Innlent

Leit hefst á nýjan leik

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá leitarmenn fylgjast með reki brúðunnar sem sett var út í ána í gær.
Hér má sjá leitarmenn fylgjast með reki brúðunnar sem sett var út í ána í gær. vísir/magnús hlynur
Skipulögð leit hefst á ný í birtingu við Ölfusá að manni sem talið er að hafi fallið í ánna aðfaranótt laugardags. Um hundrað og tuttugu manns tóku þátt í leitinni í gær en dregið var úr umfangi hennar í gærkvöldi. Sjónpóstar voru við ánna og Óseyrarbrú í nótt. Í samtali við fréttastofu segir Tryggi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, að von sé á um sextíu leitarmönnum á svæðið.

Að sögn Tryggva hafa aðstæður breyst í nótt. Áin hafi hreinsast af ís en hún var nær ísilögð í gær. Þá hefur leitarsvæðið verið stækkað og leitarmenn munu leita á bátum í dag.

Mannsins hefur verið leitað frá því á þriðja tímanum í gærnótt en bíll mannsins fannst við Selfosskirkju. Leitarmenn notuðust meðal annars við dróna auk þess að brúða var sett í ánna svo hægt væri að kanna hvaða leið manninn gæti hafa rekið. 


Tengdar fréttir

Leit fram haldið af fullum þunga í fyrramálið

Umfangsmikil leit að manni sem talið er að hafi fallið í Ölfusá í nótt hefur engan árangur borið. Um hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafa tekið þátt í leitinni.

Aukinn þungi færður í leitina

Aukinn þungi hefur verið færður í leit að manni sem talið er að hafi fallið í Ölfusá á Selfossi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×