Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Afganistan

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Nokkur skelfing greip um sig í kjölfar skjálftans, þar sem fólk óttaðist sterka eftirskjálfta.
Nokkur skelfing greip um sig í kjölfar skjálftans, þar sem fólk óttaðist sterka eftirskjálfta. vísir/epa
Sautján slösuðust í öflugum jarðskjálfta, af stærðinni 6,3, sem reið yfir norðurhluta Afganistans í nótt. Upptök skjálftans voru á landamærum Tadsíkistans og Pakistans, en hann fannst vel meðal annars í Islamabad, höfuðborg Pakistans  og Nýju Dehli á Indlandi.

Ekki hafa borist fregnir af manntjóni, en mest varð tjónið í Peshawar í norðvesturhluta Pakistans þar sem hús hrundu til grunna.

Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á þessum slóðum en nú síðast í október fórust nærri 400 í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan, sem var af stærðinni 7,5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×