Þúsund daga þjáningasaga Sturridge Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 06:00 Daniel Sturridge. Vísir/Getty „Daniel verður að læra hvað er verkur og hvað er alvöru verkur.“ Þetta sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, í síðasta mánuði eftir að í ljós kom að endurkomu Daniels Sturridge yrði seinkað um nokkra daga. Sturridge hafði meiðst á fæti á æfingu og gat ekki spilað með Liverpool gegn Bordeaux í Evrópudeildinni þann 26. nóvember. Klopp hefur aðeins verið nokkrar vikur í starfi hjá félaginu en hefur nú upplifað þrenn mismunandi meiðsli hjá Sturridge. En þremur dögum síðar spilaði hann sem varamaður í 1-0 sigri á Swansea. Öðrum þremur dögum síðar var hann í byrjunarliði Liverpool í fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði og í fyrsta sinn undir stjórn Klopps er hann skoraði tvívegis í 6-1 bursti á Southampton í deildabikarnum. Klopp kættist og stuðningsmennirnir með, sem eðlilegt er. Nú skyldi Sturridge loksins komast á almennilegân skrið og Liverpool-liðið fylgja með. Honum var hlíft gegn Newcastle um helgina, þar sem hann var varamaður, en eftir 62 markalausar mínútur ákvað Klopp að gera tvöfalda skiptingu á sínu liði og setja þá Sturridge og Roberto Firmino inn á. Það gekk ekki upp. Newcastle vann, 2-0, og hafi það ekki verið nógu slæmt kom í ljós eftir leik að Sturridge meiddist enn einu sinni, nú aftan í læri. Í fyrstu var talið að hann yrði frá fram yfir áramót en samkvæmt nýjustu fregnum er stefnt að því að hann geti spilað með Liverpool þegar liðið mætir spútnikliði Leicester á öðrum degi jóla. Sturridge er uppalinn hjá Manchester City og spilaði þar fyrstu þrjú ár atvinnumannsferils síns. Árið 2009 fór hann svo til Chelsea þar sem hann var í fjögur tímabil (þar af í hálft tímabil sem lánsmaður hjá Bolton) og skoraði þrettán mörk í 63 leikjum. Þann 2. janúar 2013 keypti Liverpool Sturridge frá Chelsea fyrir um tólf milljónir punda. Ákveðið var að veðja á afar hæfileikaríkan 24 ára framherja sem hafði samt meiðst í sautján mismunandi skipti og verið frá í samtals 516 daga á sínum unga ferli. Sturridge byrjaði þó afar vel og þrátt fyrir að hafa meiðst í fimm mismunandi skipti missti hann aðeins af þrettán leikjum fyrsta eina og hálfa tímabilið sitt. Þá afrekaði hann að skora 31 deildarmark í 43 leikjum og myndaði með Luis Suarez skæðasta framherjapar enska boltans. Saman skoruðu þeir 52 mörk tímabilið 2013-14 og Liverpool var hársbreidd frá titlinum eins og frægt er. Suarez fór eftir tímabilið og Sturridge hefur vart séð til sólar síðan. Meiðslin eru nú orðin 35 talsins og er því nema von að Sturridge vilji hlífa sér, sama hvað Klopp segir?Mynd/Getty. Grafík/Fréttablaðið/Garðar Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
„Daniel verður að læra hvað er verkur og hvað er alvöru verkur.“ Þetta sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, í síðasta mánuði eftir að í ljós kom að endurkomu Daniels Sturridge yrði seinkað um nokkra daga. Sturridge hafði meiðst á fæti á æfingu og gat ekki spilað með Liverpool gegn Bordeaux í Evrópudeildinni þann 26. nóvember. Klopp hefur aðeins verið nokkrar vikur í starfi hjá félaginu en hefur nú upplifað þrenn mismunandi meiðsli hjá Sturridge. En þremur dögum síðar spilaði hann sem varamaður í 1-0 sigri á Swansea. Öðrum þremur dögum síðar var hann í byrjunarliði Liverpool í fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði og í fyrsta sinn undir stjórn Klopps er hann skoraði tvívegis í 6-1 bursti á Southampton í deildabikarnum. Klopp kættist og stuðningsmennirnir með, sem eðlilegt er. Nú skyldi Sturridge loksins komast á almennilegân skrið og Liverpool-liðið fylgja með. Honum var hlíft gegn Newcastle um helgina, þar sem hann var varamaður, en eftir 62 markalausar mínútur ákvað Klopp að gera tvöfalda skiptingu á sínu liði og setja þá Sturridge og Roberto Firmino inn á. Það gekk ekki upp. Newcastle vann, 2-0, og hafi það ekki verið nógu slæmt kom í ljós eftir leik að Sturridge meiddist enn einu sinni, nú aftan í læri. Í fyrstu var talið að hann yrði frá fram yfir áramót en samkvæmt nýjustu fregnum er stefnt að því að hann geti spilað með Liverpool þegar liðið mætir spútnikliði Leicester á öðrum degi jóla. Sturridge er uppalinn hjá Manchester City og spilaði þar fyrstu þrjú ár atvinnumannsferils síns. Árið 2009 fór hann svo til Chelsea þar sem hann var í fjögur tímabil (þar af í hálft tímabil sem lánsmaður hjá Bolton) og skoraði þrettán mörk í 63 leikjum. Þann 2. janúar 2013 keypti Liverpool Sturridge frá Chelsea fyrir um tólf milljónir punda. Ákveðið var að veðja á afar hæfileikaríkan 24 ára framherja sem hafði samt meiðst í sautján mismunandi skipti og verið frá í samtals 516 daga á sínum unga ferli. Sturridge byrjaði þó afar vel og þrátt fyrir að hafa meiðst í fimm mismunandi skipti missti hann aðeins af þrettán leikjum fyrsta eina og hálfa tímabilið sitt. Þá afrekaði hann að skora 31 deildarmark í 43 leikjum og myndaði með Luis Suarez skæðasta framherjapar enska boltans. Saman skoruðu þeir 52 mörk tímabilið 2013-14 og Liverpool var hársbreidd frá titlinum eins og frægt er. Suarez fór eftir tímabilið og Sturridge hefur vart séð til sólar síðan. Meiðslin eru nú orðin 35 talsins og er því nema von að Sturridge vilji hlífa sér, sama hvað Klopp segir?Mynd/Getty. Grafík/Fréttablaðið/Garðar
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira