vinaheimsóknum.Mikilvægt að huga að því að heimsóknir séu ekki misnotaðar Í umsögn Fangelsismálastofnunar segir þó að heimsóknir fjölskldu og vina til fanga séu mikilvægar þá sé jafnframt nauðsynlegt að huga að því að heimsóknirnar séu ekki misnotaðar. Oft kemur fyrir að gestir smygli eða reyni að smygla einhverju inn í fangelsin, til að mynda fíkniefnum. „Ekki þarf að fjölyrða um alvarleika þess þegar fíkniefni komast í fangelsin en dæmi eru um að mjög illa hafi farið fyrir föngum sem hafa komist í slík efni. Ungur fangi á Litla-Hrauni dó fyrir nokkrum árum eftir ofneyslu slíkra efna í fangelsinu og þá er nýlegt dæmi um að s.k. nasistasýra hafi komist í umferð á Litla-Hrauni með alvarlegum afleiðingum. Í báðum tilvikum er grunur um að efnin hafi borist inn í fangelsið með heimsóknargestum,” segir í umsögn Fangelsismálastofnunar.Vísuðu þumalfingri upp eða niður eftir því hvort þeir vildu fá stúlkurnar í heimsókn Þá eru í umsögninni jafnframt tekin dæmi um ungar stúlkur sem komið hafa í heimsókn á Litla-Hraun „eftir að fangar höfðu sett þær á heimsóknarlistann sinn.“ Það hafi hins vegar komið í ljós þegar þær komu í fangelsið að þær þekktu ekki fangana í sjón sem þær voru komnar til að heimsækja. „Þá hafa stúlkur verið skelfingu lostnar við komuna í fangelsið og hafa jafnvel þakkað fangavörðum fyrir að vísa þeim frá þar sem þær vildu alls ekki heimsækja fangana en þorðu ekki að segja frá því. Eitt versta dæmið er þegar fangar „stilltu“ stúlkum upp í glugga heimsóknarherbergis sem vísaði út á fótboltavöll fangelsisins en þar stóðu aðrir fangar og vísuðu þumalfingri sínum annað hvort upp eða niður eftir því hvort þeir vildu fá þær í heimsókn til sín.“ Í ljósi þessa telur Fangelsismálastofnun það mikilvægt að næg úrræði séu til staðar svo koma megi í veg fyrir að heimsóknir til fanga séu misnotaðar. Að mati stofnunarinnar er verið að skerpa á reglunum um heimsóknir í frumvarpi innanríkisráðherra og fær stofnunin ekki séð að gengið sé á réttindi fanganna með því. Tengdar fréttir Fanginn sem hafði mælt sér mót við dópsala var undir áhrifum fíkniefna Neysla fíkniefna er vandamál á Litla-Hrauni, að sögn fangelsismálastjóra. 20. júlí 2015 12:00 Fangi á Litla-Hrauni hjó nærri Íslandsmeti í sterafalli Mældist með þrettán sinnum hærra hlutfall af testesteroni en handboltakappinn sem féll á lyfjaprófi í febrúar. 29. júní 2015 09:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
Fangelsismálastofnun hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, um fullnustu refsinga. Meðal þess sem fjallað er um í frumvarpinu eru heimsóknir til fanga en lagt er til að þeir sem sitja inni í lokuðum fangelsum geti fengið heimsóknir frá vinum tvisvar í mánuði, nema í sérstökum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að Fangelsismálastofnun setji nánari reglur um heimsóknir en nú gilda, til dæmis varðandi undanþágur fyrir fleiri vinaheimsóknum.Mikilvægt að huga að því að heimsóknir séu ekki misnotaðar Í umsögn Fangelsismálastofnunar segir þó að heimsóknir fjölskldu og vina til fanga séu mikilvægar þá sé jafnframt nauðsynlegt að huga að því að heimsóknirnar séu ekki misnotaðar. Oft kemur fyrir að gestir smygli eða reyni að smygla einhverju inn í fangelsin, til að mynda fíkniefnum. „Ekki þarf að fjölyrða um alvarleika þess þegar fíkniefni komast í fangelsin en dæmi eru um að mjög illa hafi farið fyrir föngum sem hafa komist í slík efni. Ungur fangi á Litla-Hrauni dó fyrir nokkrum árum eftir ofneyslu slíkra efna í fangelsinu og þá er nýlegt dæmi um að s.k. nasistasýra hafi komist í umferð á Litla-Hrauni með alvarlegum afleiðingum. Í báðum tilvikum er grunur um að efnin hafi borist inn í fangelsið með heimsóknargestum,” segir í umsögn Fangelsismálastofnunar.Vísuðu þumalfingri upp eða niður eftir því hvort þeir vildu fá stúlkurnar í heimsókn Þá eru í umsögninni jafnframt tekin dæmi um ungar stúlkur sem komið hafa í heimsókn á Litla-Hraun „eftir að fangar höfðu sett þær á heimsóknarlistann sinn.“ Það hafi hins vegar komið í ljós þegar þær komu í fangelsið að þær þekktu ekki fangana í sjón sem þær voru komnar til að heimsækja. „Þá hafa stúlkur verið skelfingu lostnar við komuna í fangelsið og hafa jafnvel þakkað fangavörðum fyrir að vísa þeim frá þar sem þær vildu alls ekki heimsækja fangana en þorðu ekki að segja frá því. Eitt versta dæmið er þegar fangar „stilltu“ stúlkum upp í glugga heimsóknarherbergis sem vísaði út á fótboltavöll fangelsisins en þar stóðu aðrir fangar og vísuðu þumalfingri sínum annað hvort upp eða niður eftir því hvort þeir vildu fá þær í heimsókn til sín.“ Í ljósi þessa telur Fangelsismálastofnun það mikilvægt að næg úrræði séu til staðar svo koma megi í veg fyrir að heimsóknir til fanga séu misnotaðar. Að mati stofnunarinnar er verið að skerpa á reglunum um heimsóknir í frumvarpi innanríkisráðherra og fær stofnunin ekki séð að gengið sé á réttindi fanganna með því.
Tengdar fréttir Fanginn sem hafði mælt sér mót við dópsala var undir áhrifum fíkniefna Neysla fíkniefna er vandamál á Litla-Hrauni, að sögn fangelsismálastjóra. 20. júlí 2015 12:00 Fangi á Litla-Hrauni hjó nærri Íslandsmeti í sterafalli Mældist með þrettán sinnum hærra hlutfall af testesteroni en handboltakappinn sem féll á lyfjaprófi í febrúar. 29. júní 2015 09:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
Fanginn sem hafði mælt sér mót við dópsala var undir áhrifum fíkniefna Neysla fíkniefna er vandamál á Litla-Hrauni, að sögn fangelsismálastjóra. 20. júlí 2015 12:00
Fangi á Litla-Hrauni hjó nærri Íslandsmeti í sterafalli Mældist með þrettán sinnum hærra hlutfall af testesteroni en handboltakappinn sem féll á lyfjaprófi í febrúar. 29. júní 2015 09:00