Einkavæðing heilbrigðiskerfisins!? Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 15. júní 2015 14:05 Veist þú að í ár eru liðin 100 ár frá því að fyrstu konurnar fengu kosningarétt hér á landi ? Það var 19. júní 1915 sem fyrstu konurnar fengu kosningarétt, en aðeins konur sem voru 40 ára og eldri. Íslenskum mönnum hefur líklega staðið stuggur af því að „veita“ konum of mikið vald og vægi í kosningum ef þær fengju allar, fulltíða, að kjósa strax. Því varð þetta úr og aldurstakmarkið skyldi lækkað um eitt ár árlega þannig að 1931 myndi kosningaréttur kynjanna loks vera orðinn jafn. Sagan segir að „ekki verði betur séð af umræðum á Alþingi en að þingmenn hafi verið býsna vel upplýstir um gang mála útí heimi um kosningarétt kvenna. Ekki verður því fáfræði kennt um.“ Og á það þá við um þetta undarlega sér-íslenska aldurstengda ákvæði. Þetta ákvæði var síðan afnumið fyrr en til stóð fyrir tilstilli Dana. Gerður var sambandslagasamningur á milli Dana og Íslendinga sem gerði þegnum landanna kleift að njóta jafnra réttinda í báðum löndum. Þessum samningi fylgdu ákveðnar stjórnskipulegar breytingar og þeirra á meðal ákvæði um kosningarétt kvenna og var hann því jafnaður á við rétt karla árið 1920. Heimild: Auður Styrkársdóttir. 1994. Barátta um vald. Háskólaútgáfan. Í dag fagna ég í skugga vonbrigða. Það er á 100 ára kosningarafmæli kvenna 40 ára og eldri sem ég fylli mína fjóra tugi lífaldurs. Samhliða þessum tímamótum upplifi ég, með lagasetningu núverandi ríkisstjórnar á verkfallsrétt minn, að tekin eru af mér ákveðin kosninga- og samningavöld. Við það get ég ekki unað þegjandi og hljóðalaust. Ég hef upplifað það að ég búi við eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og verið stolt af því og fundið fyrir öryggistilfinningu að búa við svo gott kerfi. Ég hef einnig upplifað heilbrigðiskerfið hér á Íslandi vera að molna niður, hægt en skipulega. Ég hef upplifað örvæntingu og bjargleysi að geta ekki gripið um taumana og afstýrt þessari þróun. Þetta hræðilega niðurbrot er af mannavöldum og að því er ég fæ bezt séð er það af ásetningi og háð einkahagsmunum fárra aðila á kostnað þjóðarinnar allrar. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki hægt að segja nú, líkt og sagt var þegar um aldurstengdan kosningarétt kvenna var rætt, að um fáfræði geti ekki verið að kenna. Ég neita að trúa því að fróðir menn og konur beiti sér fyrir því að rífa niður og skemma heilbrigðiskerfi heillar þjóðar með svo siðlausum hætti og gert hefur verið. En látum það liggja á milli hluta enda fáfræðin kannski mín að sjá hvergi snilldina í þessu útspili. Heilbrigðisstarfsfólk hefur tekið á sig miklar skerðingar og gríðarlega aukið álag til að leggja sitt af mörkum við að halda við stoðirnar þegar þar hrykkti í sem mest eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008. Þar hefur þolmörkum verið náð fyrir all löngu síðan. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einungis samsæriskenning í höfðinu á mér að halda að fjársvelti og niðurrifsstarfsemi á kragasjúkrahúsum á suðvesturhorninu sem og á öllum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sé pólitísk refskák með gríðarlegum fórnarkostnaði og óbætanlegum skaða en engum akki nema kannski fyrir þá sem að þessum skemmdum standa? Hvers vegna er rekstur þessara stofnana skertur svo mikið að beina verður skjólstæðingum öllum á Landspítalann, sem vitað er að er löngu sprunginn? Er það til þess eins og beita þrýstingi á það að einkavæðing heilbrigðiskerfisins sé eini skynsamlegi kosturinn? Hvers vegna er heilbrigðisfólkinu okkar, vel menntuðu og færu ekki greidd laun í samræmi við störf sín, ábyrgð og menntun? Er það til þess að hrekja það í burtu, brjóta það á bak aftur og kúga svo hægt sé að sýna fram á að hér á landi sé ekki hægt að reka heilbrigðisskerfi án þess að einkavæða það því starfsfólk geti ekki lifað af á kjörum opinberra rekstrareininga? Er það þetta sem íslenska þjóðin vill í raun og veru? VILT ÞÚ BÚA Í LANDI ÞAR SEM AFDRIFARÍKUM BREYTINGUM ER KOMIÐ FRAM MEÐ ÞVINGUNUM OG PRETTUM ? VILT ÞÚ BÚA VIÐ EINKAVÆTT HEILBRIGÐISKERFI? VEIST ÞÚ HVAÐ ÞAÐ FELUR Í SÉR AÐ BÚA VIÐ EINKAVÆTT HEILBRIGÐISKERFI? VILT ÞÚ HAFA EITTHVAÐ UM ÞETTA AÐ SEGJA ÁÐUR EN ÞAÐ ER OF SEINT OG BREYTINGARNAR ÓAFTURKRÆFAR? EÐA STENDUR ÞÉR Á SAMA? Mér stendur ekki á sama. Mér er ofboðið. Ég syrgi öryggistilfinninguna sem ég hafði gagnvart heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfinu sem ég hef bæði notið og starfað í og fyrir. Heilbrigðiskerfið sem ég hef nú fengið höfnun frá, fundið bregðast mér á ögurstundu sem starfsmanni og sem skjólstæðings. Heilbrigðiskerfi sem ég hef séð éta starfsgleði og –orku samstarfsfólks míns ítrekað svo fólk hefur gengið út frá vinnu sinni bugað af álagi og sorg. Samstarfsfólki sem stendur inni í bákninu sjálfu á þeirri stundu sem það er að hrynja yfir okkur og heldur því uppi á öxlunum í djúpstæðri von og þrá eftir að geta bjargað því sem bjargað verður. Þetta samstarfsfólk mitt er svo skyldurækið og blásið af hugsjón og alúð fyrir starfi sínu og velferð skjólstæðinga að það hefur haldið áfram að berjast hér þrátt fyrir boð um mannsæmandi aðstæður og kjör í nágrannalöndum okkar. Þar koma ekki bara Danir til með mannsæmandi boð fyrir heilbrigðisstarfsfólk heldur einnig Norðmenn, Svíar og flestar aðrar þjóðir sem reka gott heilbrigðiskerfi og meta mannauðinn sem byggir kerfið og elur. Við sjáum í sögulegu samhengi að þarna hafa Danir aftur vit fyrir íslenskum ráðamönnum og mættu þeir taka þá sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er, eins og þjóðinni ætti að vera kunnugt um, vel liðið og menntað og eftirsótt til starfa um allan heim. Ætlar þú að sitja hjá og lofa ríkisstjórn Íslands í umboði þjóðarinnar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þvílíka vanvirðingu og vanþakklæti að kúga það til uppsagna með lagasetningu í þínu nafni? Ætlar þú að sitja hjá og horfa á eftir fleiri heilbrigðisstarfsmönnum flýja land með alla sína þekkingu og reynslu? Átt þú einhvern að sem getur hjúkrað þér og læknað ef ríkisstjórninni mistekst með einkavæðingaráform sín og hér verður ekkert heilbrigðisstarfsfólk eftir þegar þú veikist eða hefur þú efni á því að kaupa þér þjónustu í einkavæddu heilbrigðiskerfi ef áform ganga eftir? Mikið þætti mér fróðlegt að heyra í fráfarandi ríkissáttasemjara um það umboð sem hann hafði til samninga við BHM og hjúkrunarfræðinga? Fróðlegt væri að heyra hversu vítt hans umboð var Í RAUN OG VERU! Ég tek hattinn ofan fyrir honum fyrir að sitja fund eftir fund, að því er virðist algjörlega umboðslaus. Ég ímynda mér að hann hljóti að hafa upplifað sig á milli steins og sleggju og væntanlega að honum hafi sviðið undan því að vera leiksoppur í þessari sjúku sviðsmynd. En þetta eru jú bara mínar vangaveltur í kjölfar þessarar sorglegu atburðarásar á verkfalli okkar ljósmæðra og svo hjúkrunarfræðinga, en ég er hvort tveggja og ég er sorgmædd og beygð en ekki af baki dottin, enn.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og ljósmóðir Cand.Obs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Veist þú að í ár eru liðin 100 ár frá því að fyrstu konurnar fengu kosningarétt hér á landi ? Það var 19. júní 1915 sem fyrstu konurnar fengu kosningarétt, en aðeins konur sem voru 40 ára og eldri. Íslenskum mönnum hefur líklega staðið stuggur af því að „veita“ konum of mikið vald og vægi í kosningum ef þær fengju allar, fulltíða, að kjósa strax. Því varð þetta úr og aldurstakmarkið skyldi lækkað um eitt ár árlega þannig að 1931 myndi kosningaréttur kynjanna loks vera orðinn jafn. Sagan segir að „ekki verði betur séð af umræðum á Alþingi en að þingmenn hafi verið býsna vel upplýstir um gang mála útí heimi um kosningarétt kvenna. Ekki verður því fáfræði kennt um.“ Og á það þá við um þetta undarlega sér-íslenska aldurstengda ákvæði. Þetta ákvæði var síðan afnumið fyrr en til stóð fyrir tilstilli Dana. Gerður var sambandslagasamningur á milli Dana og Íslendinga sem gerði þegnum landanna kleift að njóta jafnra réttinda í báðum löndum. Þessum samningi fylgdu ákveðnar stjórnskipulegar breytingar og þeirra á meðal ákvæði um kosningarétt kvenna og var hann því jafnaður á við rétt karla árið 1920. Heimild: Auður Styrkársdóttir. 1994. Barátta um vald. Háskólaútgáfan. Í dag fagna ég í skugga vonbrigða. Það er á 100 ára kosningarafmæli kvenna 40 ára og eldri sem ég fylli mína fjóra tugi lífaldurs. Samhliða þessum tímamótum upplifi ég, með lagasetningu núverandi ríkisstjórnar á verkfallsrétt minn, að tekin eru af mér ákveðin kosninga- og samningavöld. Við það get ég ekki unað þegjandi og hljóðalaust. Ég hef upplifað það að ég búi við eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og verið stolt af því og fundið fyrir öryggistilfinningu að búa við svo gott kerfi. Ég hef einnig upplifað heilbrigðiskerfið hér á Íslandi vera að molna niður, hægt en skipulega. Ég hef upplifað örvæntingu og bjargleysi að geta ekki gripið um taumana og afstýrt þessari þróun. Þetta hræðilega niðurbrot er af mannavöldum og að því er ég fæ bezt séð er það af ásetningi og háð einkahagsmunum fárra aðila á kostnað þjóðarinnar allrar. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki hægt að segja nú, líkt og sagt var þegar um aldurstengdan kosningarétt kvenna var rætt, að um fáfræði geti ekki verið að kenna. Ég neita að trúa því að fróðir menn og konur beiti sér fyrir því að rífa niður og skemma heilbrigðiskerfi heillar þjóðar með svo siðlausum hætti og gert hefur verið. En látum það liggja á milli hluta enda fáfræðin kannski mín að sjá hvergi snilldina í þessu útspili. Heilbrigðisstarfsfólk hefur tekið á sig miklar skerðingar og gríðarlega aukið álag til að leggja sitt af mörkum við að halda við stoðirnar þegar þar hrykkti í sem mest eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008. Þar hefur þolmörkum verið náð fyrir all löngu síðan. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einungis samsæriskenning í höfðinu á mér að halda að fjársvelti og niðurrifsstarfsemi á kragasjúkrahúsum á suðvesturhorninu sem og á öllum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sé pólitísk refskák með gríðarlegum fórnarkostnaði og óbætanlegum skaða en engum akki nema kannski fyrir þá sem að þessum skemmdum standa? Hvers vegna er rekstur þessara stofnana skertur svo mikið að beina verður skjólstæðingum öllum á Landspítalann, sem vitað er að er löngu sprunginn? Er það til þess eins og beita þrýstingi á það að einkavæðing heilbrigðiskerfisins sé eini skynsamlegi kosturinn? Hvers vegna er heilbrigðisfólkinu okkar, vel menntuðu og færu ekki greidd laun í samræmi við störf sín, ábyrgð og menntun? Er það til þess að hrekja það í burtu, brjóta það á bak aftur og kúga svo hægt sé að sýna fram á að hér á landi sé ekki hægt að reka heilbrigðisskerfi án þess að einkavæða það því starfsfólk geti ekki lifað af á kjörum opinberra rekstrareininga? Er það þetta sem íslenska þjóðin vill í raun og veru? VILT ÞÚ BÚA Í LANDI ÞAR SEM AFDRIFARÍKUM BREYTINGUM ER KOMIÐ FRAM MEÐ ÞVINGUNUM OG PRETTUM ? VILT ÞÚ BÚA VIÐ EINKAVÆTT HEILBRIGÐISKERFI? VEIST ÞÚ HVAÐ ÞAÐ FELUR Í SÉR AÐ BÚA VIÐ EINKAVÆTT HEILBRIGÐISKERFI? VILT ÞÚ HAFA EITTHVAÐ UM ÞETTA AÐ SEGJA ÁÐUR EN ÞAÐ ER OF SEINT OG BREYTINGARNAR ÓAFTURKRÆFAR? EÐA STENDUR ÞÉR Á SAMA? Mér stendur ekki á sama. Mér er ofboðið. Ég syrgi öryggistilfinninguna sem ég hafði gagnvart heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfinu sem ég hef bæði notið og starfað í og fyrir. Heilbrigðiskerfið sem ég hef nú fengið höfnun frá, fundið bregðast mér á ögurstundu sem starfsmanni og sem skjólstæðings. Heilbrigðiskerfi sem ég hef séð éta starfsgleði og –orku samstarfsfólks míns ítrekað svo fólk hefur gengið út frá vinnu sinni bugað af álagi og sorg. Samstarfsfólki sem stendur inni í bákninu sjálfu á þeirri stundu sem það er að hrynja yfir okkur og heldur því uppi á öxlunum í djúpstæðri von og þrá eftir að geta bjargað því sem bjargað verður. Þetta samstarfsfólk mitt er svo skyldurækið og blásið af hugsjón og alúð fyrir starfi sínu og velferð skjólstæðinga að það hefur haldið áfram að berjast hér þrátt fyrir boð um mannsæmandi aðstæður og kjör í nágrannalöndum okkar. Þar koma ekki bara Danir til með mannsæmandi boð fyrir heilbrigðisstarfsfólk heldur einnig Norðmenn, Svíar og flestar aðrar þjóðir sem reka gott heilbrigðiskerfi og meta mannauðinn sem byggir kerfið og elur. Við sjáum í sögulegu samhengi að þarna hafa Danir aftur vit fyrir íslenskum ráðamönnum og mættu þeir taka þá sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er, eins og þjóðinni ætti að vera kunnugt um, vel liðið og menntað og eftirsótt til starfa um allan heim. Ætlar þú að sitja hjá og lofa ríkisstjórn Íslands í umboði þjóðarinnar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þvílíka vanvirðingu og vanþakklæti að kúga það til uppsagna með lagasetningu í þínu nafni? Ætlar þú að sitja hjá og horfa á eftir fleiri heilbrigðisstarfsmönnum flýja land með alla sína þekkingu og reynslu? Átt þú einhvern að sem getur hjúkrað þér og læknað ef ríkisstjórninni mistekst með einkavæðingaráform sín og hér verður ekkert heilbrigðisstarfsfólk eftir þegar þú veikist eða hefur þú efni á því að kaupa þér þjónustu í einkavæddu heilbrigðiskerfi ef áform ganga eftir? Mikið þætti mér fróðlegt að heyra í fráfarandi ríkissáttasemjara um það umboð sem hann hafði til samninga við BHM og hjúkrunarfræðinga? Fróðlegt væri að heyra hversu vítt hans umboð var Í RAUN OG VERU! Ég tek hattinn ofan fyrir honum fyrir að sitja fund eftir fund, að því er virðist algjörlega umboðslaus. Ég ímynda mér að hann hljóti að hafa upplifað sig á milli steins og sleggju og væntanlega að honum hafi sviðið undan því að vera leiksoppur í þessari sjúku sviðsmynd. En þetta eru jú bara mínar vangaveltur í kjölfar þessarar sorglegu atburðarásar á verkfalli okkar ljósmæðra og svo hjúkrunarfræðinga, en ég er hvort tveggja og ég er sorgmædd og beygð en ekki af baki dottin, enn.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur BSc og ljósmóðir Cand.Obs.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun