Birgitta um Ólaf Ragnar: „Hann var að gera lítið úr þeim þingmönnum sem voru ekki þarna“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2015 14:30 „Mér finnst dapurlegt að heyra hvernig þessi maður hagar sér," sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í hlaðvarpinu Hiphop og Pólitík á Vísi. Birgitta var gestur þáttarins ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins. Farið var um víðan völl í spjalli þeirra við þáttastjórnendur og gagnrýndu þau meðal annars forseta Íslands.Birgitta og Jón við upptökur þáttarins í morgun.Birgitta sagði framkomu Ólafs Ragnars á þingmannaveislunni svokölluðu, hafa verið óvirðulega. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku endurvakti núverandi ríkisstjórn þingmannaveisluna, sem er einskonar árshátíð þingsins. Einnig var greint frá því að stjórnarandstaðan hafði neitað að mæta. „Ólafur Ragnar hélt ræðu eins og hann gerir alltaf. Hálftíma ræðu. Hann var að gera lítið úr þeim þingmönnum sem voru ekki þarna, sem mér finnst alveg ótrúlega óvirðulegt. Því að fólk tengir einhverja virðingu við þetta embætti af einhverjum ástæðum. Hann gerði lítið úr þingsályktunum. Þannig að hann var kominn í hápólitíska orðræðu þarna á árshátíð þingmanna," sagði Birgitta í þættinum.Hér að ofan má hlusta á þáttinn, en umræðan um forseta Íslands hefst eftir eina klukkustund sex mínútur og 36 sekúndur (1:06:36).Jón Baldvin segir skrif sín um Ólaf ekki vera gagnrýni heldur háð.Vísir/JóhannesRímar við Bakherbergið Í pistlinum Bakherbergið á Kjarnanum var fjallað um framkomu Ólafs á þingveislunni og er þar haft eftir ónefndum þingmanni að forsetinn hafi talað „við þingmenn eins og þeir væru hálfvitar." Haft er eftir öðrum gesti, sem var staddur í veislunni, að Ólafur Ragnar hafi virst vera eini maðurinn sem hafði gaman af veislunni. Sá gestur sagði að Ólafur Ragnar hafi gert óspart grín af því að hann væri í þingveislu einvörðungu með þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Jón Baldvin og Ólafur í Vilníus.Jón Baldvin Hannibalsson ræddi um ræðu Ólafs Ragnars í Vilníus fyrr í mánuðinum, þar sem forsetinn talaði með Evrópusambandinu og NATO. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort túlka mætti orð hans og skrif um forsetann sem gagnrýni svaraði hann um hæl að þetta væri miklu frekar háð. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru báðir staddir í Vilníus í Litháen fyrr í marsmánuði þar sem haldið var upp á að 25 ár eru liðin síðan Litháar endurheimtu sjálfstæði sitt. Lagið Fort Europa með sænsku sveitnni Looptroop var spilað í þættinum. Í laginu er Evrópusambandið gagnrýnt harðlega.Birgitta benti á að Ólafur Ragnar hafi haldið ræðu við tilefnið en ekkert minnst á þátt Jóns Baldvins, sem hún sagði hafa verið gríðar mikinn og talaði um Jón hafi sýnt mikið hugrekki. Um að vera útilokaður úr ræðu Ólafs Ragnars sagði utanríkisráðherrann fyrrverandi: „Já, já, það er hans mál útaf fyrir sig og snertir mig svo sem ekki mikið." Jón sagðist hafa verið í viðtölum við fjölmiðla frá morgni til kvölds á meðan hann var staddur í Vilníus. Hann sagði að íslensk heimildarmynd um sjálfstæðisbaráttu Litháa hafi verið frumsýnd við tilefnið. „Viðbrögðin við henni heltust yfir. En eini maðurinn sem kannaðist ekki við þessa sögu var forseti Íslands."Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Þátturinn er yfirleitt tekinn upp á mánudagsmorgnum og birtist samdægurs. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í gegnum hlaðvarpsforrit í snjallsímum og iTunes. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Mér finnst dapurlegt að heyra hvernig þessi maður hagar sér," sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í hlaðvarpinu Hiphop og Pólitík á Vísi. Birgitta var gestur þáttarins ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins. Farið var um víðan völl í spjalli þeirra við þáttastjórnendur og gagnrýndu þau meðal annars forseta Íslands.Birgitta og Jón við upptökur þáttarins í morgun.Birgitta sagði framkomu Ólafs Ragnars á þingmannaveislunni svokölluðu, hafa verið óvirðulega. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku endurvakti núverandi ríkisstjórn þingmannaveisluna, sem er einskonar árshátíð þingsins. Einnig var greint frá því að stjórnarandstaðan hafði neitað að mæta. „Ólafur Ragnar hélt ræðu eins og hann gerir alltaf. Hálftíma ræðu. Hann var að gera lítið úr þeim þingmönnum sem voru ekki þarna, sem mér finnst alveg ótrúlega óvirðulegt. Því að fólk tengir einhverja virðingu við þetta embætti af einhverjum ástæðum. Hann gerði lítið úr þingsályktunum. Þannig að hann var kominn í hápólitíska orðræðu þarna á árshátíð þingmanna," sagði Birgitta í þættinum.Hér að ofan má hlusta á þáttinn, en umræðan um forseta Íslands hefst eftir eina klukkustund sex mínútur og 36 sekúndur (1:06:36).Jón Baldvin segir skrif sín um Ólaf ekki vera gagnrýni heldur háð.Vísir/JóhannesRímar við Bakherbergið Í pistlinum Bakherbergið á Kjarnanum var fjallað um framkomu Ólafs á þingveislunni og er þar haft eftir ónefndum þingmanni að forsetinn hafi talað „við þingmenn eins og þeir væru hálfvitar." Haft er eftir öðrum gesti, sem var staddur í veislunni, að Ólafur Ragnar hafi virst vera eini maðurinn sem hafði gaman af veislunni. Sá gestur sagði að Ólafur Ragnar hafi gert óspart grín af því að hann væri í þingveislu einvörðungu með þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Jón Baldvin og Ólafur í Vilníus.Jón Baldvin Hannibalsson ræddi um ræðu Ólafs Ragnars í Vilníus fyrr í mánuðinum, þar sem forsetinn talaði með Evrópusambandinu og NATO. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort túlka mætti orð hans og skrif um forsetann sem gagnrýni svaraði hann um hæl að þetta væri miklu frekar háð. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru báðir staddir í Vilníus í Litháen fyrr í marsmánuði þar sem haldið var upp á að 25 ár eru liðin síðan Litháar endurheimtu sjálfstæði sitt. Lagið Fort Europa með sænsku sveitnni Looptroop var spilað í þættinum. Í laginu er Evrópusambandið gagnrýnt harðlega.Birgitta benti á að Ólafur Ragnar hafi haldið ræðu við tilefnið en ekkert minnst á þátt Jóns Baldvins, sem hún sagði hafa verið gríðar mikinn og talaði um Jón hafi sýnt mikið hugrekki. Um að vera útilokaður úr ræðu Ólafs Ragnars sagði utanríkisráðherrann fyrrverandi: „Já, já, það er hans mál útaf fyrir sig og snertir mig svo sem ekki mikið." Jón sagðist hafa verið í viðtölum við fjölmiðla frá morgni til kvölds á meðan hann var staddur í Vilníus. Hann sagði að íslensk heimildarmynd um sjálfstæðisbaráttu Litháa hafi verið frumsýnd við tilefnið. „Viðbrögðin við henni heltust yfir. En eini maðurinn sem kannaðist ekki við þessa sögu var forseti Íslands."Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Þátturinn er yfirleitt tekinn upp á mánudagsmorgnum og birtist samdægurs. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í gegnum hlaðvarpsforrit í snjallsímum og iTunes.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira