Sport

Telur að Gunnar muni rota Demian Maia í kvöld

Henry Birgir Gunnarssson í Las Vegas skrifar
John hefur verið þjálfari Gunnars til fjölda ára.
John hefur verið þjálfari Gunnars til fjölda ára. Vísir/Getty
Helgin er risastór hjá þjálfara Gunnars, John Kavanagh. Hann verður með bæði Gunnar og Conor McGregor á UFC 194 í nótt og svo var annar skjólstæðingur hans, Artem Lobov, að berjast í gærkvöldi.

„Ég er tilbúinn en það er brjálað að gera,“ segir Írinn geðþekki. Það eru góðir tímar þegar svona vel gengur. „Dýrið vex með hverju skrefi og kvöldin verða bara stærri.“

Í nótt mæta strákarnir hans sér reyndari mönnum. Báðir andstæðingarnir eru frá Brasilíu og ótrúlega sterkir. „Ég er mikill aðdáandi Brasilíumanna í þessari íþrótt en því miður fyrir þá verða þeir að tapa núna. Æfingabúðirnar okkar voru góðar og fjölbreyttar. Ég fékk Ido Portal inn sem hjálpaði að kveikja betur á hausnum á þeim og annað. Það var skemmtileg nýbreytni.“

Þjálfarinn hefur verið afar ánægður með Gunnar síðan hann tapaði fyrir Rick Story. Hann segir Gunnar vera orðinn ótrúlega hraðan.

„Gunni gæti kýlt hann og forðað sér en við viljum sjá þá glíma líka. Ég held að Gunni muni rota hann en Gunni heldur að hann muni ná uppgjafartaki,“ segir Kavanagh en hann hrósar einnig Conor sem er orðinn mun rólegri en áður.

„Það hefur allt gengið upp hjá honum í undirbúningnum og hann gæti ekki verið meira tilbúinn. Ég efast ekki um að hann muni vinna rétt eins og Gunni.“

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum

Brasilíumaðurinn Damian Maia er meira en tilbúinn fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson annað kvöld. Þó að hann sé aðeins kominn á aldur segist hann eiga nóg eftir og stefnir á heimsmeistaratitil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×