Enski boltinn

Arsenal með 16 af 18 stigum í húsi á móti efstu sjö liðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivier Giroud og Aaron Ramsey fagna í gær.
Olivier Giroud og Aaron Ramsey fagna í gær. Vísir/Getty
Arsenal vann 2-1 sigur á Manchester City í lokaleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar og minnkaði forskot Leicester City á toppnum í tvö stig.

Arsenal treysti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar og er nú með fjórum stigum meira en Manchester City sem situr í næsta sæti fyrir neðan.

Þessi sigur Arsenal í gærkvöldi þýðir jafnframt að Arsenal-liðið hélt áfram að safna stigum á móti liðunum sem eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta lítur mjög vel út hjá Arsenal-mönnum og margir eru á því að þetta sé besti möguleiki félagsins á titli í langan tíma.

Sjá einnig:Arsenal vann Man. City og verður í öðru sæti yfir jólin

Liðið hefur alls náð í 16 af 18 mögulegum stigum í leikjum sínum á móti liðunum sem nú skipa sjö efstu sæti deildarinnar. Það var aðeins í 1-1 jafnteflinu á móti nágrönnum þeirra í Tottenham sem öll þrjú stigin komu ekki í hús.

Arsenal-liðið er ennfremur með 11 mörk í plús í þessum sex leikjum og hefur skorað í þeim rétt tæp 3 mörk að meðaltali í leik.

Lærisveinar Arsene Wenger eru því til alls líklegir nú þegar þeir reyna að vinna sinn fyrsta meistaratitil frá árinu 2004.

Alexis Sánchez lék ekki með í gær en hann hefur skorað 6 mörk í leikjum á móti efstu sjö liðunum en Mesut Özil, sem lagði upp bæði mörkin í gær, hefur alls gefið 8 stoðsendingar í þessum sex leikum.

Theo Walcott skoraði flott mark í gær.Vísir/Getty
Leikir Arsenal á móti liðum í efstu sjö sætunum í ensku úrvalsdeildinni:

1. Leicester City

5-2 sigur á útivelli 26. september

(Alexis Sánchez 3, Theo Walcott, Olivier Giroud)

2. Arsenal

3. Manchester City

2-1 sigur á heimavelli 21. desember

(Theo Walcott, Olivier Giroud)

4. Tottenham

1-1 jafntefli á heimavelli 8. nóvember

(Kieran Gibbs - Mesut Özil)

5. Manchester United

3-0 sigur á heimavelli 4. október

(Alexis Sánchez 2, Mesut Özil)

6. Crystal Palace

2-1 sigur á útivelli 16. ágúst

(Olivier Giroud, sjálfsmark

7. Watford

3-0 sigur á útivelli 17. október

(Alexis Sánchez, Olivier Giroud, Aaron Ramsey)

Alexis Sánchez.Vísir/Getty
Samtals á móti topp sjö:

6 leikir

5 sigrar, 1 jafntefli og 0 töp

16 stig af 18 mögulegum

89 prósent stiga í húsi

+11 í markatölu

16 mörk skoruð

5 mörk fengin á sig

Mörk leikmanna:

Alexis Sánchez 6

Olivier Giroud 4

Theo Walcott 2

Mesut Özil 1 - 8 stoðsendingar

Kieran Gibbs 1

Aaron Ramsey 1

Sjálfsmark mótherja 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×