Munar þúsundum króna á verði vinsælu bókanna Snærós Sindradóttir skrifar 11. desember 2015 07:00 Bókaverslanir segjast ekki eiga auðvelt með að keppa við verð í Bónus vegna þess hve fáa titla Bónus er með um hver jól. Eftirsótt er af rithöfundum að koma bókum sínum í Bónus. VÍSIR/Pjetur Jólabókaverslun nálgast hápunkt sinn nú þegar tvær vikur eru til jóla. Fréttablaðið bar saman verð þriggja verslana með bækur í Kringlunni en þær eiga það allar sameiginlegt að vera hluti af verslunarkeðjum með samtals 57 sölustaði um land allt. Bónus bauð upp á lægsta verðið á öllum þeim titlum sem skoðaðir voru. Jafnan munaði 2.500 krónum á sömu bók í Bónus annars vegar og Eymundsson hins vegar en verslanirnar eru hlið við hlið í Kringlunni.Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, vill koma því á framfæri að meðlimir í Vildarklúbbi Eymundsson, sem að hans sögn eru taldir í hundrað þúsund Íslendingum, fá lægra verð. Samkvæmt skilmálum klúbbsins er afsláttur fyrir vildarklúbbsmeðlimi 5 prósent. Ofan á það bætast ýmis tilboð. Sem dæmi má nefna að á fullu verði kostar Nautið eftir Stefán Mána 6.999 krónur en vildarklúbbsverð er 5.599 krónur þegar þetta er ritað. Í Bónus kostar bókin 4.579 krónur. „Við erum bara mjög samkeppnisfær. Penninn og Eymundsson eru með mjög mikið úrval af bókum. Við erum með allar bækur sem hafa komið út á Íslandi á þessu ári til sölu hjá okkur. Þar fyrir utan erum við með þúsundir titla af erlendum bókum sem eru bæði nýjar og gamlar. Þetta er svona grundvallaratriði í okkar rekstri,“ segir Ingimar. Hann segir samkeppnina erfiða því Eymundsson hafi mun fleiri titla í boði en matvöruverslanirnar. „Það er bara nógu erfitt fyrir okkur að standa í því að vera með fimm til tíu þúsund titla til sölu fyrir jólin á móti fimmtíu titlum hjá Bónus og ætla að fylgja þeim í verði. Við erum með stanslaus tilboð á bókum, þau heita meðal annars vildartilboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Ingimar.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónussvísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir lykilinn að baki bóksölu Bónuss vera lága álagningu og lítinn rekstrarkostnað í versluninni. „Ég held að á sínum tíma hafi hugmyndafræðin verið að bjóða okkar viðskiptavinum bækur á betra verði en tíðkaðist. Það eru ekkert allir ánægðir með þetta. Sumir tala um að við séum að fleyta rjómann en við teljum á móti að bóksala hafi aukist eftir að aðgengi að bókum batnaði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki rétt að Bónus leggi ekkert á bækur til þess eins að ginna fólk inn í verslunina til að kaupa matvöru. „Við auglýsum aldrei bækur. Við kaupum mikið af bókum og erum að skila ávinningi af magnkaupum til okkar viðskiptavina. Bónus leggur lítið á, það er bara þannig.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru verslanir að fá misjöfn kjör frá bókaforlögunum. Tómas Hermannsson, framkvæmdastjóri Sagna útgáfu, segist ekki fylgjast grannt með verði á bókum í jólabókaflóðinu. „Ég vildi óska að bækur væru á sem bestu verði um allt. Bara guð blessi samkeppni, það er mitt svar.“ snaeros@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Jólabókaverslun nálgast hápunkt sinn nú þegar tvær vikur eru til jóla. Fréttablaðið bar saman verð þriggja verslana með bækur í Kringlunni en þær eiga það allar sameiginlegt að vera hluti af verslunarkeðjum með samtals 57 sölustaði um land allt. Bónus bauð upp á lægsta verðið á öllum þeim titlum sem skoðaðir voru. Jafnan munaði 2.500 krónum á sömu bók í Bónus annars vegar og Eymundsson hins vegar en verslanirnar eru hlið við hlið í Kringlunni.Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, vill koma því á framfæri að meðlimir í Vildarklúbbi Eymundsson, sem að hans sögn eru taldir í hundrað þúsund Íslendingum, fá lægra verð. Samkvæmt skilmálum klúbbsins er afsláttur fyrir vildarklúbbsmeðlimi 5 prósent. Ofan á það bætast ýmis tilboð. Sem dæmi má nefna að á fullu verði kostar Nautið eftir Stefán Mána 6.999 krónur en vildarklúbbsverð er 5.599 krónur þegar þetta er ritað. Í Bónus kostar bókin 4.579 krónur. „Við erum bara mjög samkeppnisfær. Penninn og Eymundsson eru með mjög mikið úrval af bókum. Við erum með allar bækur sem hafa komið út á Íslandi á þessu ári til sölu hjá okkur. Þar fyrir utan erum við með þúsundir titla af erlendum bókum sem eru bæði nýjar og gamlar. Þetta er svona grundvallaratriði í okkar rekstri,“ segir Ingimar. Hann segir samkeppnina erfiða því Eymundsson hafi mun fleiri titla í boði en matvöruverslanirnar. „Það er bara nógu erfitt fyrir okkur að standa í því að vera með fimm til tíu þúsund titla til sölu fyrir jólin á móti fimmtíu titlum hjá Bónus og ætla að fylgja þeim í verði. Við erum með stanslaus tilboð á bókum, þau heita meðal annars vildartilboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Ingimar.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónussvísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir lykilinn að baki bóksölu Bónuss vera lága álagningu og lítinn rekstrarkostnað í versluninni. „Ég held að á sínum tíma hafi hugmyndafræðin verið að bjóða okkar viðskiptavinum bækur á betra verði en tíðkaðist. Það eru ekkert allir ánægðir með þetta. Sumir tala um að við séum að fleyta rjómann en við teljum á móti að bóksala hafi aukist eftir að aðgengi að bókum batnaði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki rétt að Bónus leggi ekkert á bækur til þess eins að ginna fólk inn í verslunina til að kaupa matvöru. „Við auglýsum aldrei bækur. Við kaupum mikið af bókum og erum að skila ávinningi af magnkaupum til okkar viðskiptavina. Bónus leggur lítið á, það er bara þannig.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru verslanir að fá misjöfn kjör frá bókaforlögunum. Tómas Hermannsson, framkvæmdastjóri Sagna útgáfu, segist ekki fylgjast grannt með verði á bókum í jólabókaflóðinu. „Ég vildi óska að bækur væru á sem bestu verði um allt. Bara guð blessi samkeppni, það er mitt svar.“ snaeros@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira