Litlu liða jólin í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Þetta hefur verið haust óvæntra úrslita í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og lið Leicester City hefur heldur betur stolið senunni með því að vera í toppsætinu um jólin. Það eru samt fleiri „lítil“ lið að bíta frá sér þessa dagana. Leicester hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum og var búið að tryggja sér efsta sætið um jólin áður en liðin í næstu sætum spiluðu sinn leik í umferð síðustu helgar. Nýliðarnir Watford og Bournemouth hafa líka komið skemmtilega á óvart með kraftmikilli og skemmtilegri spilamennsku en þessi lið sýna að rómantíkin lifir enn.Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester.vísir/gettyLeicesterStaða mála um jólin Leicester er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á öllu tímabilinu. Tímabilið í fyrra Leicester City var í fallsæti frá 10. til 33. umferðar á síðasta tímabili en vann sjö af síðustu átta leikjum sínum og endaði í 14. sæti.Tímabilið í fyrra Leicester City var í fallsæti frá 10. til 33. umferðar á síðasta tímabili en vann sjö af síðustu átta leikjum sínum og endaði í 14. sæti.Síðasti tapleikur liðsins Eina tap Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili kom á móti Arsenal 26. september eða fyrir 88 dögum.graf/fblFramhaldið Það mun reyna á Leicester-liðið milli jóla og nýárs. Liðið heimsækir fyrst Liverpool á Anfield á annan í jólum og tekur síðan á móti Manchester City þremur dögum síðar. Eftir heimaleik á móti Bournemouth kemur síðan leikur á móti Tottenham á White Hart Lane.Knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri er á sínu fyrsta tímabili með liðið en hann tók við í sumar eftir að samstarfserfiðleikar urðu til þess að Nigel Pearson var látinn fara þrátt fyrir gott gengi á síðustu leiktíð. Ranieri var ekki í miklum metum hjá mörgum eftir vandræðalega slæmt gengi gríska landsliðsins undir hans stjórn en hefur sýnt að það var ekki tilviljun að þessi 64 ára Ítali hafi þjálfað lið eins og Chelsea, Valencia, Napoli, Juventus, Roma og Internazionale.Hetjurnar Jamie Vardy og Riyad Mahrez eru marksæknasta framherjapardeildarinnar. Vardy er markahæsti maður deildarinnar með 15 mörk og hefur alls komið að 19 mörkum liðsins. Mahrez hefur komið að 20 mörkum, skorað fjórtán mörk sjálfur og lagt upp sex.Odion Ighalo hefur tekið markaskorun Watford á sig.vísir/gettyWatfordStaða mála um jólin Í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins einu stigi frá síðasta Meistaradeildarsætinu.Tímabilið í fyrra Watford tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að ná 2. sætinu í b-deildinni í fyrra. Liðið var á toppnum fyrir lokaumferðina en það spilaði mjög vel eftir áramót.Síðasti tapleikur Watford tapaði síðast á móti Manchester United á heimavelli sínum 21. nóvember eða fyrir 32 dögum. Sigurmark United var sjálfsmark á lokamínútunni.graf/fblFramhaldið Næstu þrír leikir Watford verða örugglega mjög erfiðir, fyrst útileikur á móti Chelsea á öðrum degi jóla og svo heimaleikir á móti Tottenham og Manchester City. Næsti leikur á eftir þessum þremur er síðan heimaleikur á móti Newcastle United.Knattspyrnustjórinn Quique Sánchez Flores, fimmtugur Spánverji, tók við liði Watford í sumar af Slavisa Jokanović sem hafði komið Watford-liðinu upp en samið við ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv sem hann kom í Meistaradeildina.Hetjan Odion Ighalo hefur verið öflugur fyrir framan markið og er búinn að skora 12 mörk í 17 leikjum. Hann hefur skorað 57 prósent marka liðsins á tímabilinu þar af sjö mörk af ellefu í síðustu fimm sigurleikjum. Ighalo skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool. Þessi 26 ára Nígeríumaður hóf ferillinn í Evrópu í norsku deildinni, kom fyrst til Watford á láni frá ítalska félaginu Udinese en var svo keyptur. Skoraði 20 mörk í b-deildinni í fyrra og er líklegur til að skora meira í vetur.Junior Stanislas er búinn að vera frábær að undanförnu.vísir/gettyBournemouthStaða mála um jólin Í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan Englandsmeistara Chelsea. Tímabilið í fyrra Bournemouth vann ensku b-deildina á síðasta tímabili en liðið komst upp fyrir Watford eftir 3-0 sigur á Charlton Athletic í lokaumferðinni. Bournemouth tapaði ekki í síðustu þrettán leikjum sínum.Síðasti tapleikur Bournemouth tapaði síðast á móti Newcastle á heimavelli sínum 7. nóvember eða fyrir 46 dögum.graf/fblFramhaldið Bournemouth fær krefjandi leiki milli jóla og nýárs, fyrst heimaleik á móti Crystal Palace á öðrum degi jóla og svo útileik á móti Arsenal aðeins tveimur dögum síðar. Liðið mætir síðan Leicester á útivelli áður en það fær West Ham í heimsókn.Knattspyrnustjórinn Eddie Howe er bara 38 ára og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildakeppninni þegar hann var ráðinn fyrst til Bournemouth 2009. Hann fór í stuttan tíma til Burnley en sneri síðan aftur til Bournemouth, fór með liðið upp um tvær deildir á þremur árum og kom Bournemouth í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn.Hetjan Junior Stanislas hefur slegið í gegn í síðustu leikjum og er gott dæmi um leikmann sem Eddie Howe er fá það besta frá. Þessi 26 ára gamli kantmaður komst ekki í liðið í b-deildinni í fyrra en hefur blómstrað í úrvalsdeildinni í vetur. Stanislas skoraði tvö mörk í dramatísku 3-3 jafntefli á móti Everton og annað marka liðsins í 2-1 sigri á Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Þetta hefur verið haust óvæntra úrslita í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og lið Leicester City hefur heldur betur stolið senunni með því að vera í toppsætinu um jólin. Það eru samt fleiri „lítil“ lið að bíta frá sér þessa dagana. Leicester hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum og var búið að tryggja sér efsta sætið um jólin áður en liðin í næstu sætum spiluðu sinn leik í umferð síðustu helgar. Nýliðarnir Watford og Bournemouth hafa líka komið skemmtilega á óvart með kraftmikilli og skemmtilegri spilamennsku en þessi lið sýna að rómantíkin lifir enn.Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru mennirnir á bakvið velgengni Leicester.vísir/gettyLeicesterStaða mála um jólin Leicester er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á öllu tímabilinu. Tímabilið í fyrra Leicester City var í fallsæti frá 10. til 33. umferðar á síðasta tímabili en vann sjö af síðustu átta leikjum sínum og endaði í 14. sæti.Tímabilið í fyrra Leicester City var í fallsæti frá 10. til 33. umferðar á síðasta tímabili en vann sjö af síðustu átta leikjum sínum og endaði í 14. sæti.Síðasti tapleikur liðsins Eina tap Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili kom á móti Arsenal 26. september eða fyrir 88 dögum.graf/fblFramhaldið Það mun reyna á Leicester-liðið milli jóla og nýárs. Liðið heimsækir fyrst Liverpool á Anfield á annan í jólum og tekur síðan á móti Manchester City þremur dögum síðar. Eftir heimaleik á móti Bournemouth kemur síðan leikur á móti Tottenham á White Hart Lane.Knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri er á sínu fyrsta tímabili með liðið en hann tók við í sumar eftir að samstarfserfiðleikar urðu til þess að Nigel Pearson var látinn fara þrátt fyrir gott gengi á síðustu leiktíð. Ranieri var ekki í miklum metum hjá mörgum eftir vandræðalega slæmt gengi gríska landsliðsins undir hans stjórn en hefur sýnt að það var ekki tilviljun að þessi 64 ára Ítali hafi þjálfað lið eins og Chelsea, Valencia, Napoli, Juventus, Roma og Internazionale.Hetjurnar Jamie Vardy og Riyad Mahrez eru marksæknasta framherjapardeildarinnar. Vardy er markahæsti maður deildarinnar með 15 mörk og hefur alls komið að 19 mörkum liðsins. Mahrez hefur komið að 20 mörkum, skorað fjórtán mörk sjálfur og lagt upp sex.Odion Ighalo hefur tekið markaskorun Watford á sig.vísir/gettyWatfordStaða mála um jólin Í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins einu stigi frá síðasta Meistaradeildarsætinu.Tímabilið í fyrra Watford tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að ná 2. sætinu í b-deildinni í fyrra. Liðið var á toppnum fyrir lokaumferðina en það spilaði mjög vel eftir áramót.Síðasti tapleikur Watford tapaði síðast á móti Manchester United á heimavelli sínum 21. nóvember eða fyrir 32 dögum. Sigurmark United var sjálfsmark á lokamínútunni.graf/fblFramhaldið Næstu þrír leikir Watford verða örugglega mjög erfiðir, fyrst útileikur á móti Chelsea á öðrum degi jóla og svo heimaleikir á móti Tottenham og Manchester City. Næsti leikur á eftir þessum þremur er síðan heimaleikur á móti Newcastle United.Knattspyrnustjórinn Quique Sánchez Flores, fimmtugur Spánverji, tók við liði Watford í sumar af Slavisa Jokanović sem hafði komið Watford-liðinu upp en samið við ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv sem hann kom í Meistaradeildina.Hetjan Odion Ighalo hefur verið öflugur fyrir framan markið og er búinn að skora 12 mörk í 17 leikjum. Hann hefur skorað 57 prósent marka liðsins á tímabilinu þar af sjö mörk af ellefu í síðustu fimm sigurleikjum. Ighalo skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool. Þessi 26 ára Nígeríumaður hóf ferillinn í Evrópu í norsku deildinni, kom fyrst til Watford á láni frá ítalska félaginu Udinese en var svo keyptur. Skoraði 20 mörk í b-deildinni í fyrra og er líklegur til að skora meira í vetur.Junior Stanislas er búinn að vera frábær að undanförnu.vísir/gettyBournemouthStaða mála um jólin Í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan Englandsmeistara Chelsea. Tímabilið í fyrra Bournemouth vann ensku b-deildina á síðasta tímabili en liðið komst upp fyrir Watford eftir 3-0 sigur á Charlton Athletic í lokaumferðinni. Bournemouth tapaði ekki í síðustu þrettán leikjum sínum.Síðasti tapleikur Bournemouth tapaði síðast á móti Newcastle á heimavelli sínum 7. nóvember eða fyrir 46 dögum.graf/fblFramhaldið Bournemouth fær krefjandi leiki milli jóla og nýárs, fyrst heimaleik á móti Crystal Palace á öðrum degi jóla og svo útileik á móti Arsenal aðeins tveimur dögum síðar. Liðið mætir síðan Leicester á útivelli áður en það fær West Ham í heimsókn.Knattspyrnustjórinn Eddie Howe er bara 38 ára og var yngsti knattspyrnustjórinn í ensku deildakeppninni þegar hann var ráðinn fyrst til Bournemouth 2009. Hann fór í stuttan tíma til Burnley en sneri síðan aftur til Bournemouth, fór með liðið upp um tvær deildir á þremur árum og kom Bournemouth í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn.Hetjan Junior Stanislas hefur slegið í gegn í síðustu leikjum og er gott dæmi um leikmann sem Eddie Howe er fá það besta frá. Þessi 26 ára gamli kantmaður komst ekki í liðið í b-deildinni í fyrra en hefur blómstrað í úrvalsdeildinni í vetur. Stanislas skoraði tvö mörk í dramatísku 3-3 jafntefli á móti Everton og annað marka liðsins í 2-1 sigri á Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira