Innlent

Hæstiréttur þyngir dóm yfir manni sem birti nektarmyndir af fyrrverandi á Facebook

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndunum fylgdu skilaboðin "Takk fyrir að halda framhjá mér sæta“ en hún hafði sent honum myndirnar á meðan þau voru enn í sambandi.
Myndunum fylgdu skilaboðin "Takk fyrir að halda framhjá mér sæta“ en hún hafði sent honum myndirnar á meðan þau voru enn í sambandi. Vísir/Getty
19 ára karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir að birta nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook. 

Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm í héraði og er því um þyngingu dómsins að ræða í Hæstarétti. Pilturinn var átján ára þegar pilturinn birti myndirnar sem voru fimm talsins. Hann fjarlægði myndirnar en pilturinn sagðist fyrir dómi hafa séð að sér. Stúlkan var ári yngri en maðurinn.

Myndunum fylgdu skilaboðin „Takk fyrir að halda framhjá mér sæta“ en hún hafði sent honum myndirnar á meðan þau voru enn í sambandi.

Maðurinn játaði brot sitt, skýrði í hreinskilni frá atvikum, á engan sakaferil og þá var tekið tillit til ungs aldurs hann við ákvörðun refsingar. Sömuleiðis var litið til ungs aldurs stúlkunnar og þeirri hættu sem skapaðist um auðvelda dreifingu myndanna með því að birta þær á Facebook. Jafnframt var lagt til grundvallar að hann fjarlægði myndirnar innan nokkurra mínútna. 

Pilturinn þarf að greiða sinni fyrrverandi kærustu 250 þúsund krónur í bætur. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Dóminn í heild má lesa á vef Hæstaréttar.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×