Lífið

Homeland-stjarna vill sjá viðhorfsbreytingu til flóttamanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mandy Patinkin leikur CIA-manninn Saul Berenson í Homeland sem sýndir eru á Stöð 2.
Mandy Patinkin leikur CIA-manninn Saul Berenson í Homeland sem sýndir eru á Stöð 2. vísir/getty
Mandy Patinkin, sem er þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Homeland, hvetur bandarísk stjórnvöld til að gera meira í málefnum flóttamanna og endurskoða stefnu sína í utanríkismálum.

Í viðtali við Variety segir Patinkin frá heimsókn sinni í flóttamannabúðir á grísku eyjunni Lesbos en hann var þar við tökur á fimmtu þáttaröð Homeland á dögunum. Fimmta þáttaröðin hverfist að mestu um vígamenn Íslamska ríkisins og afleiðingar borgarstyrjaldarinnar í Sýrlandi en Patinkin segist hafa viljað kynnast þeim frá fyrstu hendi.

„Ég vildi bara ná að tengja mig raunveruleikanum í stað þess að hýrast í gerviheiminum sem ég bjó í,“ segir leikarinn. „Ég vildi bara liðsinna fólkinu sem hefur bókstaflega þurft að ganga í gegnum helvíti. Þetta hefði vel getað verið fjölskyldan mín fyrir 70 árum þegar hún flúði undan nasistum,“ segir hinn Patinkin sem er af rússnesku og pólsku bergi brotinn.

Þegar hann kom aftur til Bandaríkjánna segist hann hafa fengið áfall þegar hann áttaði sig á viðhorfi samlanda sinna til sýrlenskra flótta. „Það hefur enginn flóttamaður framið hryðjuverk í Bandaríkjunum frá árásunum 11. september [2001] – það er staðreynd,“ sagði Patinkin og hvatti til viðhorfsbreytingar.

Hér að neðan má sjá Mandy Patinkin ræða málefni flóttamanna í þættinum CBS This Morning á dögunum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.