Innlent

Dreifði nektarmyndum af fyrrverandi kærustu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Ungur maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að dreifa svokölluðu hefndarklámi á Facebook. Hann birti fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni. Héraðsdómur Austurlands tók tillit til þess að hann játaði brotið á sér engan sakaferil.

Maðurinn sem er nítján var í þar síðustu viku dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Hann hafði birt nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni, sem þá var 17 ára, eftir að þau hættu saman. Hann var átján ára þegar brotið átti sér stað.

Hann birti fimm nektarmyndir á Facebook síðu sinni, með fullu nafni stúlkunnar og skilaboðunum: „Takk fyrir að halda framhjá mér sæta.“ Hún hafði sent honum myndirnar á meðan þau voru í sambandi.

Maðurinn var dæmdur í 60 daga fangelsi, en sá dómur er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þar að auki var honum gert að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur og 616 þúsund krónur í sakarkostnað.

Dóminn í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×