Handboltahetjur hanna tískuboli BOB Guðrún Ansnes skrifar 15. júní 2015 08:30 BOB er ekki bara lógó, heldur karakter sem þeir félagar hafa búið til og er vægast sagt stórskemmtilegur. Upplýsingar um BOB fylgja með hverjum bol. Vísir/Valli Landsliðs- og handboltakapparnir Róbert Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson venda nú kvæði sínu í kross og hafa hannað stuttermaboli og peysur sem kennd eru við BOB og eru unnin í samstarfi við UNICEF á Íslandi. „Við mætumst þarna, ég með viðskiptavitið en Róbert sem listamaðurinn,“ segir Gunnar og hlær og segir Baldur Kristjánsson ljósmyndara einnig viðloðinn, en hann sér um myndatökurnar. Hefur Róbert verið iðinn við kolann, þar sem hann hefur í mörg ár þrykkt á boli. Ákváðu félagarnir að leiða saman hesta sína og úr varð þessi skemmtilega útkoma. „Við vildum gera eitthvað saman, og láta gott af okkur leiða samhliða,“ útskýrir Gunnar og heldur áfram: „Við kaup á hverjum bol rennur andvirði eins teppis til barna í flóttamannabúðum, sem UNICEF sér um að koma á leiðarenda, og þannig fær kaupandinn raunverulegri tengsl við góðgerðarmálefnið en ella,“ segir Gunnar. Gunnar segir bolina afar vandaða og að þeir vonist til að fólk kaupi flíkurnar vegna þess að þær séu flottar og klæðilegar, en ekki einungis undir formerkjum góðgerðarmála, þó að auðvitað sé það ekki slæmt. „Bolirnir koma í afar veglegum umbúðum og fylgir sagan um BOB með, en við höfum búið til heilan heim í kringum þennan karakter sem endurspeglar lógóið okkar.“ Róbert og Gunnar eru atvinnumenn í handbolta og er Róbert búsettur í Frakklandi en Gunnar í Þýskalandi. „Við höfum verið að vinna þetta mestmegnis í gegnum tölvurnar og svo þegar við keppum saman fyrir hönd landsliðsins, jú, og ef við náum að hittast á Íslandi,“ útskýrir Gunnar þegar hann er spurður út í hvernig allt ferlið hafi farið fram, en boltinn fór að rúlla í desember á síðasta ári. En hvernig gengur að flétta saman fatahönnun og krefjandi handboltaferil? „Það er nefnilega alltaf nóg að gera í boltanum og því gott að geta hellt sér í eitthvað annað, og aðeins gleymt sér þannig. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur,“ bendir Gunnar á og skýtur að: „Og ekki snýst þetta um að verða ríkir, heldur að fá að skapa og láta gott af okkur leiða.“ Gunnar býr eins og áður segir í Þýskalandi ásamt unnustu sinni, Elísabetu Gunnarsdóttur, tískumógúl og bloggara á trendnet.is, og dóttur þeirra. Gunnar segir Elísabetu hafa verið duglega við að elta hann vegna boltans í mörg ár og að nú sé komið að honum. „Hún hefur elt mig um allt, nú eltist ég við það sem hún kann manna best,“ segir Gunnar, og viðurkennir að tískan sé sameiginlegt áhugamál þeirra.Bolirnir verða til sölu á síðunni bobreykjavik.com og í versluninni Húrra við Hverfisgötu. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Landsliðs- og handboltakapparnir Róbert Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson venda nú kvæði sínu í kross og hafa hannað stuttermaboli og peysur sem kennd eru við BOB og eru unnin í samstarfi við UNICEF á Íslandi. „Við mætumst þarna, ég með viðskiptavitið en Róbert sem listamaðurinn,“ segir Gunnar og hlær og segir Baldur Kristjánsson ljósmyndara einnig viðloðinn, en hann sér um myndatökurnar. Hefur Róbert verið iðinn við kolann, þar sem hann hefur í mörg ár þrykkt á boli. Ákváðu félagarnir að leiða saman hesta sína og úr varð þessi skemmtilega útkoma. „Við vildum gera eitthvað saman, og láta gott af okkur leiða samhliða,“ útskýrir Gunnar og heldur áfram: „Við kaup á hverjum bol rennur andvirði eins teppis til barna í flóttamannabúðum, sem UNICEF sér um að koma á leiðarenda, og þannig fær kaupandinn raunverulegri tengsl við góðgerðarmálefnið en ella,“ segir Gunnar. Gunnar segir bolina afar vandaða og að þeir vonist til að fólk kaupi flíkurnar vegna þess að þær séu flottar og klæðilegar, en ekki einungis undir formerkjum góðgerðarmála, þó að auðvitað sé það ekki slæmt. „Bolirnir koma í afar veglegum umbúðum og fylgir sagan um BOB með, en við höfum búið til heilan heim í kringum þennan karakter sem endurspeglar lógóið okkar.“ Róbert og Gunnar eru atvinnumenn í handbolta og er Róbert búsettur í Frakklandi en Gunnar í Þýskalandi. „Við höfum verið að vinna þetta mestmegnis í gegnum tölvurnar og svo þegar við keppum saman fyrir hönd landsliðsins, jú, og ef við náum að hittast á Íslandi,“ útskýrir Gunnar þegar hann er spurður út í hvernig allt ferlið hafi farið fram, en boltinn fór að rúlla í desember á síðasta ári. En hvernig gengur að flétta saman fatahönnun og krefjandi handboltaferil? „Það er nefnilega alltaf nóg að gera í boltanum og því gott að geta hellt sér í eitthvað annað, og aðeins gleymt sér þannig. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur,“ bendir Gunnar á og skýtur að: „Og ekki snýst þetta um að verða ríkir, heldur að fá að skapa og láta gott af okkur leiða.“ Gunnar býr eins og áður segir í Þýskalandi ásamt unnustu sinni, Elísabetu Gunnarsdóttur, tískumógúl og bloggara á trendnet.is, og dóttur þeirra. Gunnar segir Elísabetu hafa verið duglega við að elta hann vegna boltans í mörg ár og að nú sé komið að honum. „Hún hefur elt mig um allt, nú eltist ég við það sem hún kann manna best,“ segir Gunnar, og viðurkennir að tískan sé sameiginlegt áhugamál þeirra.Bolirnir verða til sölu á síðunni bobreykjavik.com og í versluninni Húrra við Hverfisgötu.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira